Tekist á um ríkiseign á bönkunum á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 16. september 2022 19:21 Samkvæmt stjórnarsáttmála stendur ekki til að selja ráðandi hlut í Landsbankanum þótt heimild sé til að selja hluti í bankanum í fjárlagafrumvarpinu. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar telur enga ástæðu fyrir ríkið að halda áfram að eiga hlut í Íslandsbanka og Landsbanka. Hægt væri að leysa út allt að fjögur hundruð milljarða með sölu þeirra til greiðslu skulda. Forsætisráðherra vill hins vegar að ríkið haldi ráðandi eign í Landsbankanum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Vinstri græn telja skynsamlegt að ríkið eigi Landsbankann áfram.Vísir/Vilhelm Í fjárlagaumræðunni á Alþingi í dag spurði framsóknarþingmaðurinn Ágúst Bjarni Garðarsson Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra út í mögulega sölu á því sem eftir væri af eign ríkisins í Íslandsbanka og hluta af nánast 100 prósenta eign ríkisins í Landsbankanum. Forsætisráðherra sagði heimild hafa verið til sölu á hlut í Landsbankanum allt frá árinu 2012 í stjórnartíð Samfylkingar og Vinstri grænna. „Það hefur hins vegar verið afstaða Vinstri grænna um all nokkurt skeið að ríkið eigi að eiga Landsbankann, að við ættum ekki að selja hlut í Landsbankanum. Þess vegna hafa stjórnarsáttmálar, bæði sá síðasti og sá sem við störfum núna samkvæmt, kveðið á um það. Það er vegna þess að við teljum skynsamlegt að ríkið eigi einn banka,“ sagði Katrín. Hins vegar hefðu Vinstri græn ekki sett sig upp á móti sölu Íslandsbanka. Allir væru sennilega sammála um að frekari sala á hlutum í honum færi ekki fram fyrr en skýrsla Ríkisendurskoðunar um fyrri sölu lægi fyrir. stjórnarþingmaðurinn Ágúst Bjarni Garðarsson lýsti áhyggjum af miklum hagnaði bankanna og aukinni vaxtabyrði heimilanna.Vísir/Vilhelm Ágúst Bjarni sagði mikilvægt að hér á landi væri heilbrigt og fjölbreytt fjármálakerfi. Innan Framsóknarflokksins og víðar hefðu verið ræddar hugmyndir um samfélagsbanka. Bankarnir hefðu skilað gríðarlega miklum hagnaði á síðustu árum, ekki síst nú með aukinni verðbólgu með tilheyrandi auknum kostnaði fyrir heimili landsins. „Er bankakerfið á Íslandi heilbrigt og hliðhollt heimilum og fyrirtækjum,“ spurði stjórnarþingmaðurinn. Katrín sagði margt hafa breyst til batnaðar með auknum kröfum á bankana. Ekki væri sjáanlegt að greiðsluerfiðleikar heimilanna væru að aukast en nauðsynlegt væri að fylgjast vel með því. Sigmar Guðmundsson telur skynsamlegt að selja allan hlut ríkisins í bönkunum og greiða niður skuldir ríkissjóðs.Vísir/Vilhelm Ekki eru allir þeirrar skoðunar að ríkið ætti að eiga Landsbankann áfram. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar sagðist ekki skilja hvers vegna fólki þætti það góð hugmynd að ríkið væri í samkeppni við einkaaðila um rekstur banka og það á allt öðrum forsendum en einkaaðilarnir. „Ég skil sjálfur ekki, þegar við erum að tala um stöðu ríkissjóðs eins og hún er núna, af hverju ríkið ætti að halda á 300–400 milljörðum í eign sinni á bönkum — það er hálfur Íslandsbanki og allur Landsbankinn — í stað þess að losa um þetta fé og greiða niður skuldir,“ sagði Sigmar Guðmundsson. Íslenskir bankar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Efnahagsmál Landsbankinn Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir réttlætismál að greitt sé útsvar af fjármagnstekjum Forsætisráðherra segir réttlætismál að þeir sem einungis hafi fjármagnstekjur greiði útsvar til sveitarfélaga. Á næsta ári verði helsta verkefnið að draga úr verðbólgu og styrkja um leið og verja almannaþjónustuna, almannatryggingakerfið og húsnæðismarkaðinn. 16. september 2022 12:17 Bjarni segir markmið fjárlaga að styðja heimilin og vinna gegn verðbólgu Fjármálaráðherra segir markmið fjárlagafrumvarps næsta árs að styðja við heimilin í landinu, vinna gegn verðbólgu og byggja upp styrk ríkissjóðs. Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir aukna flata skattheimtu fyrst og fremst bitna á þeim tekjulægstu og halda aftur að nauðsynlegri innviðauppbyggingu. 15. september 2022 11:58 Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Vinstri græn telja skynsamlegt að ríkið eigi Landsbankann áfram.Vísir/Vilhelm Í fjárlagaumræðunni á Alþingi í dag spurði framsóknarþingmaðurinn Ágúst Bjarni Garðarsson Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra út í mögulega sölu á því sem eftir væri af eign ríkisins í Íslandsbanka og hluta af nánast 100 prósenta eign ríkisins í Landsbankanum. Forsætisráðherra sagði heimild hafa verið til sölu á hlut í Landsbankanum allt frá árinu 2012 í stjórnartíð Samfylkingar og Vinstri grænna. „Það hefur hins vegar verið afstaða Vinstri grænna um all nokkurt skeið að ríkið eigi að eiga Landsbankann, að við ættum ekki að selja hlut í Landsbankanum. Þess vegna hafa stjórnarsáttmálar, bæði sá síðasti og sá sem við störfum núna samkvæmt, kveðið á um það. Það er vegna þess að við teljum skynsamlegt að ríkið eigi einn banka,“ sagði Katrín. Hins vegar hefðu Vinstri græn ekki sett sig upp á móti sölu Íslandsbanka. Allir væru sennilega sammála um að frekari sala á hlutum í honum færi ekki fram fyrr en skýrsla Ríkisendurskoðunar um fyrri sölu lægi fyrir. stjórnarþingmaðurinn Ágúst Bjarni Garðarsson lýsti áhyggjum af miklum hagnaði bankanna og aukinni vaxtabyrði heimilanna.Vísir/Vilhelm Ágúst Bjarni sagði mikilvægt að hér á landi væri heilbrigt og fjölbreytt fjármálakerfi. Innan Framsóknarflokksins og víðar hefðu verið ræddar hugmyndir um samfélagsbanka. Bankarnir hefðu skilað gríðarlega miklum hagnaði á síðustu árum, ekki síst nú með aukinni verðbólgu með tilheyrandi auknum kostnaði fyrir heimili landsins. „Er bankakerfið á Íslandi heilbrigt og hliðhollt heimilum og fyrirtækjum,“ spurði stjórnarþingmaðurinn. Katrín sagði margt hafa breyst til batnaðar með auknum kröfum á bankana. Ekki væri sjáanlegt að greiðsluerfiðleikar heimilanna væru að aukast en nauðsynlegt væri að fylgjast vel með því. Sigmar Guðmundsson telur skynsamlegt að selja allan hlut ríkisins í bönkunum og greiða niður skuldir ríkissjóðs.Vísir/Vilhelm Ekki eru allir þeirrar skoðunar að ríkið ætti að eiga Landsbankann áfram. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar sagðist ekki skilja hvers vegna fólki þætti það góð hugmynd að ríkið væri í samkeppni við einkaaðila um rekstur banka og það á allt öðrum forsendum en einkaaðilarnir. „Ég skil sjálfur ekki, þegar við erum að tala um stöðu ríkissjóðs eins og hún er núna, af hverju ríkið ætti að halda á 300–400 milljörðum í eign sinni á bönkum — það er hálfur Íslandsbanki og allur Landsbankinn — í stað þess að losa um þetta fé og greiða niður skuldir,“ sagði Sigmar Guðmundsson.
Íslenskir bankar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Efnahagsmál Landsbankinn Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir réttlætismál að greitt sé útsvar af fjármagnstekjum Forsætisráðherra segir réttlætismál að þeir sem einungis hafi fjármagnstekjur greiði útsvar til sveitarfélaga. Á næsta ári verði helsta verkefnið að draga úr verðbólgu og styrkja um leið og verja almannaþjónustuna, almannatryggingakerfið og húsnæðismarkaðinn. 16. september 2022 12:17 Bjarni segir markmið fjárlaga að styðja heimilin og vinna gegn verðbólgu Fjármálaráðherra segir markmið fjárlagafrumvarps næsta árs að styðja við heimilin í landinu, vinna gegn verðbólgu og byggja upp styrk ríkissjóðs. Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir aukna flata skattheimtu fyrst og fremst bitna á þeim tekjulægstu og halda aftur að nauðsynlegri innviðauppbyggingu. 15. september 2022 11:58 Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Forsætisráðherra segir réttlætismál að greitt sé útsvar af fjármagnstekjum Forsætisráðherra segir réttlætismál að þeir sem einungis hafi fjármagnstekjur greiði útsvar til sveitarfélaga. Á næsta ári verði helsta verkefnið að draga úr verðbólgu og styrkja um leið og verja almannaþjónustuna, almannatryggingakerfið og húsnæðismarkaðinn. 16. september 2022 12:17
Bjarni segir markmið fjárlaga að styðja heimilin og vinna gegn verðbólgu Fjármálaráðherra segir markmið fjárlagafrumvarps næsta árs að styðja við heimilin í landinu, vinna gegn verðbólgu og byggja upp styrk ríkissjóðs. Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir aukna flata skattheimtu fyrst og fremst bitna á þeim tekjulægstu og halda aftur að nauðsynlegri innviðauppbyggingu. 15. september 2022 11:58
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent