Ætla að sækja allar hækkanir í fjárlagafrumvarpinu aftur í kjarasamningum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. september 2022 13:05 Ragnar Þór er formaður VR. vísir/vilhelm Formaður VR segir fyrirhugaðar skattahækkanir í nýju fjárlagafrumvarpi koma til með að hafa bein áhrif á kröfur félagsins við komandi kjarasamningsgerð. Hann hefði viljað sjá stórar aðgerðir eins og leiguþak í frumvarpinu til að sporna gegn verðbólgunni. Hærra vörugjald á bifreiðum og hækkun skatta á bensíni, tóbaki og áfengi eru á meðal þess sem finna má í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í gær. Hagsmunasamtök og verkalýðsfélög hafa bent á að þetta muni hafa mest áhrif á lág- og meðaltekjufólk og auka við verðbólguna. „Það er alveg ljóst að sá kostnaðarauki sem fyrirtæki hafa verið að velta út í verðlagið, bæði vegna hækkandi hrávöruverðs og svo ástandsins í heiminum, að það hafa engar tilraunir verið gerðar neins staðar í okkar samfélagi til að sýna samfélagslega ábyrgð og reyna að halda verðbólgunni í skefjum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vegna þess muni félagið reikna út aukinn kostnað í daglegu lífi sinna félagsmanna vegna verðbólgunnar og setja hann beint inn í kröfur sínar í komandi kjaraviðræðum í haust. Fjárlagafrumvarpið mun koma til með að hafa bein áhrif á þær kröfur að sögn Ragnars. „Já að sjálfsögðu. Af hverju ættum við að gefa eitthvað eftir í okkar kröfum. Af hverju eigum við ekki að velta kostnaðarauka okkar heimilis inn í okkar launakröfur, sem að aftur er okkar gjald fyrir að skapa hér verðmæti í okkar samfélagi. Þannig ég sé enga ástæðu til annars en að við förum að haga okkur eitthvað öðruvísi en fyrirtækin hafa verið að gera, fjármálakerfið og eins og ég segi við munum setja þetta beint út í kröfugerðina. Það er bara ekkert flóknara en það,“ segir hann. Vill leiguþak eins og hjá Dönum Hann saknar þá beinna aðgerða til að stemma stigu við verðbólgunni í fjárlagafrumvarpinu eins og ríki í kring um okkur hafi verið að gera. „Og þá kannski fyrst og fremst varðandi húsnæðismálin. Það er ekkert sem bendir til annars en að ríkið sé frekar að draga úr stuðningi frekar en hitt og maður skilur bara ekki á hvaða vegferð íslenska ríkisstjórnin er á,“ segir Ragnar. Hann hefði viljað sjá frekari áform um uppbyggingu á húsnæði og leiguþak, líkt og Danir eru að koma á hjá sér. Kjaramál Stéttarfélög Fjármál heimilisins Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Segir að meðalverð á rafbílum geti hækkað um tæpar tvær milljónir Meðalverð á rafbílum gæti hækkað um tæpar tvær milljónir þegar þær ívilnanir sem hafa verið veittar vegna rafbílakaupa renna sitt skeið. 13. september 2022 07:11 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Hærra vörugjald á bifreiðum og hækkun skatta á bensíni, tóbaki og áfengi eru á meðal þess sem finna má í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í gær. Hagsmunasamtök og verkalýðsfélög hafa bent á að þetta muni hafa mest áhrif á lág- og meðaltekjufólk og auka við verðbólguna. „Það er alveg ljóst að sá kostnaðarauki sem fyrirtæki hafa verið að velta út í verðlagið, bæði vegna hækkandi hrávöruverðs og svo ástandsins í heiminum, að það hafa engar tilraunir verið gerðar neins staðar í okkar samfélagi til að sýna samfélagslega ábyrgð og reyna að halda verðbólgunni í skefjum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vegna þess muni félagið reikna út aukinn kostnað í daglegu lífi sinna félagsmanna vegna verðbólgunnar og setja hann beint inn í kröfur sínar í komandi kjaraviðræðum í haust. Fjárlagafrumvarpið mun koma til með að hafa bein áhrif á þær kröfur að sögn Ragnars. „Já að sjálfsögðu. Af hverju ættum við að gefa eitthvað eftir í okkar kröfum. Af hverju eigum við ekki að velta kostnaðarauka okkar heimilis inn í okkar launakröfur, sem að aftur er okkar gjald fyrir að skapa hér verðmæti í okkar samfélagi. Þannig ég sé enga ástæðu til annars en að við förum að haga okkur eitthvað öðruvísi en fyrirtækin hafa verið að gera, fjármálakerfið og eins og ég segi við munum setja þetta beint út í kröfugerðina. Það er bara ekkert flóknara en það,“ segir hann. Vill leiguþak eins og hjá Dönum Hann saknar þá beinna aðgerða til að stemma stigu við verðbólgunni í fjárlagafrumvarpinu eins og ríki í kring um okkur hafi verið að gera. „Og þá kannski fyrst og fremst varðandi húsnæðismálin. Það er ekkert sem bendir til annars en að ríkið sé frekar að draga úr stuðningi frekar en hitt og maður skilur bara ekki á hvaða vegferð íslenska ríkisstjórnin er á,“ segir Ragnar. Hann hefði viljað sjá frekari áform um uppbyggingu á húsnæði og leiguþak, líkt og Danir eru að koma á hjá sér.
Kjaramál Stéttarfélög Fjármál heimilisins Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Segir að meðalverð á rafbílum geti hækkað um tæpar tvær milljónir Meðalverð á rafbílum gæti hækkað um tæpar tvær milljónir þegar þær ívilnanir sem hafa verið veittar vegna rafbílakaupa renna sitt skeið. 13. september 2022 07:11 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Segir að meðalverð á rafbílum geti hækkað um tæpar tvær milljónir Meðalverð á rafbílum gæti hækkað um tæpar tvær milljónir þegar þær ívilnanir sem hafa verið veittar vegna rafbílakaupa renna sitt skeið. 13. september 2022 07:11