„Þá verður allt vitlaust á Akranesi“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. september 2022 21:46 Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar Akraness segir mikla reiði í bænum. Vísir/Vilhelm Forseti bæjarstjórnar Akraness segir að það verði allt vitlaust í bænum, nái hugmyndir innviðaráðherra um gjaldtöku í jarðgöngum fram að ganga. Það gildi allt annað um Hvalfjarðargöngin en önnur göng, enda sé löngu búið að borga göngin upp. Valgarður L. Jónsson, forseti bæjarstjórnar ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag en aðdragandann má rekja til ályktunar bæjarstjórnar um fyrirhugaða innheimtu veggjalda í göngunum. Í ályktuninni kom meðal annars fram að fyrirhuguð gjaldtaka í Hvalfjarðargöngum væri svik við íbúa á Akranesi, sem og aðra þá sem keyra í gegnum göngin. Valgarður segir að það gildi hreinlega allt annað um Hvalfjarðargöngin en önnur göng. „Það er bara þannig að Hvalfjarðargöngin eru eina samgöngumannvirkið á Íslandi sem nú þegar er búið að greiða upp - einmitt með veggjöldum. Við greiddum veggjöld í þessi göng í tuttugu ár, til þess að greiða upp kostnaðinn við gerð þeirra eða við byggingu þeirra,“ segir Valgarður. Með orðinu „við“ eigi hann við alla notendur ganganna, ekki aðeins íbúa Akraness. Fullkomlega galin hugmynd Hann bætir við að ríkið hafi lengi staðið fyrir dýrum samgönguframkvæmdum víðsvegar um landið og nefnir tvöföldun á Reykjanesvegi sem dæmi. Engum hafi dottið í hug að innheimta veggjöld vegna þeirra framkvæmda. „Okkur Skagamönnum finnst þetta fullkomlega galin hugmynd að ætla að fara að innheimta gjald núna til þess að safna fyrir næstu göngum. Þetta er alveg fráleit hugsun,“ segir Valgarður. Hann segir að með því að innheimta eingöngu veggjöld í jarðgöngum sé einfaldlega verið að mismuna fólki eftir búsetu. Ef þetta verður niðurstaðan, hvað gerist þá? „Þá verður allt vitlaust á Akranesi, það er bara svoleiðis. Það er mikil reiði í bænum, maður verður alveg mjög mikið var við það. Og Skagamenn verða mjög reiðir ef þetta á að verða niðurstaðan. Ég ætla ekki að trúa því fyrr en ég tek á því að þetta verði að veruleika,“ bætir Valgarður við. Samgöngur Vegtollar Hvalfjarðargöng Akranes Vegagerð Byggðamál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Gjaldtaka hrein og bein svik við íbúa Akraness Bæjarstjórn Akraness mótmælir þeim fyrirætlunum innviðaráðherra að hefja gjaldtöku í Hvalfjarðargöngunum til að fjármagna ný Fjarðarheiðargöng. Þá gerir bæjarstjórnin alvarlega athugasemd við að árskort í strætó hafi hækkað um tæplega hundrað þúsund krónur án samráðs við bæjarfélagið. 14. september 2022 10:29 Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04 Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni. 11. júlí 2022 22:10 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Valgarður L. Jónsson, forseti bæjarstjórnar ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag en aðdragandann má rekja til ályktunar bæjarstjórnar um fyrirhugaða innheimtu veggjalda í göngunum. Í ályktuninni kom meðal annars fram að fyrirhuguð gjaldtaka í Hvalfjarðargöngum væri svik við íbúa á Akranesi, sem og aðra þá sem keyra í gegnum göngin. Valgarður segir að það gildi hreinlega allt annað um Hvalfjarðargöngin en önnur göng. „Það er bara þannig að Hvalfjarðargöngin eru eina samgöngumannvirkið á Íslandi sem nú þegar er búið að greiða upp - einmitt með veggjöldum. Við greiddum veggjöld í þessi göng í tuttugu ár, til þess að greiða upp kostnaðinn við gerð þeirra eða við byggingu þeirra,“ segir Valgarður. Með orðinu „við“ eigi hann við alla notendur ganganna, ekki aðeins íbúa Akraness. Fullkomlega galin hugmynd Hann bætir við að ríkið hafi lengi staðið fyrir dýrum samgönguframkvæmdum víðsvegar um landið og nefnir tvöföldun á Reykjanesvegi sem dæmi. Engum hafi dottið í hug að innheimta veggjöld vegna þeirra framkvæmda. „Okkur Skagamönnum finnst þetta fullkomlega galin hugmynd að ætla að fara að innheimta gjald núna til þess að safna fyrir næstu göngum. Þetta er alveg fráleit hugsun,“ segir Valgarður. Hann segir að með því að innheimta eingöngu veggjöld í jarðgöngum sé einfaldlega verið að mismuna fólki eftir búsetu. Ef þetta verður niðurstaðan, hvað gerist þá? „Þá verður allt vitlaust á Akranesi, það er bara svoleiðis. Það er mikil reiði í bænum, maður verður alveg mjög mikið var við það. Og Skagamenn verða mjög reiðir ef þetta á að verða niðurstaðan. Ég ætla ekki að trúa því fyrr en ég tek á því að þetta verði að veruleika,“ bætir Valgarður við.
Samgöngur Vegtollar Hvalfjarðargöng Akranes Vegagerð Byggðamál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Gjaldtaka hrein og bein svik við íbúa Akraness Bæjarstjórn Akraness mótmælir þeim fyrirætlunum innviðaráðherra að hefja gjaldtöku í Hvalfjarðargöngunum til að fjármagna ný Fjarðarheiðargöng. Þá gerir bæjarstjórnin alvarlega athugasemd við að árskort í strætó hafi hækkað um tæplega hundrað þúsund krónur án samráðs við bæjarfélagið. 14. september 2022 10:29 Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04 Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni. 11. júlí 2022 22:10 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Gjaldtaka hrein og bein svik við íbúa Akraness Bæjarstjórn Akraness mótmælir þeim fyrirætlunum innviðaráðherra að hefja gjaldtöku í Hvalfjarðargöngunum til að fjármagna ný Fjarðarheiðargöng. Þá gerir bæjarstjórnin alvarlega athugasemd við að árskort í strætó hafi hækkað um tæplega hundrað þúsund krónur án samráðs við bæjarfélagið. 14. september 2022 10:29
Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04
Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni. 11. júlí 2022 22:10