Málið varðar annars vegar innflutning mikils magns amfetamínbasa, sem þrír menn eru ákærðir fyrir, og hins vegar umfangsmikla kannabisræktun á sveitabænum Hjallanesi við Hellu, sem fjórir eru ákærðir fyrir.
RÚV greinir frá þessu en hámarksfangelsisdómur í málum sem þessu er tólf ár. Mennirnir fjórir, Halldór Margeir Ólafsson, Guðjón Sigurðsson, Ólafur Ágúst Hraundal og Guðlaugur Arnar Guðmundsson eru allir ákærðir fyrir kannabisræktunina en allir nema Ólafur Ágúst eru ákærðir fyrir innflutning á amfetamínbasa í saltdreifara. Fimmti maðurinn heitir Geir Elí Bjarnason og sá um fræðilega hlið kannabisræktunarinnar. Farið er fram á tveggja ára fangelsi yfir honum.
Ákæruvaldið fer fram á að Ólafur Ágúst greiði rúmar þrjár milljónir króna í sakarkostnað, Geir Elí og Halldór Margeir greiði 279 þúsund krónur, Guðlaugur 217 þúsund krónur og sérfræðingurinn greiði 59 þúsund krónur.
Fjallað hefur verið ítarlega um málið hér á Vísi en meðal þess sem komið hefur fram í dómssal er að mennirnir hafi notað hestamennsku sem yfirvarp fyrir kannabisræktunina, hvernig mennirnir höfðu samskipti sín á milli á miðlinum EncroChat, og hvernig bardagaíþrótt kom upp um einn mannanna.
Fréttin hefur verið uppfærð.