„Þú lyftir engum titli fyrr en að mótið er búið“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 17. september 2022 16:44 Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks Vísir/Diego „Ég geri ráð fyrir að fyrri hálfleikurinn hafi ekki verið mikil skemmtun. Það var hægt tempó en svo vorum við mjög sterkir í seinni hálfleik og ég er ánægður með liði að hafa klárað þennan leik. ÍBV-liðið er gott lið. Þannig þetta var bara flott,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 3-0 sigur á ÍBV í dag. Það gerðist ekki mikið í fyrri hálfleik, Óskar sagði að leikmenn hefðu verið lengi að koma sér af stað. „Ég upplifði meira að það voru sex dagar frá síðasta leik og að menn voru lengi að koma sér af stað í fyrri hálfleik. Ég upplifði frekar það heldur en að það væri einhver skjálfti, enda er þetta lið búið að ganga í gegnum það mikið að eitt tap sest ekki á sálina hjá mönnum.“ Blikar mættu öflugir í seinni hálfleikinn og skoruðu þrjú mörk nánast á einu bretti. „Við breyttum ekki upplegginu. Við töluðum um að gera hlutina aðeins hraðar og gera þá aðeins betur, vera einbeittari á síðasta þriðjung. Eyjamennirnir pressa grimmt og hátt og taka áhættu og skilja eftir sig svæði, fara oftar í svæðin sem þeir skilja eftir sig. Mér fannst það ganga ágætlega í seinni hálfleik. Við getum verið með öll plön í heiminum en leikmenn þurfa að klára þetta inn á vellinum og þeir gerðu það svo sannarlega í seinni hálfleik.“ Undir öllum venjulegum kringumstæðum hefði Breiðablik orðið Íslandsmeistarar í dag en í ár er verið að láta reyna á tvískiptingu deildarinnar. Óskar segist ekki hafa leitt hugan að því að þeir hefðu getað lyft titli í dag. „Þetta er eitthvað sem við erum búnir að vita síðan að mótið byrjaði og löngu fyrir það, að þetta mót er ekki búið núna. Þú lyftir engum titli fyrr en að mótið er búið. Við höfum ekki verið að velta okkur upp úr því, við höfum reynt að einblína á okkur sjálfa. Það er búið að setja ákveðin standard í þessa deild og nokkur lið hafa farið yfir fimmtíu stig í 22. leikja móti og við settum okkur markmið að komast þangað og það gekk í dag. Það eru fimm leikir eftir, ég hef ekki einu sinni leitt hugan að því að í fyrra voru menn að lyfta titli eftir þennan leik. Við eigum fimm frábæra leiki eftir.“ Áður en tvískiptingin verður er tveggja vikna hlé á deildinni. Óskar vill finna jafnvægi á að láta strákana hvíla en einnig að hressa þá við. „Við ætlum að reyna blanda saman að menn fái hvíld og fái hvíld frá Kópavogsvelli sem hefur verið þeirra heimili í sumar. En líka að skerpa á hlutum og hressa menn við, það er búið að vera mikil keyrsla og menn eru lúnir. Við verðum að finna jafnvægi milli þess að gefa mönnum hvíld og fá smá frið og halda þeim ferskum. Það eru fimm leikir eftir og þeir verða að vera klárir í það.“ Breiðablik Íslenski boltinn Besta deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik-ÍBV 3-0 | Blikar í kjörstöðu fyrir úrslitakeppnina Breiðablik, topplið Bestu-deildar karla í knattspyrnu, vann 3-0 sigur á móti ÍBV í lokaumferð deildarinnar. Liðið er í kjörstöðu fyrir skiptingu deildarinnar en Víkingur og KA eru átta stigum á eftir Blikum í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 16:15 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti Fleiri fréttir Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjá meira
Það gerðist ekki mikið í fyrri hálfleik, Óskar sagði að leikmenn hefðu verið lengi að koma sér af stað. „Ég upplifði meira að það voru sex dagar frá síðasta leik og að menn voru lengi að koma sér af stað í fyrri hálfleik. Ég upplifði frekar það heldur en að það væri einhver skjálfti, enda er þetta lið búið að ganga í gegnum það mikið að eitt tap sest ekki á sálina hjá mönnum.“ Blikar mættu öflugir í seinni hálfleikinn og skoruðu þrjú mörk nánast á einu bretti. „Við breyttum ekki upplegginu. Við töluðum um að gera hlutina aðeins hraðar og gera þá aðeins betur, vera einbeittari á síðasta þriðjung. Eyjamennirnir pressa grimmt og hátt og taka áhættu og skilja eftir sig svæði, fara oftar í svæðin sem þeir skilja eftir sig. Mér fannst það ganga ágætlega í seinni hálfleik. Við getum verið með öll plön í heiminum en leikmenn þurfa að klára þetta inn á vellinum og þeir gerðu það svo sannarlega í seinni hálfleik.“ Undir öllum venjulegum kringumstæðum hefði Breiðablik orðið Íslandsmeistarar í dag en í ár er verið að láta reyna á tvískiptingu deildarinnar. Óskar segist ekki hafa leitt hugan að því að þeir hefðu getað lyft titli í dag. „Þetta er eitthvað sem við erum búnir að vita síðan að mótið byrjaði og löngu fyrir það, að þetta mót er ekki búið núna. Þú lyftir engum titli fyrr en að mótið er búið. Við höfum ekki verið að velta okkur upp úr því, við höfum reynt að einblína á okkur sjálfa. Það er búið að setja ákveðin standard í þessa deild og nokkur lið hafa farið yfir fimmtíu stig í 22. leikja móti og við settum okkur markmið að komast þangað og það gekk í dag. Það eru fimm leikir eftir, ég hef ekki einu sinni leitt hugan að því að í fyrra voru menn að lyfta titli eftir þennan leik. Við eigum fimm frábæra leiki eftir.“ Áður en tvískiptingin verður er tveggja vikna hlé á deildinni. Óskar vill finna jafnvægi á að láta strákana hvíla en einnig að hressa þá við. „Við ætlum að reyna blanda saman að menn fái hvíld og fái hvíld frá Kópavogsvelli sem hefur verið þeirra heimili í sumar. En líka að skerpa á hlutum og hressa menn við, það er búið að vera mikil keyrsla og menn eru lúnir. Við verðum að finna jafnvægi milli þess að gefa mönnum hvíld og fá smá frið og halda þeim ferskum. Það eru fimm leikir eftir og þeir verða að vera klárir í það.“
Breiðablik Íslenski boltinn Besta deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik-ÍBV 3-0 | Blikar í kjörstöðu fyrir úrslitakeppnina Breiðablik, topplið Bestu-deildar karla í knattspyrnu, vann 3-0 sigur á móti ÍBV í lokaumferð deildarinnar. Liðið er í kjörstöðu fyrir skiptingu deildarinnar en Víkingur og KA eru átta stigum á eftir Blikum í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 16:15 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti Fleiri fréttir Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik-ÍBV 3-0 | Blikar í kjörstöðu fyrir úrslitakeppnina Breiðablik, topplið Bestu-deildar karla í knattspyrnu, vann 3-0 sigur á móti ÍBV í lokaumferð deildarinnar. Liðið er í kjörstöðu fyrir skiptingu deildarinnar en Víkingur og KA eru átta stigum á eftir Blikum í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 16:15
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti