Arnar Þór: Ungu strákarnir fá stórt hlutverk gegn Albaníu Atli Arason skrifar 25. september 2022 10:45 Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands. Getty/Juan Manuel Serrano Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, telur afar mikilvægt að Ísland sæki til sigurs gegn Albaníu á þriðjudaginn í leik þar sem ungu strákarnir fá að njóta sín. U-21 landsliðið leikur á sama tíma gífurlega mikilvægan leik gegn Tékklandi í umspili um laust sæti á EM yngri landsliða. Eftir sigur Ísrael á Albaníu í gær er ljóst að Ísrael hefur tryggt sér sigur í riðlinum en ekkert lið fellur úr riðlinum þar sem Rússar voru dæmdir úr leik. Ísland getur því annað hvort endað í öðru eða þriðja sæti riðilsins. Arnar útskýrir þó í viðtali við KSÍ TV að enn þá er nóg um að keppa. „Það er helst að nefna tvær ástæður. Annars vegar drátturinn fyrir undankeppni EM núna í október. Með því að enda í öðru sæti riðilsins eigum við möguleika á því að vera í styrkleikaflokk númer tvö fyrir dráttinn,“ sagði Arnar, áður en hann bætti við. „Hins vegar, með því að enda í öðru sæti fyrir ofan Albaníu, gæfi það okkur aukna möguleika að fá að taka þátt í umspilinu í mars 2024, ef við þyrftum á því að halda. Stefnan er að sjálfsögðu sett á að komast inn á EM í gegnum undankeppnina en með því að lenda í öðru sæti þá gætum við orðið eitt þeirra liða sem fær bakdyraleið inn á mótið, sem við þekkjum mjög vel.“ Alls eru 7 leikmenn í A-landsliðshópnum sem eru gjaldgengir í U-21 liðið. Það eru þeir Andri Lucas Guðjohnsen, Elías Rafn Ólafsson, Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson, Mikael Egill Ellertsson, Patrik Sigurður Gunnarsson og Þórir Jóhann Helgason. „Við erum rosalega stoltir af þeim en eins og ég sagði áðan þá er þetta mjög mikilvægur leikur á þriðjudaginn [gegn Albaníu]. Þeir hafa verið að sinna stórum hlutverkum hjá okkur hvort sem þeir hafa byrjað leikinn eða komið inn á.“ „Það er sterkt að vera með góða blöndu í liðinu. Þegar blandan er góð þá eru þeir yngri að læra af þeim eldri og þeir eldri að sækja orku í þá yngri. Það er ekki hollt að vera með of gamalt lið og það er ekki heldur holt að vera með of ungt lið. Þegar þessi blanda er komin þá fá allir þessir leikmenn hlutverk hvort sem þeir eru eldri eða yngri. Ég sé fram á stórt hlutverk fyrir þessa ungu stráka á þriðjudaginn,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan. Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Fleiri fréttir Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Sjá meira
U-21 landsliðið leikur á sama tíma gífurlega mikilvægan leik gegn Tékklandi í umspili um laust sæti á EM yngri landsliða. Eftir sigur Ísrael á Albaníu í gær er ljóst að Ísrael hefur tryggt sér sigur í riðlinum en ekkert lið fellur úr riðlinum þar sem Rússar voru dæmdir úr leik. Ísland getur því annað hvort endað í öðru eða þriðja sæti riðilsins. Arnar útskýrir þó í viðtali við KSÍ TV að enn þá er nóg um að keppa. „Það er helst að nefna tvær ástæður. Annars vegar drátturinn fyrir undankeppni EM núna í október. Með því að enda í öðru sæti riðilsins eigum við möguleika á því að vera í styrkleikaflokk númer tvö fyrir dráttinn,“ sagði Arnar, áður en hann bætti við. „Hins vegar, með því að enda í öðru sæti fyrir ofan Albaníu, gæfi það okkur aukna möguleika að fá að taka þátt í umspilinu í mars 2024, ef við þyrftum á því að halda. Stefnan er að sjálfsögðu sett á að komast inn á EM í gegnum undankeppnina en með því að lenda í öðru sæti þá gætum við orðið eitt þeirra liða sem fær bakdyraleið inn á mótið, sem við þekkjum mjög vel.“ Alls eru 7 leikmenn í A-landsliðshópnum sem eru gjaldgengir í U-21 liðið. Það eru þeir Andri Lucas Guðjohnsen, Elías Rafn Ólafsson, Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson, Mikael Egill Ellertsson, Patrik Sigurður Gunnarsson og Þórir Jóhann Helgason. „Við erum rosalega stoltir af þeim en eins og ég sagði áðan þá er þetta mjög mikilvægur leikur á þriðjudaginn [gegn Albaníu]. Þeir hafa verið að sinna stórum hlutverkum hjá okkur hvort sem þeir hafa byrjað leikinn eða komið inn á.“ „Það er sterkt að vera með góða blöndu í liðinu. Þegar blandan er góð þá eru þeir yngri að læra af þeim eldri og þeir eldri að sækja orku í þá yngri. Það er ekki hollt að vera með of gamalt lið og það er ekki heldur holt að vera með of ungt lið. Þegar þessi blanda er komin þá fá allir þessir leikmenn hlutverk hvort sem þeir eru eldri eða yngri. Ég sé fram á stórt hlutverk fyrir þessa ungu stráka á þriðjudaginn,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Fleiri fréttir Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Sjá meira