Farið var yfir leikinn þar sem ÍR var langt um betri aðilinn nær allan leikinn en Haukar bitu aðeins frá sér í lokin, það var hins vegar of lítið of seint. Lokatölur 33-29 og það ætlaði allt um koll að keyra í nýju íþróttahúsi ÍR.
„Ég segi það nú kannski ekki alveg. Við sáum í fyrsta leiknum þegar ÍR spilaði á Gróttu, þá spiluðu þeir vel fyrsta korterið og voru að spila svona handbolta. Hver leikur á sitt líf, vanmat er alltaf hættulegt,“ sagði Logi Geirsson er Stefán Árni spurði hann hvort þetta væru óvæntustu úrslit í sögu efstu deildar.
Logi hélt svo áfram: „Það myndaðist ákveðin orka, yngri flokkarnir voru á trommunum og þegar maður horfir á þetta þá myndast stundum svona orka sem Haukarnir náðu ekki að brjóta, þetta er ósýnileg orka. Við höfum stundum talað um þetta í landsliðnu. Þeir náðu því bara upp og Haukar höfðu engin svör.“
Hér að neðan má sjá innslag Seinni bylgjunnar um þennan ótrúlega leik.