Hundruð jarðskjálfta mælst síðan á miðnætti Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. september 2022 10:47 Náttúruvársérfræðingur segir ekki útilokað að stærri skjálftar verði í hrinunni. Getty Ríflega 730 jarðskjálftar hafa mælst í námunda við Grímsey síðan á miðnætti. Stærsti skjálftinn var 4,0 að stærð og mældist klukkan korter í þrjú í nótt. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir. Jarðskjálftahrinan hófst hinn 8. september síðastliðinn og hafa rúmlega 4000 skjálftar mælst í hrinunni. Stærsti skjálftinn mældist fyrir tveimur dögum síðan og var hann 4,9 að stærð. Kristín Elísa Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að jarðskjálftahrinur á þessu svæði séu mjög þekktar. „Það er brotabelti þarna sem liggur fram hjá og kallast Grímseyjarbeltið og þetta eru jarðskjálftahrinur sem verða út af flekahreyfingum,“ segir Kristín Elísa. Síðast varð stór jarðskjálftahrina á svæðinu árið 2018 og sú fjaraði smám saman út. Hið sama átti sér stað árið 2013. „Það er alltaf aukin hætta á því í svona hrinum að það komi stærri skjálftar þannig að það er ekki útilokað að það komi stærri skjálftar. Í hrinunni 2018 þá komu skjálftar sem voru yfir fimm að stærð, þannig að það geta alveg komið stærri skjálftar - það er alveg þekkt í hrinum á þessu svæði,“ segir Kristín Elísa. Á myndinni sést greinilega hve margir skjálftar hafa mælst á svæðinu.Veðurstofan Hún segir brýnt að fólk rifji reglulega upp viðbrögð við jarðskjálftum en leiðbeiningar má nálgast á vefsíðu Almannavarna. Þar segir meðal annars að ekki eigi að stilla þungum munum ofarlega í hillur eða á veggi og fyrirbyggja að skápar, málverk og þungir munir geti fallið á svefnstaði. Grímsey Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftanna Lýst hefur verið yfir óvissustigi almannavarna vegna yfirstandandi kraftmikillar jarðskjálftahrinu í námunda við Grímsey. Ríkislögreglustjóri tekur þessa ákvörðun í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra. 9. september 2022 16:24 Hélt að herbergisfélagarnir væru í slagsmálum þegar skjálftinn reið yfir Þrír ferðalangar frá Wisconsin í Bandaríkjunum vöknuðu upp með andfælum í nótt þegar jarðskjálfti upp á 4,9 að stærðreið yfir um tólf kílómetra austur af Grímsey þar sem þeir dvelja. Einn þeirra segir að það hafi verið magnað að heyra drunurnar sem fylgdu skjálftanum. 8. september 2022 13:12 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Jarðskjálftahrinan hófst hinn 8. september síðastliðinn og hafa rúmlega 4000 skjálftar mælst í hrinunni. Stærsti skjálftinn mældist fyrir tveimur dögum síðan og var hann 4,9 að stærð. Kristín Elísa Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að jarðskjálftahrinur á þessu svæði séu mjög þekktar. „Það er brotabelti þarna sem liggur fram hjá og kallast Grímseyjarbeltið og þetta eru jarðskjálftahrinur sem verða út af flekahreyfingum,“ segir Kristín Elísa. Síðast varð stór jarðskjálftahrina á svæðinu árið 2018 og sú fjaraði smám saman út. Hið sama átti sér stað árið 2013. „Það er alltaf aukin hætta á því í svona hrinum að það komi stærri skjálftar þannig að það er ekki útilokað að það komi stærri skjálftar. Í hrinunni 2018 þá komu skjálftar sem voru yfir fimm að stærð, þannig að það geta alveg komið stærri skjálftar - það er alveg þekkt í hrinum á þessu svæði,“ segir Kristín Elísa. Á myndinni sést greinilega hve margir skjálftar hafa mælst á svæðinu.Veðurstofan Hún segir brýnt að fólk rifji reglulega upp viðbrögð við jarðskjálftum en leiðbeiningar má nálgast á vefsíðu Almannavarna. Þar segir meðal annars að ekki eigi að stilla þungum munum ofarlega í hillur eða á veggi og fyrirbyggja að skápar, málverk og þungir munir geti fallið á svefnstaði.
Grímsey Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftanna Lýst hefur verið yfir óvissustigi almannavarna vegna yfirstandandi kraftmikillar jarðskjálftahrinu í námunda við Grímsey. Ríkislögreglustjóri tekur þessa ákvörðun í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra. 9. september 2022 16:24 Hélt að herbergisfélagarnir væru í slagsmálum þegar skjálftinn reið yfir Þrír ferðalangar frá Wisconsin í Bandaríkjunum vöknuðu upp með andfælum í nótt þegar jarðskjálfti upp á 4,9 að stærðreið yfir um tólf kílómetra austur af Grímsey þar sem þeir dvelja. Einn þeirra segir að það hafi verið magnað að heyra drunurnar sem fylgdu skjálftanum. 8. september 2022 13:12 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftanna Lýst hefur verið yfir óvissustigi almannavarna vegna yfirstandandi kraftmikillar jarðskjálftahrinu í námunda við Grímsey. Ríkislögreglustjóri tekur þessa ákvörðun í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra. 9. september 2022 16:24
Hélt að herbergisfélagarnir væru í slagsmálum þegar skjálftinn reið yfir Þrír ferðalangar frá Wisconsin í Bandaríkjunum vöknuðu upp með andfælum í nótt þegar jarðskjálfti upp á 4,9 að stærðreið yfir um tólf kílómetra austur af Grímsey þar sem þeir dvelja. Einn þeirra segir að það hafi verið magnað að heyra drunurnar sem fylgdu skjálftanum. 8. september 2022 13:12