Tekist á um ríkiseign á bönkunum á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 16. september 2022 19:21 Samkvæmt stjórnarsáttmála stendur ekki til að selja ráðandi hlut í Landsbankanum þótt heimild sé til að selja hluti í bankanum í fjárlagafrumvarpinu. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar telur enga ástæðu fyrir ríkið að halda áfram að eiga hlut í Íslandsbanka og Landsbanka. Hægt væri að leysa út allt að fjögur hundruð milljarða með sölu þeirra til greiðslu skulda. Forsætisráðherra vill hins vegar að ríkið haldi ráðandi eign í Landsbankanum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Vinstri græn telja skynsamlegt að ríkið eigi Landsbankann áfram.Vísir/Vilhelm Í fjárlagaumræðunni á Alþingi í dag spurði framsóknarþingmaðurinn Ágúst Bjarni Garðarsson Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra út í mögulega sölu á því sem eftir væri af eign ríkisins í Íslandsbanka og hluta af nánast 100 prósenta eign ríkisins í Landsbankanum. Forsætisráðherra sagði heimild hafa verið til sölu á hlut í Landsbankanum allt frá árinu 2012 í stjórnartíð Samfylkingar og Vinstri grænna. „Það hefur hins vegar verið afstaða Vinstri grænna um all nokkurt skeið að ríkið eigi að eiga Landsbankann, að við ættum ekki að selja hlut í Landsbankanum. Þess vegna hafa stjórnarsáttmálar, bæði sá síðasti og sá sem við störfum núna samkvæmt, kveðið á um það. Það er vegna þess að við teljum skynsamlegt að ríkið eigi einn banka,“ sagði Katrín. Hins vegar hefðu Vinstri græn ekki sett sig upp á móti sölu Íslandsbanka. Allir væru sennilega sammála um að frekari sala á hlutum í honum færi ekki fram fyrr en skýrsla Ríkisendurskoðunar um fyrri sölu lægi fyrir. stjórnarþingmaðurinn Ágúst Bjarni Garðarsson lýsti áhyggjum af miklum hagnaði bankanna og aukinni vaxtabyrði heimilanna.Vísir/Vilhelm Ágúst Bjarni sagði mikilvægt að hér á landi væri heilbrigt og fjölbreytt fjármálakerfi. Innan Framsóknarflokksins og víðar hefðu verið ræddar hugmyndir um samfélagsbanka. Bankarnir hefðu skilað gríðarlega miklum hagnaði á síðustu árum, ekki síst nú með aukinni verðbólgu með tilheyrandi auknum kostnaði fyrir heimili landsins. „Er bankakerfið á Íslandi heilbrigt og hliðhollt heimilum og fyrirtækjum,“ spurði stjórnarþingmaðurinn. Katrín sagði margt hafa breyst til batnaðar með auknum kröfum á bankana. Ekki væri sjáanlegt að greiðsluerfiðleikar heimilanna væru að aukast en nauðsynlegt væri að fylgjast vel með því. Sigmar Guðmundsson telur skynsamlegt að selja allan hlut ríkisins í bönkunum og greiða niður skuldir ríkissjóðs.Vísir/Vilhelm Ekki eru allir þeirrar skoðunar að ríkið ætti að eiga Landsbankann áfram. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar sagðist ekki skilja hvers vegna fólki þætti það góð hugmynd að ríkið væri í samkeppni við einkaaðila um rekstur banka og það á allt öðrum forsendum en einkaaðilarnir. „Ég skil sjálfur ekki, þegar við erum að tala um stöðu ríkissjóðs eins og hún er núna, af hverju ríkið ætti að halda á 300–400 milljörðum í eign sinni á bönkum — það er hálfur Íslandsbanki og allur Landsbankinn — í stað þess að losa um þetta fé og greiða niður skuldir,“ sagði Sigmar Guðmundsson. Íslenskir bankar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Efnahagsmál Landsbankinn Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir réttlætismál að greitt sé útsvar af fjármagnstekjum Forsætisráðherra segir réttlætismál að þeir sem einungis hafi fjármagnstekjur greiði útsvar til sveitarfélaga. Á næsta ári verði helsta verkefnið að draga úr verðbólgu og styrkja um leið og verja almannaþjónustuna, almannatryggingakerfið og húsnæðismarkaðinn. 16. september 2022 12:17 Bjarni segir markmið fjárlaga að styðja heimilin og vinna gegn verðbólgu Fjármálaráðherra segir markmið fjárlagafrumvarps næsta árs að styðja við heimilin í landinu, vinna gegn verðbólgu og byggja upp styrk ríkissjóðs. Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir aukna flata skattheimtu fyrst og fremst bitna á þeim tekjulægstu og halda aftur að nauðsynlegri innviðauppbyggingu. 15. september 2022 11:58 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Vinstri græn telja skynsamlegt að ríkið eigi Landsbankann áfram.Vísir/Vilhelm Í fjárlagaumræðunni á Alþingi í dag spurði framsóknarþingmaðurinn Ágúst Bjarni Garðarsson Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra út í mögulega sölu á því sem eftir væri af eign ríkisins í Íslandsbanka og hluta af nánast 100 prósenta eign ríkisins í Landsbankanum. Forsætisráðherra sagði heimild hafa verið til sölu á hlut í Landsbankanum allt frá árinu 2012 í stjórnartíð Samfylkingar og Vinstri grænna. „Það hefur hins vegar verið afstaða Vinstri grænna um all nokkurt skeið að ríkið eigi að eiga Landsbankann, að við ættum ekki að selja hlut í Landsbankanum. Þess vegna hafa stjórnarsáttmálar, bæði sá síðasti og sá sem við störfum núna samkvæmt, kveðið á um það. Það er vegna þess að við teljum skynsamlegt að ríkið eigi einn banka,“ sagði Katrín. Hins vegar hefðu Vinstri græn ekki sett sig upp á móti sölu Íslandsbanka. Allir væru sennilega sammála um að frekari sala á hlutum í honum færi ekki fram fyrr en skýrsla Ríkisendurskoðunar um fyrri sölu lægi fyrir. stjórnarþingmaðurinn Ágúst Bjarni Garðarsson lýsti áhyggjum af miklum hagnaði bankanna og aukinni vaxtabyrði heimilanna.Vísir/Vilhelm Ágúst Bjarni sagði mikilvægt að hér á landi væri heilbrigt og fjölbreytt fjármálakerfi. Innan Framsóknarflokksins og víðar hefðu verið ræddar hugmyndir um samfélagsbanka. Bankarnir hefðu skilað gríðarlega miklum hagnaði á síðustu árum, ekki síst nú með aukinni verðbólgu með tilheyrandi auknum kostnaði fyrir heimili landsins. „Er bankakerfið á Íslandi heilbrigt og hliðhollt heimilum og fyrirtækjum,“ spurði stjórnarþingmaðurinn. Katrín sagði margt hafa breyst til batnaðar með auknum kröfum á bankana. Ekki væri sjáanlegt að greiðsluerfiðleikar heimilanna væru að aukast en nauðsynlegt væri að fylgjast vel með því. Sigmar Guðmundsson telur skynsamlegt að selja allan hlut ríkisins í bönkunum og greiða niður skuldir ríkissjóðs.Vísir/Vilhelm Ekki eru allir þeirrar skoðunar að ríkið ætti að eiga Landsbankann áfram. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar sagðist ekki skilja hvers vegna fólki þætti það góð hugmynd að ríkið væri í samkeppni við einkaaðila um rekstur banka og það á allt öðrum forsendum en einkaaðilarnir. „Ég skil sjálfur ekki, þegar við erum að tala um stöðu ríkissjóðs eins og hún er núna, af hverju ríkið ætti að halda á 300–400 milljörðum í eign sinni á bönkum — það er hálfur Íslandsbanki og allur Landsbankinn — í stað þess að losa um þetta fé og greiða niður skuldir,“ sagði Sigmar Guðmundsson.
Íslenskir bankar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Efnahagsmál Landsbankinn Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir réttlætismál að greitt sé útsvar af fjármagnstekjum Forsætisráðherra segir réttlætismál að þeir sem einungis hafi fjármagnstekjur greiði útsvar til sveitarfélaga. Á næsta ári verði helsta verkefnið að draga úr verðbólgu og styrkja um leið og verja almannaþjónustuna, almannatryggingakerfið og húsnæðismarkaðinn. 16. september 2022 12:17 Bjarni segir markmið fjárlaga að styðja heimilin og vinna gegn verðbólgu Fjármálaráðherra segir markmið fjárlagafrumvarps næsta árs að styðja við heimilin í landinu, vinna gegn verðbólgu og byggja upp styrk ríkissjóðs. Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir aukna flata skattheimtu fyrst og fremst bitna á þeim tekjulægstu og halda aftur að nauðsynlegri innviðauppbyggingu. 15. september 2022 11:58 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Forsætisráðherra segir réttlætismál að greitt sé útsvar af fjármagnstekjum Forsætisráðherra segir réttlætismál að þeir sem einungis hafi fjármagnstekjur greiði útsvar til sveitarfélaga. Á næsta ári verði helsta verkefnið að draga úr verðbólgu og styrkja um leið og verja almannaþjónustuna, almannatryggingakerfið og húsnæðismarkaðinn. 16. september 2022 12:17
Bjarni segir markmið fjárlaga að styðja heimilin og vinna gegn verðbólgu Fjármálaráðherra segir markmið fjárlagafrumvarps næsta árs að styðja við heimilin í landinu, vinna gegn verðbólgu og byggja upp styrk ríkissjóðs. Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir aukna flata skattheimtu fyrst og fremst bitna á þeim tekjulægstu og halda aftur að nauðsynlegri innviðauppbyggingu. 15. september 2022 11:58