Málið sé yfirgripsmeira en nokkur bjóst við Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. september 2022 22:05 Inga Sæland er formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir stjórn flokksins harmi slegna og sorgmædda vegna frásagna kvenna innan flokksins sem lýst hafa lítilsvirðandi framkomu í sinn garð og í sumum tilfellum kynferðislegri áreitni. Mennirnir sem ásakanirnar beinast að ætla að fara fram á lögreglurannsókn á málinu. Inga fagnar því, og segir málið afar yfirgripsmikið. Þær Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, sem allar hafa starfað í Flokki fólksins á Akureyri, hafa nú stigið fram og lýst lítilsvirðandi framkomu í sinn garð og í sumum tilfellum kynferðislegri áreitni. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið í dag: Gríðarlega yfirgripsmikið Í viðtali við fréttastofu RÚV í kvöld sagði Inga, sem þá hafði tekið sér hlé frá fundi með stjórn flokksins vegna málsins, að um væri að ræða afar yfirgripsmikið mál. „Við erum í raun öll bara ofsalega sorgmædd og harmi slegin. Það er bara ömurlegt að vera komin í þessa stöðu, að þurfa að vera að fjalla um svona lagað þegar við unnum stórkostlegan sigur á Akureyri. Það var mikil gleði og væntingar, eins og fólk vildi og þau gerðu, tóku saman höndum og voru alveg frábær,“ sagði Inga í samtali við Ríkisútvarpið. Fréttastofa hefur ekki náð í Ingu í kvöld, en í samtali við RÚV sagði hún að ekki yrði tekin ákvörðun um hvort vísa ætti mönnunum sem ásakanirnar beinast að úr flokknum. „Þetta er mjög yfirgripsmikið, við erum með gríðarlegt magn af allskonar tölvupóstsendingum og furðulegheitum sem við eigum eftir að fara yfir. Eitt er alveg víst, að við munum alltaf standa með þolendum ef það er niðurstaðan.“ Gott að fá lögreglu að málinu Hjá RÚV kom einnig fram að Jón Hjaltason, sem skipaði þriðja sæti á lista flokksins á Akureyri, myndi ásamt oddvitanum Brynjólfi Ingvarssyni, fara fram á lögreglurannsókn á ásökunum kvennanna. Inga segir það hið besta mál. „Þá geta þessar konur tvær, sem sérstaklega urðu fyrir þessu áreiti, þá munu þær væntanlega stíga fram og fylgja því eftir. En það hefur hvergi komið fram að það hafi verið Jón Hjaltason sem var með kynferðislegt áreiti eða neitt slíkt, og við höfum aldrei gefið það út. Aldrei nokkurn tímann,“ segir Inga, sem telur frásagnir kvennanna trúverðugar. Hún átti ekki von á því að niðurstaða næðist í málinu í kvöld, og sagði að málið hverfðist ekki eingöngu um þá Jón og Brynjólf. Hún vildi þó ekki, að svo stöddu, segja frá því hverjir fleiri ættu hlut að málinu, sem væri umfangsmeira en nokkurn hefði grunað. „Auðvitað hafa fleiri í hópnum fundið fyrir vanlíðan og kvíða. Kvíða fyrir því að opna póstinn sinn á morgnana, þannig þetta er búið að skapa mikla vanlíðan, og miklu lengur en maður hefur gert sér grein fyrir. Ég gerði mér enga grein fyrir að það væri búin að vera svona langvarandi vanlíðan.“ Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Flokkur fólksins Akureyri MeToo Tengdar fréttir Hafna alfarið ásökunum um einelti og kynferðislegt áreiti Atburðarásin hefur verið hröð í röðum Flokks fólksins í morgun og virðist starf flokksins á Akureyri í algjöru uppnámi. Jón Hjaltason sem skipar þriðja sæti listans segir ásakanir sem fram hafa komið í morgun mannorðsskemmandi og tilhæfulausar. 13. september 2022 12:53 Þrjár konur í Flokki fólksins stíga fram og lýsa óásættanlegri framkomu í sinn garð Þær Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, sem allar hafa starfað í Flokki fólksins á Akureyri, hafa nú stigið fram og lýst lítilsvirðandi framkomu í sinn garð og í sumum tilfellum kynferðislegri áreitni. 13. september 2022 10:52 Kvenleiðtogar Flokks fólksins sagðir sæta niðrandi og fyrirlitlegri framkomu Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður Flokks fólksins, telur sig knúinn til að óska eftir stjórnarfundi þar sem hann vill að teknar verði fyrir ásakanir um andlegt ofbeldi og kynferðislegt áreiti sem kvenleiðtogar Flokks fólksins á Akureyri hafa mátt þola. 13. september 2022 09:55 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira
Þær Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, sem allar hafa starfað í Flokki fólksins á Akureyri, hafa nú stigið fram og lýst lítilsvirðandi framkomu í sinn garð og í sumum tilfellum kynferðislegri áreitni. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið í dag: Gríðarlega yfirgripsmikið Í viðtali við fréttastofu RÚV í kvöld sagði Inga, sem þá hafði tekið sér hlé frá fundi með stjórn flokksins vegna málsins, að um væri að ræða afar yfirgripsmikið mál. „Við erum í raun öll bara ofsalega sorgmædd og harmi slegin. Það er bara ömurlegt að vera komin í þessa stöðu, að þurfa að vera að fjalla um svona lagað þegar við unnum stórkostlegan sigur á Akureyri. Það var mikil gleði og væntingar, eins og fólk vildi og þau gerðu, tóku saman höndum og voru alveg frábær,“ sagði Inga í samtali við Ríkisútvarpið. Fréttastofa hefur ekki náð í Ingu í kvöld, en í samtali við RÚV sagði hún að ekki yrði tekin ákvörðun um hvort vísa ætti mönnunum sem ásakanirnar beinast að úr flokknum. „Þetta er mjög yfirgripsmikið, við erum með gríðarlegt magn af allskonar tölvupóstsendingum og furðulegheitum sem við eigum eftir að fara yfir. Eitt er alveg víst, að við munum alltaf standa með þolendum ef það er niðurstaðan.“ Gott að fá lögreglu að málinu Hjá RÚV kom einnig fram að Jón Hjaltason, sem skipaði þriðja sæti á lista flokksins á Akureyri, myndi ásamt oddvitanum Brynjólfi Ingvarssyni, fara fram á lögreglurannsókn á ásökunum kvennanna. Inga segir það hið besta mál. „Þá geta þessar konur tvær, sem sérstaklega urðu fyrir þessu áreiti, þá munu þær væntanlega stíga fram og fylgja því eftir. En það hefur hvergi komið fram að það hafi verið Jón Hjaltason sem var með kynferðislegt áreiti eða neitt slíkt, og við höfum aldrei gefið það út. Aldrei nokkurn tímann,“ segir Inga, sem telur frásagnir kvennanna trúverðugar. Hún átti ekki von á því að niðurstaða næðist í málinu í kvöld, og sagði að málið hverfðist ekki eingöngu um þá Jón og Brynjólf. Hún vildi þó ekki, að svo stöddu, segja frá því hverjir fleiri ættu hlut að málinu, sem væri umfangsmeira en nokkurn hefði grunað. „Auðvitað hafa fleiri í hópnum fundið fyrir vanlíðan og kvíða. Kvíða fyrir því að opna póstinn sinn á morgnana, þannig þetta er búið að skapa mikla vanlíðan, og miklu lengur en maður hefur gert sér grein fyrir. Ég gerði mér enga grein fyrir að það væri búin að vera svona langvarandi vanlíðan.“
Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Flokkur fólksins Akureyri MeToo Tengdar fréttir Hafna alfarið ásökunum um einelti og kynferðislegt áreiti Atburðarásin hefur verið hröð í röðum Flokks fólksins í morgun og virðist starf flokksins á Akureyri í algjöru uppnámi. Jón Hjaltason sem skipar þriðja sæti listans segir ásakanir sem fram hafa komið í morgun mannorðsskemmandi og tilhæfulausar. 13. september 2022 12:53 Þrjár konur í Flokki fólksins stíga fram og lýsa óásættanlegri framkomu í sinn garð Þær Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, sem allar hafa starfað í Flokki fólksins á Akureyri, hafa nú stigið fram og lýst lítilsvirðandi framkomu í sinn garð og í sumum tilfellum kynferðislegri áreitni. 13. september 2022 10:52 Kvenleiðtogar Flokks fólksins sagðir sæta niðrandi og fyrirlitlegri framkomu Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður Flokks fólksins, telur sig knúinn til að óska eftir stjórnarfundi þar sem hann vill að teknar verði fyrir ásakanir um andlegt ofbeldi og kynferðislegt áreiti sem kvenleiðtogar Flokks fólksins á Akureyri hafa mátt þola. 13. september 2022 09:55 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira
Hafna alfarið ásökunum um einelti og kynferðislegt áreiti Atburðarásin hefur verið hröð í röðum Flokks fólksins í morgun og virðist starf flokksins á Akureyri í algjöru uppnámi. Jón Hjaltason sem skipar þriðja sæti listans segir ásakanir sem fram hafa komið í morgun mannorðsskemmandi og tilhæfulausar. 13. september 2022 12:53
Þrjár konur í Flokki fólksins stíga fram og lýsa óásættanlegri framkomu í sinn garð Þær Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, sem allar hafa starfað í Flokki fólksins á Akureyri, hafa nú stigið fram og lýst lítilsvirðandi framkomu í sinn garð og í sumum tilfellum kynferðislegri áreitni. 13. september 2022 10:52
Kvenleiðtogar Flokks fólksins sagðir sæta niðrandi og fyrirlitlegri framkomu Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður Flokks fólksins, telur sig knúinn til að óska eftir stjórnarfundi þar sem hann vill að teknar verði fyrir ásakanir um andlegt ofbeldi og kynferðislegt áreiti sem kvenleiðtogar Flokks fólksins á Akureyri hafa mátt þola. 13. september 2022 09:55