„Frammistaðan er mjög góð í þessum leik og verðskuldar sigur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. september 2022 18:44 Kristján Guðmundsson er þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Diego Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var hálf svekktur eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Selfyssingum í 15. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í dag. „Okkur tókst ekki að búa til nógu mörg góð færi í leiknum. Við vorum nálægt því að komast í færi, og þá sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Kristján að leik loknum. „Við eigum góðan kafla í byrjun leiksins, en svo svona jafnast það út. Við áttum okkur ekki alveg á leiknum fyrr en við jöfnum og þá breyttum við aðeins skipulaginu. Þá náðum við stjórn á leiknum út fyrri hálfleikinn og allan seinni hálfleikinn líka. Það gekk hægt að búa til færi, en við fengum held ég tvö sem verða að teljast góð færi sem við eigum að skora úr.“ Eins og Kristján segir þá voru Stjörnukonur með ágætis stjórn á leiknum í upphafi og alveg þangað til Selfyssingar taka forystuna eftir tæplega tuttugu mínútna leik. „Markið er klaufalegt. Ég er ekki alveg með það í kollinum en það klaufalegt. Mér fannst okkar leikmenn samt bregðast bara nokkuð vel við því og settu meiri þrýsting sem endaði með því að við jöfnuðum leikinn.“ „Við tókum svo alveg yfir í seinni hálfleik og frammistaðan hjá liðinu er mjög góð í þessum leik og verðskuldar sigur.“ Stjarnan situr í þriðja sæti deildarinnar með 28 stig eftir leik dagsins, stigi á eftir Breiðablik sem situr í öðru sæti. Þrátt fyrir það að hafa ekki náð að lyfta sér upp fyrir Blikana í dag segist Kristján frekar ætla að horfa á stigið sem liðið fékk, frekar en stigin sem liðið fékk ekki. „Ég ætla bara að horfa á þetta þannig að þetta var mjög gott stig. Það þýðir ekkert annað. Þó að frammistaðan bjóði upp á að við eigum að vinna þá er það ekki alltaf gefið þó liðið spili vel.“ Breiðablik mætir toppliði Vals næstkomandi mánudag og getur með sigri í þeim leik aukið bilið á liðin fyrir neðan sig í fjögur stig. „Það eru fleiri en við sem erum að elta Breiðablik. Það eru lið sem eru með áþekkan stigafjölda og við sem eiga alveg möguleika á að fara í þennan eltingaleik við Blikana, og kannski Val,“ sagði Kristján og hló. „En við verðum bara að sjá. Við verðum bara fyrst og fremst að vinna í okkar leikjum og okkur bara kemur ekkert við hvað gerist á hinum stöðunum,“ sagði Kristján að lokum. Besta deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss-Stjarnan 1-1 | Allt jafnt á Selfossi Selfoss og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust á Jáverk-vellinum í 15. umferð Bestu-deildar kvenna í dag. 11. september 2022 18:07 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Sjá meira
„Okkur tókst ekki að búa til nógu mörg góð færi í leiknum. Við vorum nálægt því að komast í færi, og þá sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Kristján að leik loknum. „Við eigum góðan kafla í byrjun leiksins, en svo svona jafnast það út. Við áttum okkur ekki alveg á leiknum fyrr en við jöfnum og þá breyttum við aðeins skipulaginu. Þá náðum við stjórn á leiknum út fyrri hálfleikinn og allan seinni hálfleikinn líka. Það gekk hægt að búa til færi, en við fengum held ég tvö sem verða að teljast góð færi sem við eigum að skora úr.“ Eins og Kristján segir þá voru Stjörnukonur með ágætis stjórn á leiknum í upphafi og alveg þangað til Selfyssingar taka forystuna eftir tæplega tuttugu mínútna leik. „Markið er klaufalegt. Ég er ekki alveg með það í kollinum en það klaufalegt. Mér fannst okkar leikmenn samt bregðast bara nokkuð vel við því og settu meiri þrýsting sem endaði með því að við jöfnuðum leikinn.“ „Við tókum svo alveg yfir í seinni hálfleik og frammistaðan hjá liðinu er mjög góð í þessum leik og verðskuldar sigur.“ Stjarnan situr í þriðja sæti deildarinnar með 28 stig eftir leik dagsins, stigi á eftir Breiðablik sem situr í öðru sæti. Þrátt fyrir það að hafa ekki náð að lyfta sér upp fyrir Blikana í dag segist Kristján frekar ætla að horfa á stigið sem liðið fékk, frekar en stigin sem liðið fékk ekki. „Ég ætla bara að horfa á þetta þannig að þetta var mjög gott stig. Það þýðir ekkert annað. Þó að frammistaðan bjóði upp á að við eigum að vinna þá er það ekki alltaf gefið þó liðið spili vel.“ Breiðablik mætir toppliði Vals næstkomandi mánudag og getur með sigri í þeim leik aukið bilið á liðin fyrir neðan sig í fjögur stig. „Það eru fleiri en við sem erum að elta Breiðablik. Það eru lið sem eru með áþekkan stigafjölda og við sem eiga alveg möguleika á að fara í þennan eltingaleik við Blikana, og kannski Val,“ sagði Kristján og hló. „En við verðum bara að sjá. Við verðum bara fyrst og fremst að vinna í okkar leikjum og okkur bara kemur ekkert við hvað gerist á hinum stöðunum,“ sagði Kristján að lokum.
Besta deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss-Stjarnan 1-1 | Allt jafnt á Selfossi Selfoss og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust á Jáverk-vellinum í 15. umferð Bestu-deildar kvenna í dag. 11. september 2022 18:07 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Sjá meira
Leik lokið: Selfoss-Stjarnan 1-1 | Allt jafnt á Selfossi Selfoss og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust á Jáverk-vellinum í 15. umferð Bestu-deildar kvenna í dag. 11. september 2022 18:07