„Þú lyftir engum titli fyrr en að mótið er búið“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 17. september 2022 16:44 Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks Vísir/Diego „Ég geri ráð fyrir að fyrri hálfleikurinn hafi ekki verið mikil skemmtun. Það var hægt tempó en svo vorum við mjög sterkir í seinni hálfleik og ég er ánægður með liði að hafa klárað þennan leik. ÍBV-liðið er gott lið. Þannig þetta var bara flott,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 3-0 sigur á ÍBV í dag. Það gerðist ekki mikið í fyrri hálfleik, Óskar sagði að leikmenn hefðu verið lengi að koma sér af stað. „Ég upplifði meira að það voru sex dagar frá síðasta leik og að menn voru lengi að koma sér af stað í fyrri hálfleik. Ég upplifði frekar það heldur en að það væri einhver skjálfti, enda er þetta lið búið að ganga í gegnum það mikið að eitt tap sest ekki á sálina hjá mönnum.“ Blikar mættu öflugir í seinni hálfleikinn og skoruðu þrjú mörk nánast á einu bretti. „Við breyttum ekki upplegginu. Við töluðum um að gera hlutina aðeins hraðar og gera þá aðeins betur, vera einbeittari á síðasta þriðjung. Eyjamennirnir pressa grimmt og hátt og taka áhættu og skilja eftir sig svæði, fara oftar í svæðin sem þeir skilja eftir sig. Mér fannst það ganga ágætlega í seinni hálfleik. Við getum verið með öll plön í heiminum en leikmenn þurfa að klára þetta inn á vellinum og þeir gerðu það svo sannarlega í seinni hálfleik.“ Undir öllum venjulegum kringumstæðum hefði Breiðablik orðið Íslandsmeistarar í dag en í ár er verið að láta reyna á tvískiptingu deildarinnar. Óskar segist ekki hafa leitt hugan að því að þeir hefðu getað lyft titli í dag. „Þetta er eitthvað sem við erum búnir að vita síðan að mótið byrjaði og löngu fyrir það, að þetta mót er ekki búið núna. Þú lyftir engum titli fyrr en að mótið er búið. Við höfum ekki verið að velta okkur upp úr því, við höfum reynt að einblína á okkur sjálfa. Það er búið að setja ákveðin standard í þessa deild og nokkur lið hafa farið yfir fimmtíu stig í 22. leikja móti og við settum okkur markmið að komast þangað og það gekk í dag. Það eru fimm leikir eftir, ég hef ekki einu sinni leitt hugan að því að í fyrra voru menn að lyfta titli eftir þennan leik. Við eigum fimm frábæra leiki eftir.“ Áður en tvískiptingin verður er tveggja vikna hlé á deildinni. Óskar vill finna jafnvægi á að láta strákana hvíla en einnig að hressa þá við. „Við ætlum að reyna blanda saman að menn fái hvíld og fái hvíld frá Kópavogsvelli sem hefur verið þeirra heimili í sumar. En líka að skerpa á hlutum og hressa menn við, það er búið að vera mikil keyrsla og menn eru lúnir. Við verðum að finna jafnvægi milli þess að gefa mönnum hvíld og fá smá frið og halda þeim ferskum. Það eru fimm leikir eftir og þeir verða að vera klárir í það.“ Breiðablik Íslenski boltinn Besta deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik-ÍBV 3-0 | Blikar í kjörstöðu fyrir úrslitakeppnina Breiðablik, topplið Bestu-deildar karla í knattspyrnu, vann 3-0 sigur á móti ÍBV í lokaumferð deildarinnar. Liðið er í kjörstöðu fyrir skiptingu deildarinnar en Víkingur og KA eru átta stigum á eftir Blikum í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 16:15 Mest lesið Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Körfubolti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Enski boltinn Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Fótbolti Fleiri fréttir Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sjáðu dauðafæri Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sjá meira
Það gerðist ekki mikið í fyrri hálfleik, Óskar sagði að leikmenn hefðu verið lengi að koma sér af stað. „Ég upplifði meira að það voru sex dagar frá síðasta leik og að menn voru lengi að koma sér af stað í fyrri hálfleik. Ég upplifði frekar það heldur en að það væri einhver skjálfti, enda er þetta lið búið að ganga í gegnum það mikið að eitt tap sest ekki á sálina hjá mönnum.“ Blikar mættu öflugir í seinni hálfleikinn og skoruðu þrjú mörk nánast á einu bretti. „Við breyttum ekki upplegginu. Við töluðum um að gera hlutina aðeins hraðar og gera þá aðeins betur, vera einbeittari á síðasta þriðjung. Eyjamennirnir pressa grimmt og hátt og taka áhættu og skilja eftir sig svæði, fara oftar í svæðin sem þeir skilja eftir sig. Mér fannst það ganga ágætlega í seinni hálfleik. Við getum verið með öll plön í heiminum en leikmenn þurfa að klára þetta inn á vellinum og þeir gerðu það svo sannarlega í seinni hálfleik.“ Undir öllum venjulegum kringumstæðum hefði Breiðablik orðið Íslandsmeistarar í dag en í ár er verið að láta reyna á tvískiptingu deildarinnar. Óskar segist ekki hafa leitt hugan að því að þeir hefðu getað lyft titli í dag. „Þetta er eitthvað sem við erum búnir að vita síðan að mótið byrjaði og löngu fyrir það, að þetta mót er ekki búið núna. Þú lyftir engum titli fyrr en að mótið er búið. Við höfum ekki verið að velta okkur upp úr því, við höfum reynt að einblína á okkur sjálfa. Það er búið að setja ákveðin standard í þessa deild og nokkur lið hafa farið yfir fimmtíu stig í 22. leikja móti og við settum okkur markmið að komast þangað og það gekk í dag. Það eru fimm leikir eftir, ég hef ekki einu sinni leitt hugan að því að í fyrra voru menn að lyfta titli eftir þennan leik. Við eigum fimm frábæra leiki eftir.“ Áður en tvískiptingin verður er tveggja vikna hlé á deildinni. Óskar vill finna jafnvægi á að láta strákana hvíla en einnig að hressa þá við. „Við ætlum að reyna blanda saman að menn fái hvíld og fái hvíld frá Kópavogsvelli sem hefur verið þeirra heimili í sumar. En líka að skerpa á hlutum og hressa menn við, það er búið að vera mikil keyrsla og menn eru lúnir. Við verðum að finna jafnvægi milli þess að gefa mönnum hvíld og fá smá frið og halda þeim ferskum. Það eru fimm leikir eftir og þeir verða að vera klárir í það.“
Breiðablik Íslenski boltinn Besta deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik-ÍBV 3-0 | Blikar í kjörstöðu fyrir úrslitakeppnina Breiðablik, topplið Bestu-deildar karla í knattspyrnu, vann 3-0 sigur á móti ÍBV í lokaumferð deildarinnar. Liðið er í kjörstöðu fyrir skiptingu deildarinnar en Víkingur og KA eru átta stigum á eftir Blikum í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 16:15 Mest lesið Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Körfubolti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Enski boltinn Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Fótbolti Fleiri fréttir Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sjáðu dauðafæri Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik-ÍBV 3-0 | Blikar í kjörstöðu fyrir úrslitakeppnina Breiðablik, topplið Bestu-deildar karla í knattspyrnu, vann 3-0 sigur á móti ÍBV í lokaumferð deildarinnar. Liðið er í kjörstöðu fyrir skiptingu deildarinnar en Víkingur og KA eru átta stigum á eftir Blikum í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 16:15