Ánægður að fá soninn í liðið: „Vonum bara að hann hjálpi okkur mikið í vetur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. september 2022 23:30 Feðgarnir Rúnar Sigtryggsson og Andri Már Rúnarsson eru spenntir fyrir komandi vetri í Olís-deild karla í handbolta. Vísir/Sigurjón Andri Már Rúnarsson skrifaði undir hjá Haukum í Olís-deildinni í handbolta í vikunni en þar þekkir hann vel til þjálfarans. Karl faðir hans, Rúnar Sigtryggsson, tók við liðinu fyrir þessa leiktíð og lýst þeim vel á komandi samstarf. „Þetta kom þannig til að þjálfarinn úti sagði mér fyrir þetta tímabil að ég væri ekki alveg í plönunum, það væri ekki pláss,“ sagði Andri Már í samtali við Stöð 2 í dag, en hann var á mála hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu á seinasta tímabili. „Þá fóru þeir líka að spyrja mig hvort ég vildi ekki fara að hugsa mér til hreyfings og finna mér spiltíma. Þegar ég heyri af þessu, að fá að kíkja aðeins heim og fá að spila mikið þá leyst mér best á það.“ Eins og áður segir er Rúnar Sigtryggsson, faðir Andra, þjálfari Hauka og hann segir að strákurinn hafi þroskast mikið sem leikmaður á undanförnum árum. „Já og breikkað og stækkað. Hann hafði greinilega gott að æfa við svona aðstæður þar sem hann hafði tíma bara til að æfa tvisvar á dag og með allt sem til þarf. Við vonum bara að hann hjálpi okkur mikið í vetur,“ sagði Rúnar um drenginn. Andri segir einnig að á þeim stutta tíma sem hann var úti hafi hann náð sér í gríðarlega reynslu sem hann mun nýta sér til að hjálpa liðinu og koma sér aftur út. „Mjög mikið. Mikla reynslu og þetta er náttúrulega allt annað level þarna úti. Nú er maður líka búinn að sjá deildinni hérna heima og svo úti og hvað maður þarf að gera, hvað maður þarf að æfa mikið og leggja mikið á sig til að spila á þessu toppleveli úti eins og þessir bestu leikmenn í heimi. Það er alltaf stefnan að komast aftur út,“ sagði Andri að lokum, en viðtalið við þá feðga má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Andri Már Rúnarsson skrifaði undir hjá Haukum Haukar hefja leik í Olís-deild karla á morgun þegar liðið tekur á móti KA klukkan 19:30. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, ásamt því að hægt verður að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum hér á Vísi. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Haukar Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Sjá meira
„Þetta kom þannig til að þjálfarinn úti sagði mér fyrir þetta tímabil að ég væri ekki alveg í plönunum, það væri ekki pláss,“ sagði Andri Már í samtali við Stöð 2 í dag, en hann var á mála hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu á seinasta tímabili. „Þá fóru þeir líka að spyrja mig hvort ég vildi ekki fara að hugsa mér til hreyfings og finna mér spiltíma. Þegar ég heyri af þessu, að fá að kíkja aðeins heim og fá að spila mikið þá leyst mér best á það.“ Eins og áður segir er Rúnar Sigtryggsson, faðir Andra, þjálfari Hauka og hann segir að strákurinn hafi þroskast mikið sem leikmaður á undanförnum árum. „Já og breikkað og stækkað. Hann hafði greinilega gott að æfa við svona aðstæður þar sem hann hafði tíma bara til að æfa tvisvar á dag og með allt sem til þarf. Við vonum bara að hann hjálpi okkur mikið í vetur,“ sagði Rúnar um drenginn. Andri segir einnig að á þeim stutta tíma sem hann var úti hafi hann náð sér í gríðarlega reynslu sem hann mun nýta sér til að hjálpa liðinu og koma sér aftur út. „Mjög mikið. Mikla reynslu og þetta er náttúrulega allt annað level þarna úti. Nú er maður líka búinn að sjá deildinni hérna heima og svo úti og hvað maður þarf að gera, hvað maður þarf að æfa mikið og leggja mikið á sig til að spila á þessu toppleveli úti eins og þessir bestu leikmenn í heimi. Það er alltaf stefnan að komast aftur út,“ sagði Andri að lokum, en viðtalið við þá feðga má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Andri Már Rúnarsson skrifaði undir hjá Haukum Haukar hefja leik í Olís-deild karla á morgun þegar liðið tekur á móti KA klukkan 19:30. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, ásamt því að hægt verður að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum hér á Vísi. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Haukar Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Sjá meira