Nýjar höfuðstöðvar Icelandair rísa á Flugvöllum í Hafnarfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 13. september 2022 20:40 Hópur starfsmanna úr ýmsum deildum Icelandair tók fyrstu skóflustungurnar. Egill Aðalsteinsson Fyrsta skóflustunga að nýjum höfuðstöðvum Icelandair í Hafnarfirði var tekin síðdegis. Forstjórinn vonast til að skoðað verði hvort gömlu skrifstofurnar á Reykjavíkurflugvelli geti hentað sem flugstöð. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá farþegaþotu Icelandair fljúga lágt yfir Vallahverfi í Hafnarfirði í sömu mund og forstjóri félagsins bauð gesti velkomna. Hann sagði svo fyrstu rafmagnsflugvél Íslendinga, sem birtist skömmu síðar, vera framtíðina. Nýjar höfuðstöðvar Icelandair rísa við þjálfunarsetur félagsins við götuna Flugvelli á Völlunum í Hafnarfirði. Fyrir miðri mynd má sjá hóp fólks saman kominn til að fagna fyrstu skóflustungunni.Egill Aðalsteinsson „En aftur að framtíðinni og húsnæðismálunum. Hér ætlum við að byggja eftirsóttasta og besta vinnustað landsins. Það er okkar markmið,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Bogi afhenti svo umsjónarmanni fasteigna félagsins, Jóhanni Úlfarssyni, skóflu sem starfsmenn í viðhaldsskýli Icelandair smíðuðu úr hlutum úr 757 þotu en skófluspaðinn, úr títan-málmi, er úr hreyfilblaði vélarinnar. Tók Jóhann fyrstu skóflustunguna ásamt hópi starfsmanna úr hinum ýmsu deildum. Nýju höfuðstöðvarnar rísa við þjálfunarsetur félagsins við götuna Flugvelli og verða í fimm þúsund fermetra viðbyggingu, sem áætlað er að verði tilbúin í árslok 2024. Útlitsmynd af nýjum höfuðstöðvum Icelandair.Icelandair Um leið flytur þetta langstærsta samgöngufyrirtæki landsins úr Reykjavík og úr gömlu Loftleiðabyggingunni, sem upphaflega átti að verða flugstöð. En gæti forstjóri Icelandair séð fyrir sér að gömlu höfuðstöðvarnar verði flugstöð? „Ég veit það nú ekki. En ég held að það liggi alveg fyrir, og allir eru sammála því, að það þarf að endurbæta flugstöðina á Reykjavíkurflugvelli, hvernig sem það verður gert. Hún er alls ekki boðleg, hvorki fyrir starfsfólk né farþega, eins og hún er í dag.“ Loftleiðabyggingunni á Reykjavíkurflugvelli var upphaflega ætlað að vera flugstöð.Vísir -En væri þetta ekki úrvalshús að leggja undir flugstöð? „Hugsanlega er þetta bara fínt hús og gæti hentað vel og það verða fasteignaeigendur og aðrir að skoða núna í framhaldinu. Vonandi horfa þeir á þann möguleika,“ svarar Bogi Nils. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað var um smíði Loftleiðabyggingarinnar í þessari frétt Stöðvar 2 fyrir fimm árum: Icelandair Hafnarfjörður Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flytja höfuðstöðvarnar frá Nauthólsvegi á Flugvelli Icelandair Group skrifaði í dag undir samning við fasteignafélagið Reiti um sölu á skrifstofuhúsnæði félagsins við Nauthólsveg 50. Söluverðið er tæplega 2,3 milljarðar króna, sem verður nýtt að hluta til uppgreiðslu láns sem er áhvílandi á fasteigninni og styrkja lausafjárstöðu félagsins. 30. desember 2020 20:27 Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. 21. apríl 2017 21:15 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá farþegaþotu Icelandair fljúga lágt yfir Vallahverfi í Hafnarfirði í sömu mund og forstjóri félagsins bauð gesti velkomna. Hann sagði svo fyrstu rafmagnsflugvél Íslendinga, sem birtist skömmu síðar, vera framtíðina. Nýjar höfuðstöðvar Icelandair rísa við þjálfunarsetur félagsins við götuna Flugvelli á Völlunum í Hafnarfirði. Fyrir miðri mynd má sjá hóp fólks saman kominn til að fagna fyrstu skóflustungunni.Egill Aðalsteinsson „En aftur að framtíðinni og húsnæðismálunum. Hér ætlum við að byggja eftirsóttasta og besta vinnustað landsins. Það er okkar markmið,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Bogi afhenti svo umsjónarmanni fasteigna félagsins, Jóhanni Úlfarssyni, skóflu sem starfsmenn í viðhaldsskýli Icelandair smíðuðu úr hlutum úr 757 þotu en skófluspaðinn, úr títan-málmi, er úr hreyfilblaði vélarinnar. Tók Jóhann fyrstu skóflustunguna ásamt hópi starfsmanna úr hinum ýmsu deildum. Nýju höfuðstöðvarnar rísa við þjálfunarsetur félagsins við götuna Flugvelli og verða í fimm þúsund fermetra viðbyggingu, sem áætlað er að verði tilbúin í árslok 2024. Útlitsmynd af nýjum höfuðstöðvum Icelandair.Icelandair Um leið flytur þetta langstærsta samgöngufyrirtæki landsins úr Reykjavík og úr gömlu Loftleiðabyggingunni, sem upphaflega átti að verða flugstöð. En gæti forstjóri Icelandair séð fyrir sér að gömlu höfuðstöðvarnar verði flugstöð? „Ég veit það nú ekki. En ég held að það liggi alveg fyrir, og allir eru sammála því, að það þarf að endurbæta flugstöðina á Reykjavíkurflugvelli, hvernig sem það verður gert. Hún er alls ekki boðleg, hvorki fyrir starfsfólk né farþega, eins og hún er í dag.“ Loftleiðabyggingunni á Reykjavíkurflugvelli var upphaflega ætlað að vera flugstöð.Vísir -En væri þetta ekki úrvalshús að leggja undir flugstöð? „Hugsanlega er þetta bara fínt hús og gæti hentað vel og það verða fasteignaeigendur og aðrir að skoða núna í framhaldinu. Vonandi horfa þeir á þann möguleika,“ svarar Bogi Nils. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað var um smíði Loftleiðabyggingarinnar í þessari frétt Stöðvar 2 fyrir fimm árum:
Icelandair Hafnarfjörður Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flytja höfuðstöðvarnar frá Nauthólsvegi á Flugvelli Icelandair Group skrifaði í dag undir samning við fasteignafélagið Reiti um sölu á skrifstofuhúsnæði félagsins við Nauthólsveg 50. Söluverðið er tæplega 2,3 milljarðar króna, sem verður nýtt að hluta til uppgreiðslu láns sem er áhvílandi á fasteigninni og styrkja lausafjárstöðu félagsins. 30. desember 2020 20:27 Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. 21. apríl 2017 21:15 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Flytja höfuðstöðvarnar frá Nauthólsvegi á Flugvelli Icelandair Group skrifaði í dag undir samning við fasteignafélagið Reiti um sölu á skrifstofuhúsnæði félagsins við Nauthólsveg 50. Söluverðið er tæplega 2,3 milljarðar króna, sem verður nýtt að hluta til uppgreiðslu láns sem er áhvílandi á fasteigninni og styrkja lausafjárstöðu félagsins. 30. desember 2020 20:27
Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. 21. apríl 2017 21:15