Nökkvi Þeyr kom að flestum mörkum | Schram komið í veg fyrir flest mörk Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2022 17:01 Nökkvi Þeyr Þórisson (t.h.) er markahæsti leikmaður Bestu deildar karla. Alex Freyr Elísson (t.v.) er hins vegar í harðri baráttu um að verða sá leikmaður sem fær flest gul spjöld á leiktíðinni. Vísir/Hulda Margrét Nökkvi Þeyr Þórisson kom að flestum mörkum í Bestu deild karla í fótbolta á leiktíðinni. Þar á eftir koma Ísak Snær Þorvaldsson og Guðmundur Magnússon. Þrátt fyrir að hafa aðeins spilað hálft tímabilið þá er Frederik Schram sá markvörður sem hefur komið í veg fyrir flest mörk af markvörðum deildarinnar. Hefðbundinni deildarkeppni Bestu deildar karla lauk á laugardaginn með heilli umferð. Í október hefst úrslitakeppni og þar verður skorið úr um hvaða lið verður Íslandsmeistari og hvaða lið falla. Ef ekki væri nýtt fyrirkomulag á deildinni þá væri henni nú lokið. Breiðablik hefði endað sem Íslandsmeistari á meðan FH og ÍA hefðu fallið niður í Lengjudeildina. Þá hefði Nökkvi Þeyr fengið gullskóinn þar sem hann var markahæsti leikmaður deildarinnar. Raunar er hann sá sem hefur komið að flestum mörkum í sumar eða 22 talsins. Nökkvi Þeyr spilaði 20 leiki fyrir KA í sumar áður en hann var seldur til belgíska B-deildarliðsins Beerschot. Á vef tölfræðiveitunnar WyScout, sem tekur saman alla tölfræði fyrir Bestu deild karla og kvenna, vantar glæsimarkið gegn Víkingum en það reyndist hans síðasta í sumar. Alls skoraði Nökkvi Þeyr 17 mörk ásamt því að gefa fimm stoðsendingar áður en hann hélt til Belgíu. Guðmundur Magnússon og Ísak Snær Þorvaldsson komu báðir að 18 mörkum alls en framherji Fram skoraði fleiri eða 15 stykki samtals á meðan Ísak Snær hefur skorað 13 mörk í sumar. Ísak Snær og Guðmundur hafa þanið netmöskvana nokkuð reglulega í sumar.Vísir/Hulda Margrét/Diego Tiago Fernandes, miðjumaður Fram, hefur gefið níu stoðsendingar til þessa í sumar og er sem stendur stoðsendingahæsti leikmaður Bestu deildarinnar. Vængmaðurinn Adam Ægir Pálsson kemur þar á eftir með átta stoðsendingar en hann leikur með Keflavík á láni frá Víking. Þeir Höskuldur Gunnlaugsson, Jason Daði Svanþórsson og Atli Sigurjónsson hafa svo allir gefið sjö stoðsendingar til þessa á leiktíðinni. Telmo Castanheira er sá leikmaður deildarinnar sem hefur brotið oftast af sér til þessa eða 44 sinnum alls. Þar á eftir koma samherjarnir Ísak Snær og Gísli Eyjólfsson með 43 brot hver. Hvað varðar þá leikmenn sem hafa fengið flest gul spjöld þá er ákveðið þema. Rúnar Þór Sigurgeirsson, vinstri bakvörður Keflavíkur, hefur fengið níu gul spjöld á meðan Alex Freyr Elísson, hægri bakvörður Fram, hefur nælt sér í átta gul spjöld. Atli Hrafn Andrason er svo eini leikmaður deildarinnar sem hefur fengið meira en eitt rautt spjald en hann nældi sér í tvö með aðeins 16 daga millibili fyrr í sumar. Viktor Freyr Sigurðsson í marki Leiknis Reykjavíkur hefur varið flest skot af markvörðum deildarinnar eða 93 talsins. Þá er Frederik Schram, markvörður Vals, sá markvörður sem hefur komið í veg fyrir flest mörk ef marka má xG, vænt mörk, andstæðinga liðsins. Schram hefur komið í veg fyrir rétt tæplega fimm mörk í þeim 11 leikjum sem hann hefur spilað til þessa. Frederik Schram hefur verið frábær síðan hann gekk í raðir Vals.Vísir/Hulda Margrét Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
Hefðbundinni deildarkeppni Bestu deildar karla lauk á laugardaginn með heilli umferð. Í október hefst úrslitakeppni og þar verður skorið úr um hvaða lið verður Íslandsmeistari og hvaða lið falla. Ef ekki væri nýtt fyrirkomulag á deildinni þá væri henni nú lokið. Breiðablik hefði endað sem Íslandsmeistari á meðan FH og ÍA hefðu fallið niður í Lengjudeildina. Þá hefði Nökkvi Þeyr fengið gullskóinn þar sem hann var markahæsti leikmaður deildarinnar. Raunar er hann sá sem hefur komið að flestum mörkum í sumar eða 22 talsins. Nökkvi Þeyr spilaði 20 leiki fyrir KA í sumar áður en hann var seldur til belgíska B-deildarliðsins Beerschot. Á vef tölfræðiveitunnar WyScout, sem tekur saman alla tölfræði fyrir Bestu deild karla og kvenna, vantar glæsimarkið gegn Víkingum en það reyndist hans síðasta í sumar. Alls skoraði Nökkvi Þeyr 17 mörk ásamt því að gefa fimm stoðsendingar áður en hann hélt til Belgíu. Guðmundur Magnússon og Ísak Snær Þorvaldsson komu báðir að 18 mörkum alls en framherji Fram skoraði fleiri eða 15 stykki samtals á meðan Ísak Snær hefur skorað 13 mörk í sumar. Ísak Snær og Guðmundur hafa þanið netmöskvana nokkuð reglulega í sumar.Vísir/Hulda Margrét/Diego Tiago Fernandes, miðjumaður Fram, hefur gefið níu stoðsendingar til þessa í sumar og er sem stendur stoðsendingahæsti leikmaður Bestu deildarinnar. Vængmaðurinn Adam Ægir Pálsson kemur þar á eftir með átta stoðsendingar en hann leikur með Keflavík á láni frá Víking. Þeir Höskuldur Gunnlaugsson, Jason Daði Svanþórsson og Atli Sigurjónsson hafa svo allir gefið sjö stoðsendingar til þessa á leiktíðinni. Telmo Castanheira er sá leikmaður deildarinnar sem hefur brotið oftast af sér til þessa eða 44 sinnum alls. Þar á eftir koma samherjarnir Ísak Snær og Gísli Eyjólfsson með 43 brot hver. Hvað varðar þá leikmenn sem hafa fengið flest gul spjöld þá er ákveðið þema. Rúnar Þór Sigurgeirsson, vinstri bakvörður Keflavíkur, hefur fengið níu gul spjöld á meðan Alex Freyr Elísson, hægri bakvörður Fram, hefur nælt sér í átta gul spjöld. Atli Hrafn Andrason er svo eini leikmaður deildarinnar sem hefur fengið meira en eitt rautt spjald en hann nældi sér í tvö með aðeins 16 daga millibili fyrr í sumar. Viktor Freyr Sigurðsson í marki Leiknis Reykjavíkur hefur varið flest skot af markvörðum deildarinnar eða 93 talsins. Þá er Frederik Schram, markvörður Vals, sá markvörður sem hefur komið í veg fyrir flest mörk ef marka má xG, vænt mörk, andstæðinga liðsins. Schram hefur komið í veg fyrir rétt tæplega fimm mörk í þeim 11 leikjum sem hann hefur spilað til þessa. Frederik Schram hefur verið frábær síðan hann gekk í raðir Vals.Vísir/Hulda Margrét
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira