Strætó gert að greiða starfsmanni milljónir eftir deilur um starfslok Atli Ísleifsson skrifar 13. september 2022 14:00 Konan hafði starfað hjá þjónustufulltrúi hjá Strætó frá árinu 2016 og hafði starf hennar falist í móttöku og samskiptum við viðskiptavini. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Strætó til að greiða fyrrverandi starfsmanni samtals 2,5 milljónir króna í skaða- og miskabætur vegna deilna sem tengjast starfslokum konunnar hjá byggðasamlaginu í árslok 2020. Konan hafði starfað sem þjónustufulltrúi hjá Strætó frá árinu 2016 og hafði starf hennar falist í móttöku og samskiptum við viðskiptavini. Hún var svo boðuð á fund með yfirmanni í lok nóvember 2020 til að ræða samskiptamál án þess að hafa fengið frekari upplýsingar um málið. Óviðeigandi samskipti Á fundinum voru rædd samskipti konunnar við samstarfsmann í tölvupósti og á samskiptaforritinu Teams, en að mati Strætó hefðu þau verið „óviðeigandi og væru litin alvarlegum augum“, en skilaboðin voru talin „jaðra við kynferðislega áreitni“. Fundinum lauk með að konan skrifaði undir starfslokasamning, en hinn kosturinn sem kynntur var fyrir henni var að taka málið til formlegrar skoðunar og hefja málsmeðferð sem gæti leitt til áminningar. Konan ákvað að skrifa undir samninginn og fékk greidd laun í þrjá mánuði þar sem vinnuframlags var ekki krafist. Var í raun sagt upp störfum Lögmaður konunnar fór svo fram á fund með stefnanda í þeim tilgangi að sætta ágreining þar sem hún taldi að henni hafi í raun verið sagt upp störfum, uppsögnin verið ólögmæt og að henni hafi verið mismunað. Þá taldi hún að vegið hefði verið að æru hennar með uppsögninni og hefði framkvæmd uppsagnarinnar verið meiðandi. Strætó hafnaði beiðninni um fund og kærði konan þá starfslokin til kærunefndar jafnréttismála og til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Kærunefndin mat það sem svo að Strætó hefði við starfslok konunnar brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og sömuleiðis lögum um jafna stöðu á vinnumarkaði. Konan leitaði svo til dómstóla þar sem hún fór fram á að Strætó yrði gert að greiða henni tæplega 16 milljónir króna í skaða- og miskabætur. Lagði hún meðal annars fram tvö vottorð heimilislæknis sem sýndu að starfslokin hafi mikið tekið á hana og að hún þjáist af streitu og þunglyndi. Í niðurstöðukafla dómsins segir að ekkert komi þó fram að konan sé óvinnufær af þessum sökum. Alls 2,5 milljónir Dómari í málinu taldi hins vegar að tekjutap konunnar vegna uppsagnarinnar hafi ekki numið þeirri upphæð sem krafist var, og að teknu tilliti til þess að konan fékk greidd mánaðarlaun í þrjá mánuði eftir starfslokin, þóttu skaðabætur hæfilegar 1,5 milljón króna. Þá var upphæð miskabóta talin hæfileg ein milljón króna, þar sem meðal annars var vísað í að starfslokin hafi verið fyrirvaralaus og til þess fallin að skapa umtal á vinnustaðnum. Kröfu Strætó um frávísun málsins var hafnað og þá var byggðasamlaginu gert að greiða starfsmanninum fyrrverandi 1,2 milljónir í málskostnað. Strætó Vinnumarkaður Dómsmál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Konan hafði starfað sem þjónustufulltrúi hjá Strætó frá árinu 2016 og hafði starf hennar falist í móttöku og samskiptum við viðskiptavini. Hún var svo boðuð á fund með yfirmanni í lok nóvember 2020 til að ræða samskiptamál án þess að hafa fengið frekari upplýsingar um málið. Óviðeigandi samskipti Á fundinum voru rædd samskipti konunnar við samstarfsmann í tölvupósti og á samskiptaforritinu Teams, en að mati Strætó hefðu þau verið „óviðeigandi og væru litin alvarlegum augum“, en skilaboðin voru talin „jaðra við kynferðislega áreitni“. Fundinum lauk með að konan skrifaði undir starfslokasamning, en hinn kosturinn sem kynntur var fyrir henni var að taka málið til formlegrar skoðunar og hefja málsmeðferð sem gæti leitt til áminningar. Konan ákvað að skrifa undir samninginn og fékk greidd laun í þrjá mánuði þar sem vinnuframlags var ekki krafist. Var í raun sagt upp störfum Lögmaður konunnar fór svo fram á fund með stefnanda í þeim tilgangi að sætta ágreining þar sem hún taldi að henni hafi í raun verið sagt upp störfum, uppsögnin verið ólögmæt og að henni hafi verið mismunað. Þá taldi hún að vegið hefði verið að æru hennar með uppsögninni og hefði framkvæmd uppsagnarinnar verið meiðandi. Strætó hafnaði beiðninni um fund og kærði konan þá starfslokin til kærunefndar jafnréttismála og til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Kærunefndin mat það sem svo að Strætó hefði við starfslok konunnar brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og sömuleiðis lögum um jafna stöðu á vinnumarkaði. Konan leitaði svo til dómstóla þar sem hún fór fram á að Strætó yrði gert að greiða henni tæplega 16 milljónir króna í skaða- og miskabætur. Lagði hún meðal annars fram tvö vottorð heimilislæknis sem sýndu að starfslokin hafi mikið tekið á hana og að hún þjáist af streitu og þunglyndi. Í niðurstöðukafla dómsins segir að ekkert komi þó fram að konan sé óvinnufær af þessum sökum. Alls 2,5 milljónir Dómari í málinu taldi hins vegar að tekjutap konunnar vegna uppsagnarinnar hafi ekki numið þeirri upphæð sem krafist var, og að teknu tilliti til þess að konan fékk greidd mánaðarlaun í þrjá mánuði eftir starfslokin, þóttu skaðabætur hæfilegar 1,5 milljón króna. Þá var upphæð miskabóta talin hæfileg ein milljón króna, þar sem meðal annars var vísað í að starfslokin hafi verið fyrirvaralaus og til þess fallin að skapa umtal á vinnustaðnum. Kröfu Strætó um frávísun málsins var hafnað og þá var byggðasamlaginu gert að greiða starfsmanninum fyrrverandi 1,2 milljónir í málskostnað.
Strætó Vinnumarkaður Dómsmál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira