Matvælaráðherra borðar mikið af lambakjöti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. september 2022 20:05 Það fór vel á með fjallkónginum og Matvælaráðherra í Skaftholtsréttum í dag. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það eru stórir réttardagar á Suðurlandi þessa dagana því réttað var í Hrunaréttum og Skafholtsréttum í dag og í Skeiðaréttum og Tungnaréttum á morgun. Matvælaráðherra, sem segist borða mikið af lambakjöti dró í dilka í Skaftholtsréttum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Hrunaréttir voru haldnar fyrir hádegi og Skaftholtsréttir eftir hádegi en Skeiða- og Tungnaréttir verða báðar fyrir hádegi á morgun. Það hefur verið mikill hiti á fjallmönnum og fé í smalamennsku síðustu daga en hitinn fór til dæmis í 17 til 18 gráður í gær. „Vænstu lömbin áttu erfitt með að labba og vænsta féð átti erfitt með að labba niður af fjalli líka. Það er alltaf eitthvað, sem gefst upp í svona miklum hita,“ segir Guðmundur Árnason fjallkóngur í Skaftholtsréttum. Um 1700 fjár voru í réttunum en fé er alltaf að fækka á bæjunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mér finnst þetta alltaf með því allra skemmtilegasta, sem maður gerir. Þetta er það, sem markar upphaf haustsins, það eru réttirnar á Íslandi og líka bara að fólk geti komið saman eftir í rauninni tveggja ára aðskilnað,“ segir Svandís Svavarsdóttir, Matvælaráðherra, sem var í Skaftholtsréttum í dag. Ertu sveitakona? „Já, ég var mikið í sveit, sem krakki þannig að ég kannast við ýmislegt í sveitinni.“ Svandís tók sig vel út með þennan hrút.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svandís dró nokkur lömb í dilka. Hún segist hafa miklar áhyggjur af stöðu sauðfjárbænda og leggur á sama tíma áherslu á að það þurfi að huga virkilega vel að því í búvörusamningum og í allri þeirra umgjörð að afkoman sé í lagi. Hvað með sjálfan þig, borðar þú mikið af lambakjöti? „Já, já, ég geri það með öllu tilheyrandi,“ segir ráðherra hlægjandi. Vel gekk að draga í dilka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjá meira
Hrunaréttir voru haldnar fyrir hádegi og Skaftholtsréttir eftir hádegi en Skeiða- og Tungnaréttir verða báðar fyrir hádegi á morgun. Það hefur verið mikill hiti á fjallmönnum og fé í smalamennsku síðustu daga en hitinn fór til dæmis í 17 til 18 gráður í gær. „Vænstu lömbin áttu erfitt með að labba og vænsta féð átti erfitt með að labba niður af fjalli líka. Það er alltaf eitthvað, sem gefst upp í svona miklum hita,“ segir Guðmundur Árnason fjallkóngur í Skaftholtsréttum. Um 1700 fjár voru í réttunum en fé er alltaf að fækka á bæjunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mér finnst þetta alltaf með því allra skemmtilegasta, sem maður gerir. Þetta er það, sem markar upphaf haustsins, það eru réttirnar á Íslandi og líka bara að fólk geti komið saman eftir í rauninni tveggja ára aðskilnað,“ segir Svandís Svavarsdóttir, Matvælaráðherra, sem var í Skaftholtsréttum í dag. Ertu sveitakona? „Já, ég var mikið í sveit, sem krakki þannig að ég kannast við ýmislegt í sveitinni.“ Svandís tók sig vel út með þennan hrút.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svandís dró nokkur lömb í dilka. Hún segist hafa miklar áhyggjur af stöðu sauðfjárbænda og leggur á sama tíma áherslu á að það þurfi að huga virkilega vel að því í búvörusamningum og í allri þeirra umgjörð að afkoman sé í lagi. Hvað með sjálfan þig, borðar þú mikið af lambakjöti? „Já, já, ég geri það með öllu tilheyrandi,“ segir ráðherra hlægjandi. Vel gekk að draga í dilka.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent