Fyrstu plötur Jóhönnu Guðrúnar komnar á Spotify Elísabet Hanna skrifar 15. september 2022 12:30 Fyrstu plöturnar eru komnar á Spotify. Skjáskot/Instagram Fyrstu plötur Jóhönnu Guðrúnar eru komnar á Spotify. Netverjar virðast margir hverjir alsælir með viðbótina á streymisveituna og segjast upplifa nostalgíu við hlustunina. Jóhanna var aðeins tíu ára gömul þegar fyrsta platan hennar „Jóhanna Guðrún“ kom út, á sjálfan afmælisdaginn 16. október. Plöturnar: Jóhanna Guðrún, Ég sjálf, Jól með Jóhönnu Guðrúnu og Butterflies and Elvis eru plöturnar sem um ræðir. Fyrsta platan kom út árið 2000. Platan Butterflies and Elvis kom út þegar hún varð átján ára, árið 2008. Ári síðar keppti hún fyrir hönd Íslands í Eurovision þar sem hún flutti lagið „Is it true?“ og náði einum besta árangri okkar Íslendinga. Það gerði hún með því að enda í öðru sæti í keppninni. Lengi legið fyrir Í samtali við Vísi segir Jóhanna Guðrún að það hafi lengi legið fyrir að koma efninu inn á streymisveituna. „Þetta hafði í rauninni hefur ekkert með mig að gera því ég á ekki réttinn á þessu. María Björk og Hljóðsmiðjan eiga þetta og það hefur alltaf verið vilji frá þeirra hendi að setja þetta inn,“ segir hún. „Við vorum ekkert að spá í þessu fyrr en ég byrjaði að fá skilaboð á Instagram að óska eftir þessu og þá fór ég að ýta á þetta,“ segir hún. „Það er líka gaman fyrir mig sjálfa að hlusta á þetta.“ Jóhanna Guðrún bætir því við að sá aldurshópur sem ólst upp við þessi lög eru mörg hver í barneignum í dag. Að þeim finnist gaman að geta hlustað á lögin, úr sinni æsku, með börnunum sínum. Góð viðbrögð Jóhanna Guðrún segist sjálf hafa fengið mikil og góð viðbrögð við útgáfunni í gegnum sína persónulegu samfélagsmiðla. Netverjar hafa einnig lýst yfir mikilli gleði opinberlega og sagði raunveruleikastjarnan Binni Glee meðal annars: „Omg loksins komið á Spotify.“ @emblahalldors JG að hjalpa mer i gegnum ástarsorg 2009 hann svaraði ekki heimasímanum í 2 daga #mundumig #firstbrakeup #youknowifyouknow Mundu mig - Jóhanna Guðrún & Páll Rósinkrans Binni Glee virðist upplifa nostalgíu við það að hlusta á plötuna.Skjáskot/Instagram Helgi Ómars er ánægður með viðbótina á Spotify.Skjáskot/Instagram Tónlist Spotify Tengdar fréttir Dóttir Jóhönnu Guðrúnar hlaut nafnið Jóhanna Guðrún Dóttir Jóhönnu Guðrúnar og Ólafs Friðriks Ólafssonar hefur nú hlotið nafnið Jóhanna Guðrún líkt og móðir sín en hún kom í heiminn þann 23. apríl síðastliðinn. 8. ágúst 2022 14:36 Jóhanna Guðrún birtir fyrstu myndina af dótturinni 17. maí 2022 10:53 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Plöturnar: Jóhanna Guðrún, Ég sjálf, Jól með Jóhönnu Guðrúnu og Butterflies and Elvis eru plöturnar sem um ræðir. Fyrsta platan kom út árið 2000. Platan Butterflies and Elvis kom út þegar hún varð átján ára, árið 2008. Ári síðar keppti hún fyrir hönd Íslands í Eurovision þar sem hún flutti lagið „Is it true?“ og náði einum besta árangri okkar Íslendinga. Það gerði hún með því að enda í öðru sæti í keppninni. Lengi legið fyrir Í samtali við Vísi segir Jóhanna Guðrún að það hafi lengi legið fyrir að koma efninu inn á streymisveituna. „Þetta hafði í rauninni hefur ekkert með mig að gera því ég á ekki réttinn á þessu. María Björk og Hljóðsmiðjan eiga þetta og það hefur alltaf verið vilji frá þeirra hendi að setja þetta inn,“ segir hún. „Við vorum ekkert að spá í þessu fyrr en ég byrjaði að fá skilaboð á Instagram að óska eftir þessu og þá fór ég að ýta á þetta,“ segir hún. „Það er líka gaman fyrir mig sjálfa að hlusta á þetta.“ Jóhanna Guðrún bætir því við að sá aldurshópur sem ólst upp við þessi lög eru mörg hver í barneignum í dag. Að þeim finnist gaman að geta hlustað á lögin, úr sinni æsku, með börnunum sínum. Góð viðbrögð Jóhanna Guðrún segist sjálf hafa fengið mikil og góð viðbrögð við útgáfunni í gegnum sína persónulegu samfélagsmiðla. Netverjar hafa einnig lýst yfir mikilli gleði opinberlega og sagði raunveruleikastjarnan Binni Glee meðal annars: „Omg loksins komið á Spotify.“ @emblahalldors JG að hjalpa mer i gegnum ástarsorg 2009 hann svaraði ekki heimasímanum í 2 daga #mundumig #firstbrakeup #youknowifyouknow Mundu mig - Jóhanna Guðrún & Páll Rósinkrans Binni Glee virðist upplifa nostalgíu við það að hlusta á plötuna.Skjáskot/Instagram Helgi Ómars er ánægður með viðbótina á Spotify.Skjáskot/Instagram
Tónlist Spotify Tengdar fréttir Dóttir Jóhönnu Guðrúnar hlaut nafnið Jóhanna Guðrún Dóttir Jóhönnu Guðrúnar og Ólafs Friðriks Ólafssonar hefur nú hlotið nafnið Jóhanna Guðrún líkt og móðir sín en hún kom í heiminn þann 23. apríl síðastliðinn. 8. ágúst 2022 14:36 Jóhanna Guðrún birtir fyrstu myndina af dótturinni 17. maí 2022 10:53 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Dóttir Jóhönnu Guðrúnar hlaut nafnið Jóhanna Guðrún Dóttir Jóhönnu Guðrúnar og Ólafs Friðriks Ólafssonar hefur nú hlotið nafnið Jóhanna Guðrún líkt og móðir sín en hún kom í heiminn þann 23. apríl síðastliðinn. 8. ágúst 2022 14:36