„Þetta var frábær leikur og við spiluðum mjög vel. Ég hefði verið til í að vinna stærri sigur þar sem við slökuðum full mikið á í seinni hálfleik. Við hefðum getað nýtt síðustu tíu mínúturnar betur,“ sagði Hrannar Guðmundsson og hélt áfram.
„Þetta var góður sigur gegn Fram sem er frábært lið. Fram er með landsliðskonur og ungar og efnilegar stelpur sem hafa unnið titla þannig að þetta var geggjaður sigur.“
Stjarnan spilaði frábæra vörn í fyrri hálfleik. Á tuttugu og fimm mínútum skoraði Fram aðeins fjögur mörk.
„Við greindum Fram í þaula og ég ætlaði ekki að tapa þessum leik og við spiluðum ógeðslega vel í þessum leik.“
Hrannar viðurkenndi að níu marka tap gegn Fram í Ragnarsmótinu hafði setið aðeins í honum.
„Já tapið í Ragnarsmótinu sat í okkur. Fram valtaði yfir okkur þar svo auðvitað sat það í okkur,“ sagði Hrannar Guðmundsson að lokum.