Karlmaður sem beit dyravörð undi ekki dómnum eftir allt saman Bjarki Sigurðsson skrifar 16. september 2022 16:30 Landsréttur vísaði áfrýjun mannsins frá. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem í fyrra var dæmdur í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að bíta dyravörð hætti við að una dómnum nokkrum dögum eftir því að dómurinn var birtur honum. Áfrýjun mannsins var vísað frá í Landsrétti. Í mars árið 2021 var maðurinn dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa bitið dyravörð í vinstri upphandlegg svo dyravörðurinn hlaut opið sár. Dyravörðurinn var að reyna að vísa manninum út þegar hann var bitinn. Kvartað hafði verið yfir honum á veitingastað í Reykjavík og ætluðu dyraverðir staðarins að henda honum út. Þá kom til átaka milli þeirra og beit maðurinn einn dyravarðanna. Í kjölfar bitsins var maðurinn handtekinn og færður í fangageymslu þar til daginn eftir. Kvaðst einungis hafa nartað, ekki bitið Við skýrslutöku sagðist maðurinn hafa verið ósáttur með afskipti dyravarðanna og brugðist illa við því. Hann kannaðist ekki við að hafa bitið manninn en viðurkenndi að hann „nartaði rétt í hann“. Að öðru leiti vildi hann ekki tjá sig um bitið. Fyrir dómi útskýrði hann bitið aðeins nánar og sagðist aftur einungis hafa rétt nartað í handlegg mannsins. Hann hafi alls ekki læst eða bitið tönnunum og rétt snert dyravörðinn. Sem fyrr segir var maðurinn dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir bitið. Hann var ekki viðstaddur uppkvaðningu dóms og var hann því birtur honum rúmlega tveimur vikum síðar. Undi dómnum en hætti síðan við Er dómurinn var birtur honum skrifaði hann undir blað sem á stóð „Ég uni dómi” en blaðið var einnig undirritað af birtingarmanni og fært með stimpli á endurrit dómsins. Stuttu síðar lýsti verjandi mannsins yfir því við ríkissaksóknara að hann hafi ákveðið að áfrýja dómnum. Ríkissaksóknari svaraði því erindi og sagði að árásarmaðurinn hafi með undirskrift sinni fallið frá rétti sínum til áfrýjunar. Verjandi hans ítrekaði kröfu sína og gaf ríkissaksóknari í kjölfarið út áfrýjunarstefnu en krafðist þess að málinu yrði vísað frá Landsrétti. Landsréttur varð við kröfu ríkissaksóknara og vísaði áfrýjuninni frá. Rétturinn taldi að maðurinn hafði ekki hnekkt því sem fram kæmi í birtingarvottorðinu og því hafi hann í raun og veru afsalað rétti sínum til málskots. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Í mars árið 2021 var maðurinn dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa bitið dyravörð í vinstri upphandlegg svo dyravörðurinn hlaut opið sár. Dyravörðurinn var að reyna að vísa manninum út þegar hann var bitinn. Kvartað hafði verið yfir honum á veitingastað í Reykjavík og ætluðu dyraverðir staðarins að henda honum út. Þá kom til átaka milli þeirra og beit maðurinn einn dyravarðanna. Í kjölfar bitsins var maðurinn handtekinn og færður í fangageymslu þar til daginn eftir. Kvaðst einungis hafa nartað, ekki bitið Við skýrslutöku sagðist maðurinn hafa verið ósáttur með afskipti dyravarðanna og brugðist illa við því. Hann kannaðist ekki við að hafa bitið manninn en viðurkenndi að hann „nartaði rétt í hann“. Að öðru leiti vildi hann ekki tjá sig um bitið. Fyrir dómi útskýrði hann bitið aðeins nánar og sagðist aftur einungis hafa rétt nartað í handlegg mannsins. Hann hafi alls ekki læst eða bitið tönnunum og rétt snert dyravörðinn. Sem fyrr segir var maðurinn dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir bitið. Hann var ekki viðstaddur uppkvaðningu dóms og var hann því birtur honum rúmlega tveimur vikum síðar. Undi dómnum en hætti síðan við Er dómurinn var birtur honum skrifaði hann undir blað sem á stóð „Ég uni dómi” en blaðið var einnig undirritað af birtingarmanni og fært með stimpli á endurrit dómsins. Stuttu síðar lýsti verjandi mannsins yfir því við ríkissaksóknara að hann hafi ákveðið að áfrýja dómnum. Ríkissaksóknari svaraði því erindi og sagði að árásarmaðurinn hafi með undirskrift sinni fallið frá rétti sínum til áfrýjunar. Verjandi hans ítrekaði kröfu sína og gaf ríkissaksóknari í kjölfarið út áfrýjunarstefnu en krafðist þess að málinu yrði vísað frá Landsrétti. Landsréttur varð við kröfu ríkissaksóknara og vísaði áfrýjuninni frá. Rétturinn taldi að maðurinn hafði ekki hnekkt því sem fram kæmi í birtingarvottorðinu og því hafi hann í raun og veru afsalað rétti sínum til málskots.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira