Ákærður fyrir að kyssa unglingsstúlku og ganga í skrokk á móður sinni Atli Ísleifsson skrifar 14. september 2022 11:06 Maðurinn er ákærður fyrir tilraun til manndráps, brot gegn valdstjórninni og kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri var í sumar ákærður fyrir að hafa kysst unglingsstúlku og tilraun til manndráps með því að hafa gengið illa í skrokk á móður sinni í Reykjavík. Aðalmeðferð fór fram í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í mánuðinum. Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa í apríl síðastliðnum veist með ofbeldi að móður sinni í íbúð í Reykjavík, með því að slegið hana ítrekað með krepptum hnefa í líkama, andlit og höfuð, sparkað í líkama hennar og ítrekað tekið hana hálstaki þannig að hún missti meðvitund. Í ákæru, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að móðirin hafi hlotið glóðarauga og áverka á hálsi, andliti, höfði, handleggjum, endi, fótlegg og brjóstkassa. Hafi maðurinn þannig ógnað lífi, heilsu og velferð móður sinnar. Deilt um hvort stúlkan og móðirin þyrftu að mæta manninum í dómsal Í ákæru segir einnig að maðurinn hafi ákærður fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa árið 2020 tekið utan um stúlku sem þá var fimmtán ára, kysst hana á hálsinn og reynt að kyssa hana á munninn. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður hafnað kröfum móðurinnar og stúlkunnar um að manninum yrði gert að víkja úr dómsal þegar þær gæfu skýrslu. Landsréttur sneri hins vegar að hluta við úrskurði héraðsdóms, þannig að manninum yrði gert að yfirgefa dómsal þegar unga konan gæfi skýrslu. Sambærilegri kröfu móðurinnar var þó hafnað og þurfti hún að mæta syni í dómsal, en aðalmeðferð í málinu fór fram fyrr í mánuðinum. Í úrskurðinum segir að stúlkan hafi greint sálfræðingi sínum frá því að fátt annað hafi komist að í huga hennar en meðferð málsins og að þurfa að bera vitni í dómsal að manninum viðstöddum. „Óttist hún viðbrögð hans við vitnisburði hennar. Málið hvíli þungt á henni og mikil streita og einkenni kvíða og depurðar hafi komið fram í viðtölum og svörum,“ segir í úrskurði Landsréttar sem féllst á kröfuna stúlkunnar. Hefur áður ráðist á föður sinn Maðurinn er auk þess ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hafa í lögreglubíl í mars síðastliðinn hótað lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra lífláti þegar verið var að keyra hann úr Skeifunni í Reykjavík og niður á lögreglustöð. Maðurinn hefur áður verið sakfelldur fyrir ofbeldisbrot, meðal annars gagnvart föður sínum, og fyrir brot gegn valdstjórninni. Maðurinn var á sínum tíma úrskurðaður í gæsluvarðhald, en það var mat lögreglu að mikil hætta væri almennri ofbeldishegðun mannsins og að líklegir brotaþolar væru taldir foreldrar hans, lögreglumenn, starfsfólk í heilbrigðisþjónustu/félagsþjónustu og almennir borgarar. Dómsmál Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Aðalmeðferð fór fram í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í mánuðinum. Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa í apríl síðastliðnum veist með ofbeldi að móður sinni í íbúð í Reykjavík, með því að slegið hana ítrekað með krepptum hnefa í líkama, andlit og höfuð, sparkað í líkama hennar og ítrekað tekið hana hálstaki þannig að hún missti meðvitund. Í ákæru, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að móðirin hafi hlotið glóðarauga og áverka á hálsi, andliti, höfði, handleggjum, endi, fótlegg og brjóstkassa. Hafi maðurinn þannig ógnað lífi, heilsu og velferð móður sinnar. Deilt um hvort stúlkan og móðirin þyrftu að mæta manninum í dómsal Í ákæru segir einnig að maðurinn hafi ákærður fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa árið 2020 tekið utan um stúlku sem þá var fimmtán ára, kysst hana á hálsinn og reynt að kyssa hana á munninn. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður hafnað kröfum móðurinnar og stúlkunnar um að manninum yrði gert að víkja úr dómsal þegar þær gæfu skýrslu. Landsréttur sneri hins vegar að hluta við úrskurði héraðsdóms, þannig að manninum yrði gert að yfirgefa dómsal þegar unga konan gæfi skýrslu. Sambærilegri kröfu móðurinnar var þó hafnað og þurfti hún að mæta syni í dómsal, en aðalmeðferð í málinu fór fram fyrr í mánuðinum. Í úrskurðinum segir að stúlkan hafi greint sálfræðingi sínum frá því að fátt annað hafi komist að í huga hennar en meðferð málsins og að þurfa að bera vitni í dómsal að manninum viðstöddum. „Óttist hún viðbrögð hans við vitnisburði hennar. Málið hvíli þungt á henni og mikil streita og einkenni kvíða og depurðar hafi komið fram í viðtölum og svörum,“ segir í úrskurði Landsréttar sem féllst á kröfuna stúlkunnar. Hefur áður ráðist á föður sinn Maðurinn er auk þess ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hafa í lögreglubíl í mars síðastliðinn hótað lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra lífláti þegar verið var að keyra hann úr Skeifunni í Reykjavík og niður á lögreglustöð. Maðurinn hefur áður verið sakfelldur fyrir ofbeldisbrot, meðal annars gagnvart föður sínum, og fyrir brot gegn valdstjórninni. Maðurinn var á sínum tíma úrskurðaður í gæsluvarðhald, en það var mat lögreglu að mikil hætta væri almennri ofbeldishegðun mannsins og að líklegir brotaþolar væru taldir foreldrar hans, lögreglumenn, starfsfólk í heilbrigðisþjónustu/félagsþjónustu og almennir borgarar.
Dómsmál Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira