Útgjaldaaukning mikilvæg til að viðhalda góðum samfélagssáttmála Snorri Másson skrifar 12. september 2022 11:09 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2023 á blaðamannafundi í ráðuneyti sínu við Arnarhvol. Útgjaldaaukning til velferðarmála er mikilvæg til að viðhalda góðum samfélagssáttmála að sögn fjármálaráðherra sem kynnti fjárlög ársins 2023 í dag. Ráðherra kom það að sögn á óvart hve góðar og langt umfram spár efnahagshorfurnar eru á þessari stundu. Tónninn í fjármálaráðherra þegar hann kynnti fjárlög fyrir árið 2023 í ráðuneyti sínu í morgun var ólíkur því sem heyra mátti þegar hann kynnti sama plagg fyrir ári síðan. Þá var því spáð að halli ríkissjóðs næmi 169 milljörðum króna árið 2022 en árið 2023 stefnir í að hallinn verði áttatíu milljörðum króna minni; nefnilega 89 milljarðar. „Það hefur komið mér ánægjulega á óvart að við skyldum hafa farið svona langt fram úr því sem spáð var um framtíðina. Ef við horfum til dæmis á árið 2023 þá er staðan allt önnur og miklu betri en við höfðum áhyggjur af fyrir einungis örfáum misserum síðan,“ segir Bjarni Benediktsson í samtali við fréttastofu. Verðbólgan hefur verið meiri en gert var ráð fyrir, hún stendur í 9,7 prósentum. Þótt boðað sé aðhald í ríkisfjármálunum, hækka útgjöld um tæpa 80 milljarða frá því sem var árið 2022. „Þegar verðbólga gerir vart við sig eins og núna er þá veldur það manni ákveðnum áhyggjum. Og maður hefur áhyggjur af þeim sérstaklega sem verða helst fyrir barðinu á verðbólgunni. Þess vegna erum við að gera það sem ríkisfjármálin geta gert, við beitum þeim og leggjumst á árar saman og sláum hana niður. Við getum haft væntingar um að ná tökum á henni,“ segir Bjarni. Veita á auknum fjörutíu milljörðum í hækkun bóta og breytingar á tekjuskatti til að styðja meðal annars við örorkulífeyrisþega. Bjarni segir að þar með sé betur gert en sögulega hefur þekkst í að standa með tekjulægri hópum í verðbólguástandi. „Þetta er nú mikilvægt til að viðhalda góðum samfélagssáttmála, tel ég,“ segir Bjarni. Markverð tíðindi úr fjárlögunum eru annars þau að nú á að 5% lágmarksvörugjald verður nú sett á allar innfluttar bifreiðar á næsta ári, sem þýðir að fullur afsláttur vegna rafbíla heyrir sögunni til. Atvinnuleysi er lágt í sögulegu samhengi og nemur rétt rúmum þremur prósentum, samanborið við tæp 11 prósent í janúar 2021. Loks reiknar áætlunin með því að restin af Íslandsbanka, eign upp á um 100 milljarða, verði seld á næsta ári. Fjárlagafrumvarp 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Gert ráð fyrir 89 milljarða króna halla Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 89 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð um 1.296,5 milljarðar á árinu 2023, sem er hækkun um 78,5 milljarða frá fjárlögum fyrra árs. 12. september 2022 09:21 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Tónninn í fjármálaráðherra þegar hann kynnti fjárlög fyrir árið 2023 í ráðuneyti sínu í morgun var ólíkur því sem heyra mátti þegar hann kynnti sama plagg fyrir ári síðan. Þá var því spáð að halli ríkissjóðs næmi 169 milljörðum króna árið 2022 en árið 2023 stefnir í að hallinn verði áttatíu milljörðum króna minni; nefnilega 89 milljarðar. „Það hefur komið mér ánægjulega á óvart að við skyldum hafa farið svona langt fram úr því sem spáð var um framtíðina. Ef við horfum til dæmis á árið 2023 þá er staðan allt önnur og miklu betri en við höfðum áhyggjur af fyrir einungis örfáum misserum síðan,“ segir Bjarni Benediktsson í samtali við fréttastofu. Verðbólgan hefur verið meiri en gert var ráð fyrir, hún stendur í 9,7 prósentum. Þótt boðað sé aðhald í ríkisfjármálunum, hækka útgjöld um tæpa 80 milljarða frá því sem var árið 2022. „Þegar verðbólga gerir vart við sig eins og núna er þá veldur það manni ákveðnum áhyggjum. Og maður hefur áhyggjur af þeim sérstaklega sem verða helst fyrir barðinu á verðbólgunni. Þess vegna erum við að gera það sem ríkisfjármálin geta gert, við beitum þeim og leggjumst á árar saman og sláum hana niður. Við getum haft væntingar um að ná tökum á henni,“ segir Bjarni. Veita á auknum fjörutíu milljörðum í hækkun bóta og breytingar á tekjuskatti til að styðja meðal annars við örorkulífeyrisþega. Bjarni segir að þar með sé betur gert en sögulega hefur þekkst í að standa með tekjulægri hópum í verðbólguástandi. „Þetta er nú mikilvægt til að viðhalda góðum samfélagssáttmála, tel ég,“ segir Bjarni. Markverð tíðindi úr fjárlögunum eru annars þau að nú á að 5% lágmarksvörugjald verður nú sett á allar innfluttar bifreiðar á næsta ári, sem þýðir að fullur afsláttur vegna rafbíla heyrir sögunni til. Atvinnuleysi er lágt í sögulegu samhengi og nemur rétt rúmum þremur prósentum, samanborið við tæp 11 prósent í janúar 2021. Loks reiknar áætlunin með því að restin af Íslandsbanka, eign upp á um 100 milljarða, verði seld á næsta ári.
Fjárlagafrumvarp 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Gert ráð fyrir 89 milljarða króna halla Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 89 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð um 1.296,5 milljarðar á árinu 2023, sem er hækkun um 78,5 milljarða frá fjárlögum fyrra árs. 12. september 2022 09:21 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Gert ráð fyrir 89 milljarða króna halla Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 89 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð um 1.296,5 milljarðar á árinu 2023, sem er hækkun um 78,5 milljarða frá fjárlögum fyrra árs. 12. september 2022 09:21
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent