Karlmaður sem beit dyravörð undi ekki dómnum eftir allt saman Bjarki Sigurðsson skrifar 16. september 2022 16:30 Landsréttur vísaði áfrýjun mannsins frá. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem í fyrra var dæmdur í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að bíta dyravörð hætti við að una dómnum nokkrum dögum eftir því að dómurinn var birtur honum. Áfrýjun mannsins var vísað frá í Landsrétti. Í mars árið 2021 var maðurinn dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa bitið dyravörð í vinstri upphandlegg svo dyravörðurinn hlaut opið sár. Dyravörðurinn var að reyna að vísa manninum út þegar hann var bitinn. Kvartað hafði verið yfir honum á veitingastað í Reykjavík og ætluðu dyraverðir staðarins að henda honum út. Þá kom til átaka milli þeirra og beit maðurinn einn dyravarðanna. Í kjölfar bitsins var maðurinn handtekinn og færður í fangageymslu þar til daginn eftir. Kvaðst einungis hafa nartað, ekki bitið Við skýrslutöku sagðist maðurinn hafa verið ósáttur með afskipti dyravarðanna og brugðist illa við því. Hann kannaðist ekki við að hafa bitið manninn en viðurkenndi að hann „nartaði rétt í hann“. Að öðru leiti vildi hann ekki tjá sig um bitið. Fyrir dómi útskýrði hann bitið aðeins nánar og sagðist aftur einungis hafa rétt nartað í handlegg mannsins. Hann hafi alls ekki læst eða bitið tönnunum og rétt snert dyravörðinn. Sem fyrr segir var maðurinn dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir bitið. Hann var ekki viðstaddur uppkvaðningu dóms og var hann því birtur honum rúmlega tveimur vikum síðar. Undi dómnum en hætti síðan við Er dómurinn var birtur honum skrifaði hann undir blað sem á stóð „Ég uni dómi” en blaðið var einnig undirritað af birtingarmanni og fært með stimpli á endurrit dómsins. Stuttu síðar lýsti verjandi mannsins yfir því við ríkissaksóknara að hann hafi ákveðið að áfrýja dómnum. Ríkissaksóknari svaraði því erindi og sagði að árásarmaðurinn hafi með undirskrift sinni fallið frá rétti sínum til áfrýjunar. Verjandi hans ítrekaði kröfu sína og gaf ríkissaksóknari í kjölfarið út áfrýjunarstefnu en krafðist þess að málinu yrði vísað frá Landsrétti. Landsréttur varð við kröfu ríkissaksóknara og vísaði áfrýjuninni frá. Rétturinn taldi að maðurinn hafði ekki hnekkt því sem fram kæmi í birtingarvottorðinu og því hafi hann í raun og veru afsalað rétti sínum til málskots. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
Í mars árið 2021 var maðurinn dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa bitið dyravörð í vinstri upphandlegg svo dyravörðurinn hlaut opið sár. Dyravörðurinn var að reyna að vísa manninum út þegar hann var bitinn. Kvartað hafði verið yfir honum á veitingastað í Reykjavík og ætluðu dyraverðir staðarins að henda honum út. Þá kom til átaka milli þeirra og beit maðurinn einn dyravarðanna. Í kjölfar bitsins var maðurinn handtekinn og færður í fangageymslu þar til daginn eftir. Kvaðst einungis hafa nartað, ekki bitið Við skýrslutöku sagðist maðurinn hafa verið ósáttur með afskipti dyravarðanna og brugðist illa við því. Hann kannaðist ekki við að hafa bitið manninn en viðurkenndi að hann „nartaði rétt í hann“. Að öðru leiti vildi hann ekki tjá sig um bitið. Fyrir dómi útskýrði hann bitið aðeins nánar og sagðist aftur einungis hafa rétt nartað í handlegg mannsins. Hann hafi alls ekki læst eða bitið tönnunum og rétt snert dyravörðinn. Sem fyrr segir var maðurinn dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir bitið. Hann var ekki viðstaddur uppkvaðningu dóms og var hann því birtur honum rúmlega tveimur vikum síðar. Undi dómnum en hætti síðan við Er dómurinn var birtur honum skrifaði hann undir blað sem á stóð „Ég uni dómi” en blaðið var einnig undirritað af birtingarmanni og fært með stimpli á endurrit dómsins. Stuttu síðar lýsti verjandi mannsins yfir því við ríkissaksóknara að hann hafi ákveðið að áfrýja dómnum. Ríkissaksóknari svaraði því erindi og sagði að árásarmaðurinn hafi með undirskrift sinni fallið frá rétti sínum til áfrýjunar. Verjandi hans ítrekaði kröfu sína og gaf ríkissaksóknari í kjölfarið út áfrýjunarstefnu en krafðist þess að málinu yrði vísað frá Landsrétti. Landsréttur varð við kröfu ríkissaksóknara og vísaði áfrýjuninni frá. Rétturinn taldi að maðurinn hafði ekki hnekkt því sem fram kæmi í birtingarvottorðinu og því hafi hann í raun og veru afsalað rétti sínum til málskots.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira