Flugu farandfólki óvænt til Martha's Vineyard Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2022 09:19 Hópur farandfólks og innflytjenda frá Venesúela í Martha's Vineyard. AP/Ray Ewing Ríkisstjórar Texas og Arizona í Bandaríkjunum, sem eru Repúblikanar, hafa um mánaða skeið sent farandfólk með rútum til borga í Bandaríkjunum, án þess að láta Demókratana sem stjórna þar vita. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, tók þetta skrefinu lengra á dögunum og flaug um fimmtíu manneskjum frá Texast til Martha‘s Vineyard í Massachusetts. Elizabeth Folcarelli, yfirmaður góðgerðarsamtaka og neyðarskýlis í Martha‘s Vineyard, sagði AP fréttaveitunni að 48 farandmenn og konur frá Venesúela hefðu mætt óvænt á skrifstofu hennar og með bæklinga sem vísuðu á samtök hennar. „Þeim var sagt að þeirra biðu störf og húsnæði,“ sagði Folcarelli. Hún sagði óvænta komu fólksins hafa tekið á fyrir hennar smáu starfsemi en samfélagið hafi komið saman og aðstoðað fólkið eftir bestu getu. Þau hafi fengið húsnæði, mat, læknisaðstoð og aðstoð varðandi hvaða valkosti þau standa frammi fyrir. DeSantis hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla vestanhafs en Washington Post segir frá því að á fjáröflun í síðustu viku hafi ríkisstjórinn gantast með það að ríkisþing Flórída hefði sett tólf milljónir dala í sjóð sem nota ætti til að flytja farandfólk og innflytjendur. Repúblikanar í Bandaríkjunum vilja með þessu mótmæla landamærastefnu Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. „Ég er með þessa peninga. Ég vil hjálpa. Kannski förum við til Texas og hjálpum. Kannski sendum við þau til Chicago, Hollywood, Martha‘s Vineyard. Hver veit?“ sagði DeSantis við fagnaðarlæti þeirra sem voru á fundinum. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, þykir líklegur til að bjóða sig fram til forseta fyrir kosingarnar 2024 en hefur ekki vijlað segja af eða á hingað til. Það hefur Donald Trump, fyrrverandi forseti, ekki gert heldur.AP/Luis Santana Eins og áður hafa ríkisstjórar Texas og Arizona ítrekað sent fólk með rútum til ríkja eins og Kaliforníu og New York. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, sendi frá sér tilkynningu í gær að ríkisstjórn Biden hefði hunsað það neyðarástand sem ríkt hafi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó sem hafi ógnað almenningi í Texas. Abbott hefur varið gífurlegu opinberu fjármagni í flutningana og það að gera innflytjendamál að pólitísku deilumáli fyrir komandi þingkosningar í nóvember. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur beðið dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um að rannsaka hvort fólksflutningar Repúblikana í pólitískum tilgangi brjóti ekki lög. „Að flytja fjölskyldur, og þar á meðal börn, milli ríkja á fölskum forsendum er forkastanlegt, en það er einnig mögulega ólöglegt,“ sagði Newsom í bréfi til ráðuneytisins, sem hann birti einnig á Twitter. Newsom sagði að einhverjir af þeim sem hefðu verið sendir til Martha‘s Vineyard hefðu staðið í þeirri trú að verið væri að senda þau til Boston og að þeim hefði verið sagt að þar myndu þau fá atvinnuleyfi. What @GovRonDeSantis and @GregAbbott_TX are doing isn t clever, it s cruel.I m formally requesting the DOJ begin an immediate investigation into these inhumane efforts to use kids as political pawns. pic.twitter.com/x2sBa06nSw— Gavin Newsom (@GavinNewsom) September 15, 2022 Bandaríkin Flóttamenn Tengdar fréttir Fundu 46 lík í yfirgefnum flutningabíl í Texas Að minnsta kosti 46 lík fundust í yfirgefnum flutningabíl fyrir utan borgina San Antonio í Texas í gær. Svo virðist sem um hælisleitendur sé að ræða en sextán voru enn á lífi þegar lögreglumenn opnuðu bifreiðina. 28. júní 2022 07:11 Stakk upp á að skjóta eldflaugum á Mexíkó Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, stakk upp á því við Mark Esper, fyrrverandi varnarmálaráðherra, að her Bandaríkjanna gæti skotið eldflaugum á Mexíkó. Þannig væri hægt að þurrka út fíkniefnaframleiðendur Mexíkó og verksmiðjur þeirra. 5. maí 2022 22:14 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Elizabeth Folcarelli, yfirmaður góðgerðarsamtaka og neyðarskýlis í Martha‘s Vineyard, sagði AP fréttaveitunni að 48 farandmenn og konur frá Venesúela hefðu mætt óvænt á skrifstofu hennar og með bæklinga sem vísuðu á samtök hennar. „Þeim var sagt að þeirra biðu störf og húsnæði,“ sagði Folcarelli. Hún sagði óvænta komu fólksins hafa tekið á fyrir hennar smáu starfsemi en samfélagið hafi komið saman og aðstoðað fólkið eftir bestu getu. Þau hafi fengið húsnæði, mat, læknisaðstoð og aðstoð varðandi hvaða valkosti þau standa frammi fyrir. DeSantis hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla vestanhafs en Washington Post segir frá því að á fjáröflun í síðustu viku hafi ríkisstjórinn gantast með það að ríkisþing Flórída hefði sett tólf milljónir dala í sjóð sem nota ætti til að flytja farandfólk og innflytjendur. Repúblikanar í Bandaríkjunum vilja með þessu mótmæla landamærastefnu Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. „Ég er með þessa peninga. Ég vil hjálpa. Kannski förum við til Texas og hjálpum. Kannski sendum við þau til Chicago, Hollywood, Martha‘s Vineyard. Hver veit?“ sagði DeSantis við fagnaðarlæti þeirra sem voru á fundinum. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, þykir líklegur til að bjóða sig fram til forseta fyrir kosingarnar 2024 en hefur ekki vijlað segja af eða á hingað til. Það hefur Donald Trump, fyrrverandi forseti, ekki gert heldur.AP/Luis Santana Eins og áður hafa ríkisstjórar Texas og Arizona ítrekað sent fólk með rútum til ríkja eins og Kaliforníu og New York. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, sendi frá sér tilkynningu í gær að ríkisstjórn Biden hefði hunsað það neyðarástand sem ríkt hafi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó sem hafi ógnað almenningi í Texas. Abbott hefur varið gífurlegu opinberu fjármagni í flutningana og það að gera innflytjendamál að pólitísku deilumáli fyrir komandi þingkosningar í nóvember. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur beðið dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um að rannsaka hvort fólksflutningar Repúblikana í pólitískum tilgangi brjóti ekki lög. „Að flytja fjölskyldur, og þar á meðal börn, milli ríkja á fölskum forsendum er forkastanlegt, en það er einnig mögulega ólöglegt,“ sagði Newsom í bréfi til ráðuneytisins, sem hann birti einnig á Twitter. Newsom sagði að einhverjir af þeim sem hefðu verið sendir til Martha‘s Vineyard hefðu staðið í þeirri trú að verið væri að senda þau til Boston og að þeim hefði verið sagt að þar myndu þau fá atvinnuleyfi. What @GovRonDeSantis and @GregAbbott_TX are doing isn t clever, it s cruel.I m formally requesting the DOJ begin an immediate investigation into these inhumane efforts to use kids as political pawns. pic.twitter.com/x2sBa06nSw— Gavin Newsom (@GavinNewsom) September 15, 2022
Bandaríkin Flóttamenn Tengdar fréttir Fundu 46 lík í yfirgefnum flutningabíl í Texas Að minnsta kosti 46 lík fundust í yfirgefnum flutningabíl fyrir utan borgina San Antonio í Texas í gær. Svo virðist sem um hælisleitendur sé að ræða en sextán voru enn á lífi þegar lögreglumenn opnuðu bifreiðina. 28. júní 2022 07:11 Stakk upp á að skjóta eldflaugum á Mexíkó Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, stakk upp á því við Mark Esper, fyrrverandi varnarmálaráðherra, að her Bandaríkjanna gæti skotið eldflaugum á Mexíkó. Þannig væri hægt að þurrka út fíkniefnaframleiðendur Mexíkó og verksmiðjur þeirra. 5. maí 2022 22:14 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Fundu 46 lík í yfirgefnum flutningabíl í Texas Að minnsta kosti 46 lík fundust í yfirgefnum flutningabíl fyrir utan borgina San Antonio í Texas í gær. Svo virðist sem um hælisleitendur sé að ræða en sextán voru enn á lífi þegar lögreglumenn opnuðu bifreiðina. 28. júní 2022 07:11
Stakk upp á að skjóta eldflaugum á Mexíkó Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, stakk upp á því við Mark Esper, fyrrverandi varnarmálaráðherra, að her Bandaríkjanna gæti skotið eldflaugum á Mexíkó. Þannig væri hægt að þurrka út fíkniefnaframleiðendur Mexíkó og verksmiðjur þeirra. 5. maí 2022 22:14