Dæmi um fjármálamisferli hjá jamaíska sambandinu Valur Páll Eiríksson skrifar 16. september 2022 08:01 Heimir tekur líklega formlega við Jamaíku í dag. Vísir/Getty Strembnar vinnuaðstæður kunna að taka við Heimi Hallgrímssyni þegar hann tekur við sem landsliðsþjálfari Jamaíku. Ámælisverð fjármálastjórn hefur loðað við knattspyrnusambandið í landinu. Sambandið hefur sætt gagnrýni frá leikmönnum liðsins og blandaði dóttir söngvarans sáluga Bobs Marley sér í málið í vikunni þar sem kallað var eftir samstöðu með Andre Blake, markverði og fyrirliða liðsins. Hann er ekki í nýjasta landsliðshópnum eftir að hafa gagnrýnt stjórnarmenn hjá sambandinu. Þá tók töluverðan tíma að leysa harða launadeilu leikmanna og sambandsins í fyrra, þar sem litlu munaði að liðið þyrfti að gefa leiki í undankeppni HM. Klippa: Sportpakkinn: Heimir og sambandið „Það hefur verið örlítið vandamál í tengslum við laun leikmanna. Það má líklega rekja til samskiptaörðugleika og kannski rangrar ráðstöfunar fés. Fótbolti er á meðal þeirra íþrótta sem fær mest fé í Jamaíku jafnvel þó frjálsar íþróttir séu einnig ofarlega á lista,“ segir jamaíski íþróttafræðingurinn og þjálfarinn Pete Coley. „Fótbolti er vinsælasta íþróttin á Jamaíku og fótboltasambandið fær mest fé og það hafa verið vandamál og tilfelli þar sem fénu hefur ekki verið ráðstafað almennilega, sem má rekja til vandræða í samskiptum. Í fyrra komu upp vandamál sem voru á lokum leyst og liðið hélt áfram í undankeppni HM,“ segir hann um deiluna. Aðspurður um hvort spilling ríki í sambandinu segir hann: „Spilling (e. corruption) er kannski full sterkt orð. Ég myndi segja fjármálamisferli (e. misallocation of funds) þar sem ekki er verið að deila fé út á rétta staði á réttum tíma. Það má kannski segja að það sé eilítil spilling þegar litið er á fjármögnunina, til að mynda með styrktaraðila og fyrirtækin sem taka þátt. Í þeim tilfellum er yfirleitt hætta á slíku,“ segir Coley. Líkt og greint var frá í gær er gert ráð fyrir að Heimi Hallgrímsson verði tilkynntur sem nýr þjálfari Jamaíku í dag. Honum til aðstoðar verði Helgi Kolviðsson og Guðmundur Hreiðarsson, sem voru einnig í teymi hans með íslenska karlalandsliðið á sínum tíma. Jamaíka Íslendingar erlendis Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Sambandið hefur sætt gagnrýni frá leikmönnum liðsins og blandaði dóttir söngvarans sáluga Bobs Marley sér í málið í vikunni þar sem kallað var eftir samstöðu með Andre Blake, markverði og fyrirliða liðsins. Hann er ekki í nýjasta landsliðshópnum eftir að hafa gagnrýnt stjórnarmenn hjá sambandinu. Þá tók töluverðan tíma að leysa harða launadeilu leikmanna og sambandsins í fyrra, þar sem litlu munaði að liðið þyrfti að gefa leiki í undankeppni HM. Klippa: Sportpakkinn: Heimir og sambandið „Það hefur verið örlítið vandamál í tengslum við laun leikmanna. Það má líklega rekja til samskiptaörðugleika og kannski rangrar ráðstöfunar fés. Fótbolti er á meðal þeirra íþrótta sem fær mest fé í Jamaíku jafnvel þó frjálsar íþróttir séu einnig ofarlega á lista,“ segir jamaíski íþróttafræðingurinn og þjálfarinn Pete Coley. „Fótbolti er vinsælasta íþróttin á Jamaíku og fótboltasambandið fær mest fé og það hafa verið vandamál og tilfelli þar sem fénu hefur ekki verið ráðstafað almennilega, sem má rekja til vandræða í samskiptum. Í fyrra komu upp vandamál sem voru á lokum leyst og liðið hélt áfram í undankeppni HM,“ segir hann um deiluna. Aðspurður um hvort spilling ríki í sambandinu segir hann: „Spilling (e. corruption) er kannski full sterkt orð. Ég myndi segja fjármálamisferli (e. misallocation of funds) þar sem ekki er verið að deila fé út á rétta staði á réttum tíma. Það má kannski segja að það sé eilítil spilling þegar litið er á fjármögnunina, til að mynda með styrktaraðila og fyrirtækin sem taka þátt. Í þeim tilfellum er yfirleitt hætta á slíku,“ segir Coley. Líkt og greint var frá í gær er gert ráð fyrir að Heimi Hallgrímsson verði tilkynntur sem nýr þjálfari Jamaíku í dag. Honum til aðstoðar verði Helgi Kolviðsson og Guðmundur Hreiðarsson, sem voru einnig í teymi hans með íslenska karlalandsliðið á sínum tíma.
Jamaíka Íslendingar erlendis Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn