Fyrri stiklan sem sýnd var í fyrra fjallaði um það að Kratos og Atreus/Loki ætluðu sér að leita að Tý, sem ku vera týndur. Þessi stikla snýr meira að sögu leiksins og átökum þeirra feðga við norræna guði.
Leikurinn kemur út þann níunda nóvember.
Auk þess sýndi Sony stiklu fyrir nýja og sérstaka God of War fjarstýringu.
Stikla God of War var sýnd á State of Play-sýningu Sony í gærkvöldi og voru fjölmargar aðra stiklur birtar í gær. Þær má sjá hér að neðan.