BYKO einn af eftirsóknarverðustu vinnustöðum Evrópu BYKO 13. september 2022 12:55 „Á bak við árangur er fólk!“ sagði Sigurður Pálsson þegar hann veitti verðlaununum viðtöku. Frá vinstri; Harpa Eiríksdóttir, mannauðs- og launafulltrúi, Ásgeir Kristinsson, sölumaður í lagnaverslun, Sigurður B. Pálsson, forstjóri, Hulda Júlíana Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, Rebekka Ásmundsdóttir, mannauðssérfræðingur, Salbjörg Ólafsdóttir, sölumaður í gólfefndeild og Sveinborg Hafliðadóttir, mannauðsstjóri. BYKO hlaut á dögunum viðurkenningu sem einn af eftirsóknarverðustu vinnustöðum í Evrópu í hópi meðalstórra fyrirtækja. Tölvuleikjafyrirtækið CCP hlaut einnig viðurkenningu í sama flokki, og auglýsingastofan Sahara hlaut viðurkenningu í hópi lítilla fyrirtækja. BYKO hefur að undanförnu unnið með alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu Great Place to Work að því að gera upplifun starfsfólksins í vinnunni eins góða og hægt er. Einn liður í því er viðamikil könnun sem er lögð fyrir starfsfólkið um líðan þess í vinnu, en sambærilegar nafnlausar kannanir voru lagðar fyrir um 1,4 milljónir starfsfólks í meira en þrjú þúsund fyrirtækjum 37 Evrópulanda. Sigurður Pálsson forstjóri BYKO veitti verðlaununum viðtöku í gærkvöldi ásamt sex öðrum starfsmönnum á hátíðarsamkomu Great Place To Work í Feneyjum. Meira en 500 manns starfa hjá BYKO, en eitt af því sem lá til grundvallar viðurkenningarinnar var að níu af hverjum tíu starfsmönnum sögðust mæla með BYKO sem vinnustað. „Án starfsfólksins værum við einfaldlega ekkert. Á bak við árangur er fólk!“ sagði Sigurður Pálsson þegar hann veitti verðlaununum viðtöku. „Við erum stolt af þessum stóra hópi starfsfólks sem fór nú síðast með okkur í gegnum ótal áskoranir Covid-faraldursins sem gríðarlega sterk og órjúfanleg heild“. Great Place to Work er alþjóðlegt greiningar- og ráðgjafarfyrirtæki sem hjálpar fyrirtækjum að ná betri árangri með því að einbeita sér að starfsreynslu hvers starfsmanns. Fyrirtækið starfar í yfir 60 löndum og veitir árlegar viðurkenningar fyrir eftirsóknarverðustu vinnustaðina hjá litlum, meðalstórum og stórum fyrirtækjum. Einnig veitir það viðurkenningar fyrir eftirsóknarverðustu vinnustaðina með tilliti til fjölbreytileika. Verslun Mannauðsmál Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira
BYKO hefur að undanförnu unnið með alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu Great Place to Work að því að gera upplifun starfsfólksins í vinnunni eins góða og hægt er. Einn liður í því er viðamikil könnun sem er lögð fyrir starfsfólkið um líðan þess í vinnu, en sambærilegar nafnlausar kannanir voru lagðar fyrir um 1,4 milljónir starfsfólks í meira en þrjú þúsund fyrirtækjum 37 Evrópulanda. Sigurður Pálsson forstjóri BYKO veitti verðlaununum viðtöku í gærkvöldi ásamt sex öðrum starfsmönnum á hátíðarsamkomu Great Place To Work í Feneyjum. Meira en 500 manns starfa hjá BYKO, en eitt af því sem lá til grundvallar viðurkenningarinnar var að níu af hverjum tíu starfsmönnum sögðust mæla með BYKO sem vinnustað. „Án starfsfólksins værum við einfaldlega ekkert. Á bak við árangur er fólk!“ sagði Sigurður Pálsson þegar hann veitti verðlaununum viðtöku. „Við erum stolt af þessum stóra hópi starfsfólks sem fór nú síðast með okkur í gegnum ótal áskoranir Covid-faraldursins sem gríðarlega sterk og órjúfanleg heild“. Great Place to Work er alþjóðlegt greiningar- og ráðgjafarfyrirtæki sem hjálpar fyrirtækjum að ná betri árangri með því að einbeita sér að starfsreynslu hvers starfsmanns. Fyrirtækið starfar í yfir 60 löndum og veitir árlegar viðurkenningar fyrir eftirsóknarverðustu vinnustaðina hjá litlum, meðalstórum og stórum fyrirtækjum. Einnig veitir það viðurkenningar fyrir eftirsóknarverðustu vinnustaðina með tilliti til fjölbreytileika.
Verslun Mannauðsmál Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira