Er Mourinho loks að renna á afturendann? Björn Már Ólafsson skrifar 9. september 2022 12:30 José Mourinho hefur átt erfiða viku í Rómarborg. Emmanuele Ciancaglini/Getty Images Chelsea, Barcelona og Udinese. Þessi áhugaverða þrenning inniheldur þau félög sem José Mourinho hefur þurft að þola stærstu töpin gegn á þjálfaraferli sínum. Er komið að því sem allir knattspyrnuáhugamenn hafa beðið eftir í eitt og hálft ár? Er José Mourinho að renna á afturendann með enn eitt liðið? Chelsea árið 2015. Manchester United árið 2018. Tottenham Hotspur árið 2021 og nú Roma árið 2022? Tímabilið fór annars afar vel af stað fyrir Roma eftir gríðarlega öflugan sumarglugga þar sem stórstjörnur á borð við Nemanja Matic, Georginio Wijnaldum og auðvitað sjálfur Paulo Dybala gengu til liðs við félagið. Bjartsýnin var mikil eftir síðasta tímabil enda lauk því á bestan mögulega hátt með sigri í Sambandsdeild Evrópu, fyrsti titill félagsins frá árinu 2007. Fyrir leikinn gegn Udinese um síðastliðna helgi hafði liðið aðeins fengið á sig eitt mark og það var úr föstu leikatriði. Öflugur varnarleikur átti að verða einkennismerki liðsins og lykillinn að nýjum titlum. En allt varð þetta að engu gegn spræku skyndisóknarliði Udinese. Hinir svarthvítu komust yfir eftir varnarmistök Hollendingsins Ricks Karsdorps eftir aðeins fimm mínútna leik. Eftir það var aldrei spurning hvoru meginn sigurinn myndi falla. Udinese liðið býr yfir gríðarlegum hraða í skyndisóknum og fremstur meðal jafningja var örlagavaldurinn Destiny Udogie. Udogie er aðeins 19 ára gamall og var seldur frá Udinese til Tottenham í sumar, en verður áfram í Udine í ár á láni. Mourinho hafði orð á því eftir leik, að hann vildi heldur tapa einum leik 4-0 heldur en að tapa fjórum leikjum 1-0. En hann hlýtur að vera áhyggjufullur. Spilamennska liðsins var ekki upp á marga fiska og ekki bætti það úr skák að liðið tapaði síðan 2-1 gegn Ludogorets í Evrópudeildinni nú í vikunni. Nicolo Zaniolo er meiddur og það sama á við um Tammy Abraham. Knattspyrnuáhugamenn elska að fylgjast með Mourinho, hvort sem þeir hati hann eða elski. Þetta risavaxna tap gegn Udinese gæti markað tímamót hans hjá félaginu og ljóst að allra augu beinast að borginni eilífu á komandi vikum. Á mánudagskvöldið bíður Empoli á útivelli. Margt getur gerst í þokunni í Toskana. Tilfinningaþrunginn brottrekstur Knattspyrnuáhugamenn kvöddu í vikunni gamlan kunningja úr starfi sem þjálfari í ítölsku A deildinni. Aukaspyrnusérfræðingurinn Sinisa Mihajlovic var látinn taka poka sinn hjá Bologna eftir þrjú og hálft ár í starfi, sem verður reyndar að teljast ansi langur tími í nútíma knattspyrnu. Undir stjórn Mihajlovics lenti Bologna ævinlega um miðja deild, nokkuð öruggir fyrir ofan fallbaráttuna en þó líka langt frá baráttu um Evrópusæti. Eigendur félagsins, kanadíska Saputo fjölskyldan, hafa meiri væntingar til liðsins en sem svo og eftir tvö töp og þrjú jafntefli í fyrstu fimm leikjum tímabilsins, var ákveðið að láta Mihajlovic fara. Sinisa Mihajlovic hefur barist við krabbamein síðustu misseri.Getty Images Brottreksturinn var erfiður, ekki bara vegna þess að Mihajlovic er vinsæll maður í borginni, heldur einnig vegna þeirra veikinda sem hann hefur glímt við. Á síðustu þremur árum hefur hann gengið í gegnum endurteknar meðferðir vegna krabbameins, eitthvað sem hefur þjappað stjórnarmönnum, leikmönnum og stuðningsmönnum betur saman. En á endanum er það árangur inni á vellinum sem ræður örlögum og í vikunni var síðan tilkynnt um að Thiago Motta hafi skrifað undir samning við Bologna. Motta gerði frábæra hluti í Spezia á síðasta tímabili þar sem hann hafði úr litlu að moða. Motta þykir efnilegur þjálfari og verður spennandi að sjá hvernig honum tekst til með sterkari hóp – og auðvitað heitasta leikmann A deildarinnar fremstan í flokki, Englandsvininn Marko Arnautovic. Er Pippo Inzaghi einkabarn? Stressaðasti maður Ítalíu þessa dagana hlýtur að vera eldri Inzaghi bróðirinn, Simone Inzaghi þjálfari Internazionale. Liðið tapaði 3-2 í nágrannaslagnum gegn AC Milan um síðustu helgi áður en liðið féll svo á heimavelli gegn þýska stórveldinu Bayern Munchen 0-2. Stuðningsmenn AC Milan vita að hann er valtur í sessi og þegar lokaflautið gall í nágrannaslagnum mátti heyra stuðningsmenn þeirra syngja: „Pippo Inzaghi er einkabarn“. Nágrannaslagur erkifjendanna er enginn staður fyrir silkihanska. Bræðurnir Simone og Filippo Inzaghi.Francesco Pecoraro/Getty Images Inzaghi berst því fyrir lífi sínu þessa dagana og fær verðugt verkefni þegar liðið mætir Torino á heimavelli á laugardaginn. Torino er á mikilli siglingu og því eru veðbankar búnir að lækka hressilega stuðulinn á því að Inzaghi verði látinn taka poka sinn. Of löng útlegð? Fjölmiðlar halda áfram að setja spurningamerki við framistöðu Max Allegis sem þjálfara Juventus. Jafnteflið á útivelli gegn Fiorentina þar sem Dusan Vlahovic sat á bekknum allan leikinn var afar ósannfærandi auk þess sem liðið beið lægri hlut gegn PSG í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið. Frá því að Allegri sneri aftur úr sjálfskipuðu tveggja ára útlegðinni sinni, sem hann eyddi í heimabænum Livorno þar sem hann spilaði spil með vinum sínum, lærði ensku og beið eftir símtali frá Manchester United sem aldrei kom, hefur honum ekki tekist að láta Juventus liðið spila áferðafagran fótbolta. Mikið rót á miðjumönnunum, ósannfærandi bakverðir og meiðsli hafa vissulega gert honum erfitt fyrir en það er lengra og lengra á milli góðu leikjanna. Fjölmiðlar á Ítaliu spyrja sig því, hvort útlegði hans hafi einfaldlega verið of löng. Er hægt að taka tveggja ára hlé frá knattspyrnu og snúa aftur á stærsta sviðið eins og ekkert hafi í skorist? Forsvarsmenn Juventus geta þó huggað sig við það, að liðið á einfalda leiki framundan. Salernitana, Moza og Bologna eru allt leikir sem ættu að vinnast nokkuð auðveldlega áður en stórslagur bíður gegn AC Milan. Berlusconi mætir á TikTok Það er ekki að sjá á Silvio Berlusconi hversu illa gengur hjá knattspyrnufélaginu hans Monza. Berlusconi er staddur í miðri kosningabaráttu og í vikunni opnaði hann aðgang á samfélagsmiðlinum TikTok, til að ná til ungu kynslóðarnnar. Berlusconi er á fullu í kosningabaráttu.Giuseppe Cottini/Getty Images Monza er sá nýliði í deildinni sem eyddi mestum fjármununum í sumar og ætlun Berlusconis er að festa liðið í sessi í efstu deild áður en liðið gerir atlögu að Evrópu. Ekkert í spilamennsku liðsins bendir þó til þess að liðið verði áfram í deild hinna bestu. 0 stig er niðurstaðan eftir fyrstu fimm leikina og það er farið að hitna verulega undir sæti Giovanni Stroppa þjálfara liðsins. Lofandi framistöður og rautt spjald Íslendingarnir skiptast á að vera í aðalhlutverkum á Ítalíu. Um síðastliðna helgi var það Albert Guðmundsson sem stal fyrirsögnunum með frábærri framistöðu fyrir Genoa gegn Parma í stórskemmtilegu 3-3 jafntefli sem lauk með því að hann fékk rautt spjald í uppbótatíma. Hann var allt í öllu í sóknarleik liðsins og þurfti þjálfari Genoa eftir leikinn að svara spurningum um það, hvað væri til bragðs að taka í næsta leik þar sem Albert verður í banni. Genoa er sem stendur í 5. sæti B deildarinnar aðeins stigi á eftir efsta sætinu. Aðra sögu er að segja um hitt Íslendingaliðið í B deildinni, Pisa. Hjörtur Hermannsson lék klukkustund í 2-1 tapi gegn nýliðunum, fjallageitunum frá Suður Týról. Pisa er í næstneðsta sæti eftir afleita byrjun. Fallið er mikið frá síðasta tímabili þar sem liðið var aðeins einu marki fra því að komast upp í A deildina. Í A deildinni var það Mikael Egill Ellertsson sem hélt íslenska fánanum á lofti um síðastliðna helgi. Hann lék rúmlega korter fyrir Spezia í 2-2 jafntefli gegn Bologna og var sprækur þær mínútur sem hann fékk. Hann hefur komið við sögu í öllum leikjum liðins á tímabilinu fyrir utan einn og aðeins spurning hvenær hann fær tækifæri í byrjunarliðinu. Hlutverk hans í liðinu er að spila á miðjunni sem einhvers konar átta eða tía. Í yngri flokkum var hann oftar í stöðu kantmanns. Þórir Jóhann sat allan leikinn á bekknum þegar liðið hans Lecce tapaði 1-0 gegn Torino á útivelli. Lecce er sem stendur rétt fyrir ofan fallsætin og þarf nauðsynlega að fara að sækja fyrsta sigurinn í deildinni, og tækifærin gerast ekki betri en um helgina þegar þeir mæta Monza sem vermir botnsætið. Heil umferð fer fram á Ítalíu um helgina en átta leikir verða í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. Sjá má dagskránna að neðan. Að ofan má heyra yfirferð Punktur og basta yfir síðustu umferð. Leikirnir í Serie A um helgina Laugardagur 13:00 Napoli-Spezia (Stöð 2 Sport 2) 16:00 Inter-Torino (Stöð 2 Sport 2) 18:45 Sampdoria-AC Milan (Stöð 2 Sport 2) Sunnudagur 10:30 Atalanta-Cremonese (Stöð 2 Sport 2) 13:00 Lecce-Monza (Stöð 2 Sport 3) 13:00 Bologna-Fiorentina 13:00 Sassuolo-Udinese 16:00 Lazio-Verona (Stöð 2 Sport 3) 18:45 Juventus-Salernitana (Stöð 2 Sport 3) Mánudagur 18:45 Empoli-Roma (Stöð 2 Sport 2) Ítalski boltinn Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Sjá meira
Tímabilið fór annars afar vel af stað fyrir Roma eftir gríðarlega öflugan sumarglugga þar sem stórstjörnur á borð við Nemanja Matic, Georginio Wijnaldum og auðvitað sjálfur Paulo Dybala gengu til liðs við félagið. Bjartsýnin var mikil eftir síðasta tímabil enda lauk því á bestan mögulega hátt með sigri í Sambandsdeild Evrópu, fyrsti titill félagsins frá árinu 2007. Fyrir leikinn gegn Udinese um síðastliðna helgi hafði liðið aðeins fengið á sig eitt mark og það var úr föstu leikatriði. Öflugur varnarleikur átti að verða einkennismerki liðsins og lykillinn að nýjum titlum. En allt varð þetta að engu gegn spræku skyndisóknarliði Udinese. Hinir svarthvítu komust yfir eftir varnarmistök Hollendingsins Ricks Karsdorps eftir aðeins fimm mínútna leik. Eftir það var aldrei spurning hvoru meginn sigurinn myndi falla. Udinese liðið býr yfir gríðarlegum hraða í skyndisóknum og fremstur meðal jafningja var örlagavaldurinn Destiny Udogie. Udogie er aðeins 19 ára gamall og var seldur frá Udinese til Tottenham í sumar, en verður áfram í Udine í ár á láni. Mourinho hafði orð á því eftir leik, að hann vildi heldur tapa einum leik 4-0 heldur en að tapa fjórum leikjum 1-0. En hann hlýtur að vera áhyggjufullur. Spilamennska liðsins var ekki upp á marga fiska og ekki bætti það úr skák að liðið tapaði síðan 2-1 gegn Ludogorets í Evrópudeildinni nú í vikunni. Nicolo Zaniolo er meiddur og það sama á við um Tammy Abraham. Knattspyrnuáhugamenn elska að fylgjast með Mourinho, hvort sem þeir hati hann eða elski. Þetta risavaxna tap gegn Udinese gæti markað tímamót hans hjá félaginu og ljóst að allra augu beinast að borginni eilífu á komandi vikum. Á mánudagskvöldið bíður Empoli á útivelli. Margt getur gerst í þokunni í Toskana. Tilfinningaþrunginn brottrekstur Knattspyrnuáhugamenn kvöddu í vikunni gamlan kunningja úr starfi sem þjálfari í ítölsku A deildinni. Aukaspyrnusérfræðingurinn Sinisa Mihajlovic var látinn taka poka sinn hjá Bologna eftir þrjú og hálft ár í starfi, sem verður reyndar að teljast ansi langur tími í nútíma knattspyrnu. Undir stjórn Mihajlovics lenti Bologna ævinlega um miðja deild, nokkuð öruggir fyrir ofan fallbaráttuna en þó líka langt frá baráttu um Evrópusæti. Eigendur félagsins, kanadíska Saputo fjölskyldan, hafa meiri væntingar til liðsins en sem svo og eftir tvö töp og þrjú jafntefli í fyrstu fimm leikjum tímabilsins, var ákveðið að láta Mihajlovic fara. Sinisa Mihajlovic hefur barist við krabbamein síðustu misseri.Getty Images Brottreksturinn var erfiður, ekki bara vegna þess að Mihajlovic er vinsæll maður í borginni, heldur einnig vegna þeirra veikinda sem hann hefur glímt við. Á síðustu þremur árum hefur hann gengið í gegnum endurteknar meðferðir vegna krabbameins, eitthvað sem hefur þjappað stjórnarmönnum, leikmönnum og stuðningsmönnum betur saman. En á endanum er það árangur inni á vellinum sem ræður örlögum og í vikunni var síðan tilkynnt um að Thiago Motta hafi skrifað undir samning við Bologna. Motta gerði frábæra hluti í Spezia á síðasta tímabili þar sem hann hafði úr litlu að moða. Motta þykir efnilegur þjálfari og verður spennandi að sjá hvernig honum tekst til með sterkari hóp – og auðvitað heitasta leikmann A deildarinnar fremstan í flokki, Englandsvininn Marko Arnautovic. Er Pippo Inzaghi einkabarn? Stressaðasti maður Ítalíu þessa dagana hlýtur að vera eldri Inzaghi bróðirinn, Simone Inzaghi þjálfari Internazionale. Liðið tapaði 3-2 í nágrannaslagnum gegn AC Milan um síðustu helgi áður en liðið féll svo á heimavelli gegn þýska stórveldinu Bayern Munchen 0-2. Stuðningsmenn AC Milan vita að hann er valtur í sessi og þegar lokaflautið gall í nágrannaslagnum mátti heyra stuðningsmenn þeirra syngja: „Pippo Inzaghi er einkabarn“. Nágrannaslagur erkifjendanna er enginn staður fyrir silkihanska. Bræðurnir Simone og Filippo Inzaghi.Francesco Pecoraro/Getty Images Inzaghi berst því fyrir lífi sínu þessa dagana og fær verðugt verkefni þegar liðið mætir Torino á heimavelli á laugardaginn. Torino er á mikilli siglingu og því eru veðbankar búnir að lækka hressilega stuðulinn á því að Inzaghi verði látinn taka poka sinn. Of löng útlegð? Fjölmiðlar halda áfram að setja spurningamerki við framistöðu Max Allegis sem þjálfara Juventus. Jafnteflið á útivelli gegn Fiorentina þar sem Dusan Vlahovic sat á bekknum allan leikinn var afar ósannfærandi auk þess sem liðið beið lægri hlut gegn PSG í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið. Frá því að Allegri sneri aftur úr sjálfskipuðu tveggja ára útlegðinni sinni, sem hann eyddi í heimabænum Livorno þar sem hann spilaði spil með vinum sínum, lærði ensku og beið eftir símtali frá Manchester United sem aldrei kom, hefur honum ekki tekist að láta Juventus liðið spila áferðafagran fótbolta. Mikið rót á miðjumönnunum, ósannfærandi bakverðir og meiðsli hafa vissulega gert honum erfitt fyrir en það er lengra og lengra á milli góðu leikjanna. Fjölmiðlar á Ítaliu spyrja sig því, hvort útlegði hans hafi einfaldlega verið of löng. Er hægt að taka tveggja ára hlé frá knattspyrnu og snúa aftur á stærsta sviðið eins og ekkert hafi í skorist? Forsvarsmenn Juventus geta þó huggað sig við það, að liðið á einfalda leiki framundan. Salernitana, Moza og Bologna eru allt leikir sem ættu að vinnast nokkuð auðveldlega áður en stórslagur bíður gegn AC Milan. Berlusconi mætir á TikTok Það er ekki að sjá á Silvio Berlusconi hversu illa gengur hjá knattspyrnufélaginu hans Monza. Berlusconi er staddur í miðri kosningabaráttu og í vikunni opnaði hann aðgang á samfélagsmiðlinum TikTok, til að ná til ungu kynslóðarnnar. Berlusconi er á fullu í kosningabaráttu.Giuseppe Cottini/Getty Images Monza er sá nýliði í deildinni sem eyddi mestum fjármununum í sumar og ætlun Berlusconis er að festa liðið í sessi í efstu deild áður en liðið gerir atlögu að Evrópu. Ekkert í spilamennsku liðsins bendir þó til þess að liðið verði áfram í deild hinna bestu. 0 stig er niðurstaðan eftir fyrstu fimm leikina og það er farið að hitna verulega undir sæti Giovanni Stroppa þjálfara liðsins. Lofandi framistöður og rautt spjald Íslendingarnir skiptast á að vera í aðalhlutverkum á Ítalíu. Um síðastliðna helgi var það Albert Guðmundsson sem stal fyrirsögnunum með frábærri framistöðu fyrir Genoa gegn Parma í stórskemmtilegu 3-3 jafntefli sem lauk með því að hann fékk rautt spjald í uppbótatíma. Hann var allt í öllu í sóknarleik liðsins og þurfti þjálfari Genoa eftir leikinn að svara spurningum um það, hvað væri til bragðs að taka í næsta leik þar sem Albert verður í banni. Genoa er sem stendur í 5. sæti B deildarinnar aðeins stigi á eftir efsta sætinu. Aðra sögu er að segja um hitt Íslendingaliðið í B deildinni, Pisa. Hjörtur Hermannsson lék klukkustund í 2-1 tapi gegn nýliðunum, fjallageitunum frá Suður Týról. Pisa er í næstneðsta sæti eftir afleita byrjun. Fallið er mikið frá síðasta tímabili þar sem liðið var aðeins einu marki fra því að komast upp í A deildina. Í A deildinni var það Mikael Egill Ellertsson sem hélt íslenska fánanum á lofti um síðastliðna helgi. Hann lék rúmlega korter fyrir Spezia í 2-2 jafntefli gegn Bologna og var sprækur þær mínútur sem hann fékk. Hann hefur komið við sögu í öllum leikjum liðins á tímabilinu fyrir utan einn og aðeins spurning hvenær hann fær tækifæri í byrjunarliðinu. Hlutverk hans í liðinu er að spila á miðjunni sem einhvers konar átta eða tía. Í yngri flokkum var hann oftar í stöðu kantmanns. Þórir Jóhann sat allan leikinn á bekknum þegar liðið hans Lecce tapaði 1-0 gegn Torino á útivelli. Lecce er sem stendur rétt fyrir ofan fallsætin og þarf nauðsynlega að fara að sækja fyrsta sigurinn í deildinni, og tækifærin gerast ekki betri en um helgina þegar þeir mæta Monza sem vermir botnsætið. Heil umferð fer fram á Ítalíu um helgina en átta leikir verða í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. Sjá má dagskránna að neðan. Að ofan má heyra yfirferð Punktur og basta yfir síðustu umferð. Leikirnir í Serie A um helgina Laugardagur 13:00 Napoli-Spezia (Stöð 2 Sport 2) 16:00 Inter-Torino (Stöð 2 Sport 2) 18:45 Sampdoria-AC Milan (Stöð 2 Sport 2) Sunnudagur 10:30 Atalanta-Cremonese (Stöð 2 Sport 2) 13:00 Lecce-Monza (Stöð 2 Sport 3) 13:00 Bologna-Fiorentina 13:00 Sassuolo-Udinese 16:00 Lazio-Verona (Stöð 2 Sport 3) 18:45 Juventus-Salernitana (Stöð 2 Sport 3) Mánudagur 18:45 Empoli-Roma (Stöð 2 Sport 2)
Leikirnir í Serie A um helgina Laugardagur 13:00 Napoli-Spezia (Stöð 2 Sport 2) 16:00 Inter-Torino (Stöð 2 Sport 2) 18:45 Sampdoria-AC Milan (Stöð 2 Sport 2) Sunnudagur 10:30 Atalanta-Cremonese (Stöð 2 Sport 2) 13:00 Lecce-Monza (Stöð 2 Sport 3) 13:00 Bologna-Fiorentina 13:00 Sassuolo-Udinese 16:00 Lazio-Verona (Stöð 2 Sport 3) 18:45 Juventus-Salernitana (Stöð 2 Sport 3) Mánudagur 18:45 Empoli-Roma (Stöð 2 Sport 2)
Ítalski boltinn Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Sjá meira