Rafmagnslaust frá Blöndu alla leið að Höfn í Hornafirði Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. september 2022 13:15 Veðrið hefur verið snarvitlaust í dag. Myndin er tekin á Akureyri. Vísir/Tryggvi Rafmagnslaust er frá Blöndu á Norðurlandi alveg að Höfn í Hornafirði á Suðausturlandi. Unnið er að viðgerð og upplýsingafulltrúi Landsnets segir að röð atvika hafi valdið biluninni. „Það fóru út línur, Fljótsdalslína 4 sem liggur frá Alcoa í Fljótsdal, og við það kom upp svona röð atvika sem varð þess valdandi að straumlaust varð á þessu svæði. Við erum að vinna í því núna að byggja upp kerfið og það er eiginlega ómögulegt að vita hvað það tekur langan tíma. Vonandi verður það ekki langur tími,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets. „Það er eiginlega meira og minna rafmagnslaust frá Blöndu, Blönduósi, að Höfn í Hornafirði. Þetta er bara stór hluti af landinu,“ bætir hún við. Steinunn telur líklegt að óveðrið eigi sök að máli, enda snarvitlaust veður víða. Hægt er að fylgjast með tilkynningum frá Landsneti hér og fylgst verður með vendingum í veðri í vaktinni á Vísi. Uppfært kl. 14.29: Rafmagn er nú komið á á Norðurlandi að mestu. Austurland er enn úti eins og er, en unnið er að viðgerð. Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets segir að svona víðtækt rafmagnsleysi hafi sjaldan komið upp. „Það er ekki oft sem við fáum svona víðtækt rafmagnsleysi hjá okkur, að við séum með meira og minna hálft landið úti. Þannig að þetta var mikið högg,“ segir Steinunn. Uppruni bilunar liggur ekki fyrir að svo stöddu. „Á þessum tímapunkti vitum við það ekki nákvæmlega. Þetta er röð atvika sem komu þarna upp og þegar við erum búin að koma rafmagni alls staðar á þá förum við að greina hvað gerðist,“ segir Steinunn. Orkumál Veður Óveður 25. september 2022 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Sjá meira
„Það fóru út línur, Fljótsdalslína 4 sem liggur frá Alcoa í Fljótsdal, og við það kom upp svona röð atvika sem varð þess valdandi að straumlaust varð á þessu svæði. Við erum að vinna í því núna að byggja upp kerfið og það er eiginlega ómögulegt að vita hvað það tekur langan tíma. Vonandi verður það ekki langur tími,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets. „Það er eiginlega meira og minna rafmagnslaust frá Blöndu, Blönduósi, að Höfn í Hornafirði. Þetta er bara stór hluti af landinu,“ bætir hún við. Steinunn telur líklegt að óveðrið eigi sök að máli, enda snarvitlaust veður víða. Hægt er að fylgjast með tilkynningum frá Landsneti hér og fylgst verður með vendingum í veðri í vaktinni á Vísi. Uppfært kl. 14.29: Rafmagn er nú komið á á Norðurlandi að mestu. Austurland er enn úti eins og er, en unnið er að viðgerð. Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets segir að svona víðtækt rafmagnsleysi hafi sjaldan komið upp. „Það er ekki oft sem við fáum svona víðtækt rafmagnsleysi hjá okkur, að við séum með meira og minna hálft landið úti. Þannig að þetta var mikið högg,“ segir Steinunn. Uppruni bilunar liggur ekki fyrir að svo stöddu. „Á þessum tímapunkti vitum við það ekki nákvæmlega. Þetta er röð atvika sem komu þarna upp og þegar við erum búin að koma rafmagni alls staðar á þá förum við að greina hvað gerðist,“ segir Steinunn.
Orkumál Veður Óveður 25. september 2022 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Sjá meira