Ferlinum væntanlega lokið en lífið að hefjast Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. september 2022 11:30 Ferli Mistar Edvardsdóttur er líklega lokið en hún fær nýtt hlutverk á næstu dögum. stöð 2 Mist Edvardsdóttir hefur líklega spilað sinn síðasta leik á ferlinum. Hennar bíður hins vegar spennandi verkefni í einkalífinu. Mist meiddist í fyrri leik Vals og Slavia Prag í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrradag. Hana grunaði strax að hún hefði slitið krossband í hné. Mist ætti að þekkja einkennin en hún hefur þrisvar sinnum áður slitið krossband. Mist kom aftur eftir fyrstu þrjú krossbandsslitin en á ekki von því að koma aftur eftir það fjórða og ferilinn er því líklegast á enda. „Þetta var kunnugleg tilfinning. Ég var viss um að þetta væri það sem ég hef upplifað þrisvar áður; krossbandið. Ég á eftir að fá það staðfest en tilfinningin, sársaukinn, hreyfingin og svo fann ég smellinn,“ sagði Mist í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Mist hefur ekki bara komið aftur eftir þrjú krossbandsslit heldur einnig krabbamein. En hún á ekki von á því að snúa aftur á völlinn þegar krossbandið er gróið. „Mér finnst það líklegt að þetta hafi verið minn síðasti leikur. Maður vill ekki gefa neitt út en ég var farin að leiða hugann að því að hætta og alltaf með það á bak við eyrað að hætta áður en eitthvað svona myndi gerast,“ sagði Mist. „Ef þetta var minn síðasti leikur er ég þó þakklát fyrir að fá að enda á svona góðu tímabili. Við erum orðnar bikarmeistarar og langt komnar með deildina og vonandi klárum við það á laugardaginn og enda á tvennunni.“ Ef ferli Mistar segist hún hætta á toppnum en hún hefur sennilega aldrei spilað betur en undanfarin tvö tímabil. Á síðasta tímabili var hún meðal annars valin leikmaður ársins af Bestu mörkunum. „Það er það sem ég tek út úr þessu. Ég hef áður sagt að ég hafi að einhverju leyti syrgt hvernig ferilinn fór. Veikindi og krossbandsslit settu sitt mark á hann. En ég geng stolt frá borði og sýndi að það var smá líf í mér undir lokin,“ sagði Mist. Klippa: Viðtal við Mist Edvardsdóttur Seinni leikur Vals og Slavia Prag fer fram næsta miðvikudag. Fyrir meiðslin var óvíst hvort Mist færi út til Prag þar sem kærasta hennar, Dóra María Lárusdóttir, er langt gengin með þeirra fyrsta barn. „Ég fer ekki út úr þessu. Þetta olli mér alveg hugarangri. Hún er komin 38 vikur og við eigum von á okkar fyrsta barni. Þetta olli mér smá svefnleysi, að fara út ef hún myndi fara af stað,“ sagði Mist sem hlakkar til komandi tíma, þótt fótboltaferlinum sé að öllum líkindum lokið. „Eins ömurlegt og það er fyrir fótboltamann að slíta krossband og enda ferilinn svona er þetta samt bara fótbolti. Núna eru mestu gleðifréttir lífsins að taka við býst ég við. Það er eins gott að hann verði skemmtilegur,“ sagði Mist hlæjandi að lokum. Viðtalið við Mist má sjá í heilu lagi í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Valur Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Sjá meira
Mist meiddist í fyrri leik Vals og Slavia Prag í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrradag. Hana grunaði strax að hún hefði slitið krossband í hné. Mist ætti að þekkja einkennin en hún hefur þrisvar sinnum áður slitið krossband. Mist kom aftur eftir fyrstu þrjú krossbandsslitin en á ekki von því að koma aftur eftir það fjórða og ferilinn er því líklegast á enda. „Þetta var kunnugleg tilfinning. Ég var viss um að þetta væri það sem ég hef upplifað þrisvar áður; krossbandið. Ég á eftir að fá það staðfest en tilfinningin, sársaukinn, hreyfingin og svo fann ég smellinn,“ sagði Mist í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Mist hefur ekki bara komið aftur eftir þrjú krossbandsslit heldur einnig krabbamein. En hún á ekki von á því að snúa aftur á völlinn þegar krossbandið er gróið. „Mér finnst það líklegt að þetta hafi verið minn síðasti leikur. Maður vill ekki gefa neitt út en ég var farin að leiða hugann að því að hætta og alltaf með það á bak við eyrað að hætta áður en eitthvað svona myndi gerast,“ sagði Mist. „Ef þetta var minn síðasti leikur er ég þó þakklát fyrir að fá að enda á svona góðu tímabili. Við erum orðnar bikarmeistarar og langt komnar með deildina og vonandi klárum við það á laugardaginn og enda á tvennunni.“ Ef ferli Mistar segist hún hætta á toppnum en hún hefur sennilega aldrei spilað betur en undanfarin tvö tímabil. Á síðasta tímabili var hún meðal annars valin leikmaður ársins af Bestu mörkunum. „Það er það sem ég tek út úr þessu. Ég hef áður sagt að ég hafi að einhverju leyti syrgt hvernig ferilinn fór. Veikindi og krossbandsslit settu sitt mark á hann. En ég geng stolt frá borði og sýndi að það var smá líf í mér undir lokin,“ sagði Mist. Klippa: Viðtal við Mist Edvardsdóttur Seinni leikur Vals og Slavia Prag fer fram næsta miðvikudag. Fyrir meiðslin var óvíst hvort Mist færi út til Prag þar sem kærasta hennar, Dóra María Lárusdóttir, er langt gengin með þeirra fyrsta barn. „Ég fer ekki út úr þessu. Þetta olli mér alveg hugarangri. Hún er komin 38 vikur og við eigum von á okkar fyrsta barni. Þetta olli mér smá svefnleysi, að fara út ef hún myndi fara af stað,“ sagði Mist sem hlakkar til komandi tíma, þótt fótboltaferlinum sé að öllum líkindum lokið. „Eins ömurlegt og það er fyrir fótboltamann að slíta krossband og enda ferilinn svona er þetta samt bara fótbolti. Núna eru mestu gleðifréttir lífsins að taka við býst ég við. Það er eins gott að hann verði skemmtilegur,“ sagði Mist hlæjandi að lokum. Viðtalið við Mist má sjá í heilu lagi í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki