Útgjaldaaukning mikilvæg til að viðhalda góðum samfélagssáttmála Snorri Másson skrifar 12. september 2022 11:09 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2023 á blaðamannafundi í ráðuneyti sínu við Arnarhvol. Útgjaldaaukning til velferðarmála er mikilvæg til að viðhalda góðum samfélagssáttmála að sögn fjármálaráðherra sem kynnti fjárlög ársins 2023 í dag. Ráðherra kom það að sögn á óvart hve góðar og langt umfram spár efnahagshorfurnar eru á þessari stundu. Tónninn í fjármálaráðherra þegar hann kynnti fjárlög fyrir árið 2023 í ráðuneyti sínu í morgun var ólíkur því sem heyra mátti þegar hann kynnti sama plagg fyrir ári síðan. Þá var því spáð að halli ríkissjóðs næmi 169 milljörðum króna árið 2022 en árið 2023 stefnir í að hallinn verði áttatíu milljörðum króna minni; nefnilega 89 milljarðar. „Það hefur komið mér ánægjulega á óvart að við skyldum hafa farið svona langt fram úr því sem spáð var um framtíðina. Ef við horfum til dæmis á árið 2023 þá er staðan allt önnur og miklu betri en við höfðum áhyggjur af fyrir einungis örfáum misserum síðan,“ segir Bjarni Benediktsson í samtali við fréttastofu. Verðbólgan hefur verið meiri en gert var ráð fyrir, hún stendur í 9,7 prósentum. Þótt boðað sé aðhald í ríkisfjármálunum, hækka útgjöld um tæpa 80 milljarða frá því sem var árið 2022. „Þegar verðbólga gerir vart við sig eins og núna er þá veldur það manni ákveðnum áhyggjum. Og maður hefur áhyggjur af þeim sérstaklega sem verða helst fyrir barðinu á verðbólgunni. Þess vegna erum við að gera það sem ríkisfjármálin geta gert, við beitum þeim og leggjumst á árar saman og sláum hana niður. Við getum haft væntingar um að ná tökum á henni,“ segir Bjarni. Veita á auknum fjörutíu milljörðum í hækkun bóta og breytingar á tekjuskatti til að styðja meðal annars við örorkulífeyrisþega. Bjarni segir að þar með sé betur gert en sögulega hefur þekkst í að standa með tekjulægri hópum í verðbólguástandi. „Þetta er nú mikilvægt til að viðhalda góðum samfélagssáttmála, tel ég,“ segir Bjarni. Markverð tíðindi úr fjárlögunum eru annars þau að nú á að 5% lágmarksvörugjald verður nú sett á allar innfluttar bifreiðar á næsta ári, sem þýðir að fullur afsláttur vegna rafbíla heyrir sögunni til. Atvinnuleysi er lágt í sögulegu samhengi og nemur rétt rúmum þremur prósentum, samanborið við tæp 11 prósent í janúar 2021. Loks reiknar áætlunin með því að restin af Íslandsbanka, eign upp á um 100 milljarða, verði seld á næsta ári. Fjárlagafrumvarp 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Gert ráð fyrir 89 milljarða króna halla Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 89 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð um 1.296,5 milljarðar á árinu 2023, sem er hækkun um 78,5 milljarða frá fjárlögum fyrra árs. 12. september 2022 09:21 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Sjá meira
Tónninn í fjármálaráðherra þegar hann kynnti fjárlög fyrir árið 2023 í ráðuneyti sínu í morgun var ólíkur því sem heyra mátti þegar hann kynnti sama plagg fyrir ári síðan. Þá var því spáð að halli ríkissjóðs næmi 169 milljörðum króna árið 2022 en árið 2023 stefnir í að hallinn verði áttatíu milljörðum króna minni; nefnilega 89 milljarðar. „Það hefur komið mér ánægjulega á óvart að við skyldum hafa farið svona langt fram úr því sem spáð var um framtíðina. Ef við horfum til dæmis á árið 2023 þá er staðan allt önnur og miklu betri en við höfðum áhyggjur af fyrir einungis örfáum misserum síðan,“ segir Bjarni Benediktsson í samtali við fréttastofu. Verðbólgan hefur verið meiri en gert var ráð fyrir, hún stendur í 9,7 prósentum. Þótt boðað sé aðhald í ríkisfjármálunum, hækka útgjöld um tæpa 80 milljarða frá því sem var árið 2022. „Þegar verðbólga gerir vart við sig eins og núna er þá veldur það manni ákveðnum áhyggjum. Og maður hefur áhyggjur af þeim sérstaklega sem verða helst fyrir barðinu á verðbólgunni. Þess vegna erum við að gera það sem ríkisfjármálin geta gert, við beitum þeim og leggjumst á árar saman og sláum hana niður. Við getum haft væntingar um að ná tökum á henni,“ segir Bjarni. Veita á auknum fjörutíu milljörðum í hækkun bóta og breytingar á tekjuskatti til að styðja meðal annars við örorkulífeyrisþega. Bjarni segir að þar með sé betur gert en sögulega hefur þekkst í að standa með tekjulægri hópum í verðbólguástandi. „Þetta er nú mikilvægt til að viðhalda góðum samfélagssáttmála, tel ég,“ segir Bjarni. Markverð tíðindi úr fjárlögunum eru annars þau að nú á að 5% lágmarksvörugjald verður nú sett á allar innfluttar bifreiðar á næsta ári, sem þýðir að fullur afsláttur vegna rafbíla heyrir sögunni til. Atvinnuleysi er lágt í sögulegu samhengi og nemur rétt rúmum þremur prósentum, samanborið við tæp 11 prósent í janúar 2021. Loks reiknar áætlunin með því að restin af Íslandsbanka, eign upp á um 100 milljarða, verði seld á næsta ári.
Fjárlagafrumvarp 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Gert ráð fyrir 89 milljarða króna halla Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 89 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð um 1.296,5 milljarðar á árinu 2023, sem er hækkun um 78,5 milljarða frá fjárlögum fyrra árs. 12. september 2022 09:21 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Sjá meira
Gert ráð fyrir 89 milljarða króna halla Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 89 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð um 1.296,5 milljarðar á árinu 2023, sem er hækkun um 78,5 milljarða frá fjárlögum fyrra árs. 12. september 2022 09:21