Segjast alveg ráða við „íslensku“ launin hans Heimis Sindri Sverrisson skrifar 19. september 2022 09:01 Heimir Hallgrímsson stýrir Reggístrákunum næstu fjögur árin og stefnan er sett á HM 2026. JFF/GETTY Þrátt fyrir að knattspyrnusamband Jamaíku hafi átt í fjárhagserfiðleikum á síðustu árum þá segir fjármálastjóri sambandsins það alveg ráða við að sækja erlent þjálfarateymi. Laun Heimis Hallgrímssonar verði ekki vandamál. Heimir var á föstudag ráðinn þjálfari karlalandsliðs Jamaíku. Hann tekur með sér Guðmund Hreiðarsson sem markmannsþjálfara og Svíann John Erik Wall sem aðstoðarþjálfara, en ekki Helga Kolviðsson eins og fullyrt hafði verið í jamaískum miðlum í síðustu viku. Heimir sagðist í viðtali við RÚV um helgina ekki vera á neitt mikið hærri launum en þekktist á Íslandi en hann skrifaði undir samning til fjögurra ára við jamaíska sambandið: „Þetta er örugglega bara svipað og maður hefði fengið á Íslandi. Þetta er ekki stórt knattspyrnusamband og ekki auðugt land en það á ríkan kúltúr og það er ótrúlega gaman að hitta fólk hérna. Það vegur upp á móti hinu,“ sagði Heimir við RÚV. „Teljum okkur ráða við þetta“ Dennis Chung, fjármálastjóri jamaíska sambandsins, segir að þrátt fyrir ákveðna fjárhagsörðugleika síðustu ár þá ráði sambandið alveg við að greiða nýja þjálfaranum laun: „Við erum búin að finna fjármagnið og teljum okkur ráða við þetta. Við höfum gert þær áætlanir sem við þurfum að gera. Við höfum gert ákveðnar innanbúðarbreytingar varðandi stjórnun og teljum okkur ráða við þetta,“ sagði Chung við The Jamaica Gleaner. Jamaíski íþróttafræðingurinn og þjálfarinn Pete Coley nefndi það í samtali við Vísi í síðustu viku að síðustu misseri hefðu verið vandamál í tengslum við laun leikmanna. Fé hefði ekki verið ráðstafað með réttum hætti en hann vildi þó ekki nota orðið „spilling“. Að sögn Chung horfir allt til betri vegar nú og Jamaíkumenn vonast til þess að komast á HM í annað sinn í sögunni, eftir að hafa fyrst komist á HM 1998. Samkvæmt The Jamaica Gleaner var yfir 100 milljónum Bandaríkjadala varið í að reyna að koma Jamaíku á HM 2022, án árangurs. „Sumt af þessu er áhætta. Við vitum að við höfum átt í fjárhagserfiðleikum. Við höfum verið að hreinsa upp miklar skuldir, til að mynda skattaskuldir sem við glímdum við. Við höfum greitt leikmönnum fyrir 11 af síðustu 14 leikjum og teljum að við munum ráða við það [að borga nýjum landsliðsþjálfara],“ sagði Chung. Fótbolti Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Heimir var á föstudag ráðinn þjálfari karlalandsliðs Jamaíku. Hann tekur með sér Guðmund Hreiðarsson sem markmannsþjálfara og Svíann John Erik Wall sem aðstoðarþjálfara, en ekki Helga Kolviðsson eins og fullyrt hafði verið í jamaískum miðlum í síðustu viku. Heimir sagðist í viðtali við RÚV um helgina ekki vera á neitt mikið hærri launum en þekktist á Íslandi en hann skrifaði undir samning til fjögurra ára við jamaíska sambandið: „Þetta er örugglega bara svipað og maður hefði fengið á Íslandi. Þetta er ekki stórt knattspyrnusamband og ekki auðugt land en það á ríkan kúltúr og það er ótrúlega gaman að hitta fólk hérna. Það vegur upp á móti hinu,“ sagði Heimir við RÚV. „Teljum okkur ráða við þetta“ Dennis Chung, fjármálastjóri jamaíska sambandsins, segir að þrátt fyrir ákveðna fjárhagsörðugleika síðustu ár þá ráði sambandið alveg við að greiða nýja þjálfaranum laun: „Við erum búin að finna fjármagnið og teljum okkur ráða við þetta. Við höfum gert þær áætlanir sem við þurfum að gera. Við höfum gert ákveðnar innanbúðarbreytingar varðandi stjórnun og teljum okkur ráða við þetta,“ sagði Chung við The Jamaica Gleaner. Jamaíski íþróttafræðingurinn og þjálfarinn Pete Coley nefndi það í samtali við Vísi í síðustu viku að síðustu misseri hefðu verið vandamál í tengslum við laun leikmanna. Fé hefði ekki verið ráðstafað með réttum hætti en hann vildi þó ekki nota orðið „spilling“. Að sögn Chung horfir allt til betri vegar nú og Jamaíkumenn vonast til þess að komast á HM í annað sinn í sögunni, eftir að hafa fyrst komist á HM 1998. Samkvæmt The Jamaica Gleaner var yfir 100 milljónum Bandaríkjadala varið í að reyna að koma Jamaíku á HM 2022, án árangurs. „Sumt af þessu er áhætta. Við vitum að við höfum átt í fjárhagserfiðleikum. Við höfum verið að hreinsa upp miklar skuldir, til að mynda skattaskuldir sem við glímdum við. Við höfum greitt leikmönnum fyrir 11 af síðustu 14 leikjum og teljum að við munum ráða við það [að borga nýjum landsliðsþjálfara],“ sagði Chung.
Fótbolti Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira