Óþolandi refhvörf í laxeldinu Jakob Bjarnar skrifar 23. september 2022 16:24 Frá Berufirði. Neytendasamtökin segja að sjókvíaeldi sé beinlínis flokkaður sem mengandi iðnaður og því sé alveg úr vegi að tala um vistvæna framleiðslu. vísir/vilhelm Fyrirtækjunum Norðanfiski og Fisherman hefur, samkvæmt úrskurði Neytendastofu, verið bannað að nota villandi fullyrðingar í markaðssetningu á vöru sinni þess efnis að um sé að ræða vistvæna framleiðslu. Þau geti ekki sýnt fram á neitt slíkt. Þessi fyrirtæki hafa fullyrt, við auglýsingar á vörum sínum, að um væri að ræða „vistvænt sjóeldi“ en það er sagt afar villandi í úrskurði. Neytendasamtökin telja einsýnt að „orðnotkunin „vistvænt sjóeldi“ sé afar villandi og í raun ólíðandi refhvörf“. Þannig er sjókvíaeldi beinlínis flokkað sem mengandi iðnaður á vef Umhverfisstofnunar enda fer skólpið sem verður til við framleiðsluna beint í sjóinn. Norska umhverfisstofnunin hefur metið mengunina af hverju tonni í sjókví á við skólp frá 16 manneskjum,“ segir í umfjöllun samtakanna um málið. En úrskurður Neytendastofu kemur í kjölfar kvörtunar samtakanna. Ekki vistvæn framleiðsla heldur þvert á móti Í máli Neytendasamtakanna kemur fram að Laxar séu til að mynda með leyfi fyrir 16.000 tonna framleiðslu í Reyðarfirði, sem framleiðir þannig skólp á við 256.000 manns. Það getur ekki talist vistvænt, segir Neytendastofa og stígur fast inn í eldfima umræðu um sjókvíaeldi. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Samtökin segja afar villandi að tala um vistvæna framleiðslu þegar talað er um sjókvíaeldi og nú liggur fyrir einmitt sú niðurstaða í málinu.vísir/arnar „Erfðablöndun villtra stofna er að sama skapi afleiðing af sjókvíaeldi. Hún hefur verið staðfest hér rétt eins og í öllum löndum þar sem sjókvíaeldi er stundað. Hér hefur Hafrannsóknarstofnun gefið út „áhættumat erfðablöndunar“. Þar er miðað við að allt að 4% af laxi í ám geti komið úr eldi. Það er í raun sturluð tala, einn af hverjum tuttugu löxum. Það getur ekki talist vistvænt.“ Gátu ekki sýnt fram á neitt vistvænt við framleiðsluna Rakið er að á umbúðum Norðanfisks sé fullyrt að um vistvænt sjóeldi væri að ræða. Neytendasamtökin óskuðu eftir upplýsingum frá fyrirtækinu um hvað átt væri við með orðalaginu „vistvænt sjóeldi“ og hvort einhver vottun lægi þar að baki? Í svörum fyrirtækisins kom fram að birgjar þeirra skilgreindu sjálfir sitt eldi sem vistvænt en hefðu enn ekki hlotið neinar vottanir. Í framhaldinu sendu Neytendasamtökin kvörtun til Neytendastofu sem nú hefur komist að þeirri niðurstöðu að þessi framsetning sé brot á lögum. Umrædd fyrirtæki gátu ekki sýnt fram á að fullyrðingar um vistvænt og sjálfbært laxeldi ættu rétt á sér og væru því villandi. Neytendur Fiskeldi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þessi fyrirtæki hafa fullyrt, við auglýsingar á vörum sínum, að um væri að ræða „vistvænt sjóeldi“ en það er sagt afar villandi í úrskurði. Neytendasamtökin telja einsýnt að „orðnotkunin „vistvænt sjóeldi“ sé afar villandi og í raun ólíðandi refhvörf“. Þannig er sjókvíaeldi beinlínis flokkað sem mengandi iðnaður á vef Umhverfisstofnunar enda fer skólpið sem verður til við framleiðsluna beint í sjóinn. Norska umhverfisstofnunin hefur metið mengunina af hverju tonni í sjókví á við skólp frá 16 manneskjum,“ segir í umfjöllun samtakanna um málið. En úrskurður Neytendastofu kemur í kjölfar kvörtunar samtakanna. Ekki vistvæn framleiðsla heldur þvert á móti Í máli Neytendasamtakanna kemur fram að Laxar séu til að mynda með leyfi fyrir 16.000 tonna framleiðslu í Reyðarfirði, sem framleiðir þannig skólp á við 256.000 manns. Það getur ekki talist vistvænt, segir Neytendastofa og stígur fast inn í eldfima umræðu um sjókvíaeldi. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Samtökin segja afar villandi að tala um vistvæna framleiðslu þegar talað er um sjókvíaeldi og nú liggur fyrir einmitt sú niðurstaða í málinu.vísir/arnar „Erfðablöndun villtra stofna er að sama skapi afleiðing af sjókvíaeldi. Hún hefur verið staðfest hér rétt eins og í öllum löndum þar sem sjókvíaeldi er stundað. Hér hefur Hafrannsóknarstofnun gefið út „áhættumat erfðablöndunar“. Þar er miðað við að allt að 4% af laxi í ám geti komið úr eldi. Það er í raun sturluð tala, einn af hverjum tuttugu löxum. Það getur ekki talist vistvænt.“ Gátu ekki sýnt fram á neitt vistvænt við framleiðsluna Rakið er að á umbúðum Norðanfisks sé fullyrt að um vistvænt sjóeldi væri að ræða. Neytendasamtökin óskuðu eftir upplýsingum frá fyrirtækinu um hvað átt væri við með orðalaginu „vistvænt sjóeldi“ og hvort einhver vottun lægi þar að baki? Í svörum fyrirtækisins kom fram að birgjar þeirra skilgreindu sjálfir sitt eldi sem vistvænt en hefðu enn ekki hlotið neinar vottanir. Í framhaldinu sendu Neytendasamtökin kvörtun til Neytendastofu sem nú hefur komist að þeirri niðurstöðu að þessi framsetning sé brot á lögum. Umrædd fyrirtæki gátu ekki sýnt fram á að fullyrðingar um vistvænt og sjálfbært laxeldi ættu rétt á sér og væru því villandi.
Neytendur Fiskeldi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira