„Fengum á okkur tvö ódýr mörk og það skildi liðin að“ Andri Már Eggertsson skrifar 23. september 2022 19:45 Brynjólfur Andersen Willumsson í leik kvöldsins. Hann var frekar einangraður upp á topp hjá íslenska liðinu. Vísir/Diego „Þetta var eiginlega bara stál í stál en þeir refsuðu okkur betur, tóku þau færi sem þeir fengu,“ sagði fyrirliðinn Brynjólfur Andersen Willumsson eftir súrt 2-1 tap Ú-21 árs landslið Íslands gegn Tékklandi í fyrri leik liðanna um sæti á Evrópumótinu sem fram fer á næsta ári. „Voru svo sem engin rosaleg færi, fengum tvo ódýr mörk á okkur og það skildi liðin að,“ bætti Brynjólfur við um leik kvöldsins sem fram fór í Víkinni. „Fyrri hálfleikurinn var fínn en við vorum ekki að ná að skapa nein færi. Vorum að komast í ágætar stöður en komum boltanum aldrei inn í vítateig. Við náðum að komast í gegnum fyrstu pressuna þeirra en náðum aldrei að komast í gegnum hinn pakkann. Þurfum að skoða hvað er hægt að laga og tökum það með okkur út,“ sagði fyrirliðinn einnig. Síðari leikur liðanna fer fram í Tékklandi á þriðjudaginn kemur. „Eins og ég segi, þetta var fyrirgjöf langt utan af kanti og við eigum að vera sterkir þar. Þeir bara refsa ef þú gefur þeim svona sénsa og þannig eru úrslitaleikir,“ sagði Brynjólfur um seinna mark Tékklands en hann var mjög einangraður á löngum köflum sem fremsti maður Íslands. „Maður er vanur því, hægt að enda einangraður upp á topp og það er erfitt en maður verður bara að taka slaginn. Þeir eru líkamlega sterkir en hefðum við náð að dæla fleiri boltum inn á teig hefði ég kannski getað fengið fleiri sénsa. Stundum verður bara að taka slaginn, þetta var svolítið einangrað hjá okkur öllum sem voru ofarlega á vellinum.“ „Menn finna hvernig er að tapa hérna og það hvetur menn áfram. Held það þurfi ekki að segja neitt, menn verða vel mótíveraðir fyrir leikinn úti,“ sagði Brynjólfur Andersen Willumsson, fyrirliði íslenska U-21 árs landsliðsins að endingu. Fótbolti EM U21 í fótbolta 2023 Landslið karla í fótbolta Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Sjá meira
„Voru svo sem engin rosaleg færi, fengum tvo ódýr mörk á okkur og það skildi liðin að,“ bætti Brynjólfur við um leik kvöldsins sem fram fór í Víkinni. „Fyrri hálfleikurinn var fínn en við vorum ekki að ná að skapa nein færi. Vorum að komast í ágætar stöður en komum boltanum aldrei inn í vítateig. Við náðum að komast í gegnum fyrstu pressuna þeirra en náðum aldrei að komast í gegnum hinn pakkann. Þurfum að skoða hvað er hægt að laga og tökum það með okkur út,“ sagði fyrirliðinn einnig. Síðari leikur liðanna fer fram í Tékklandi á þriðjudaginn kemur. „Eins og ég segi, þetta var fyrirgjöf langt utan af kanti og við eigum að vera sterkir þar. Þeir bara refsa ef þú gefur þeim svona sénsa og þannig eru úrslitaleikir,“ sagði Brynjólfur um seinna mark Tékklands en hann var mjög einangraður á löngum köflum sem fremsti maður Íslands. „Maður er vanur því, hægt að enda einangraður upp á topp og það er erfitt en maður verður bara að taka slaginn. Þeir eru líkamlega sterkir en hefðum við náð að dæla fleiri boltum inn á teig hefði ég kannski getað fengið fleiri sénsa. Stundum verður bara að taka slaginn, þetta var svolítið einangrað hjá okkur öllum sem voru ofarlega á vellinum.“ „Menn finna hvernig er að tapa hérna og það hvetur menn áfram. Held það þurfi ekki að segja neitt, menn verða vel mótíveraðir fyrir leikinn úti,“ sagði Brynjólfur Andersen Willumsson, fyrirliði íslenska U-21 árs landsliðsins að endingu.
Fótbolti EM U21 í fótbolta 2023 Landslið karla í fótbolta Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Sjá meira