„Þau völdu ekki að vera á flótta en þau þurfa að gera það“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. september 2022 09:00 Jasmina Vajzovic Crnac, leiðtogi alþjóðateymis velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Drífa Baldvinsdóttir, verkefnastjóri samfélagshússins á Vitatorgi. Myndin er samsett. Vísir Kona sem flúði Bosníustríðið ásamt fjölskyldu sinni til Íslands fyrir tuttugu og sex árum sér nú um að taka á móti mesta straumi flóttafólks til Reykjavíkur frá upphafi. Hún segir flóttafólk afar ánægt með að geta hitt Íslendinga á félagsmiðstöðvum borgarinnar. Reykjavíkurborg hefur aldrei í sögunni veitt eins mörgu flóttafólki þjónustu og í ár eða ríflega þúsund manns. Til samanburðar veitti velferðarsviðið borgarinnar um hundrað og þrjátíu manns þjónustu 2018. Stór hluti fólks sem hefur komið hingað undanfarið er frá Úkraínu en einnig frá Venezúela. Jasmina Vajzovic Crnac, leiðtogi alþjóðateymis velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að vel hafi gengið að útvega fólki húsnæði og vinnu í borginni. „Það eru mörg fyrirtæki að bjóða fólki vinnu þannig að það hefur gengið vonum framar,“ segir Jasmina. Jasmina sem flúði hingað sem barn ásamt fjölskyldu sinni vegna Bosníustríðsins segir afar mikilvægt að taka vel á móti flóttafólki og hjálpa því að samlagast sem fyrst. „Við þurfum að taka mjög vel á móti fólki, vera opin, reyna að spjalla, reyna að fá þau til að vera hluti af samfélaginu, þetta er bara venjulegt fólk eins og hver annar. Þau eru í viðkvæmri stöðu vegna þess að þau misstu allt, þau völdu ekki að vera á flótta en þau þurfa að gera það,“ segir Jasmina. Jasmina segir að starfsfólk velferðarsviðs hafi fundið upp á ýmsum nýjungum til að taka sem best á móti flóttafólki til að mynda hafi félagsmiðstöðin Vitatorg boðið fólk í þessari stöðu velkomið en þar hefur um árabil verið rekið ýmiskonar félagsstarf fyrir fólk á öllum aldri. „Undanfarið þá höfum við verið svona að leggja meiri áherslu á einmitt að bjóða fólk af erlendum uppruna velkomið til okkar og höfum núna verið í samstarfi við Rauða krossinn. Þar sem að starfsmenn og sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum hafa verið að koma inn í starfið hjá okkur og halda viðburði og vera með dagskrá þar sem er svona sérstaklega verið að reyna að höfða til þessa hóps,“ segir Drífa Baldvinsdóttir, verkefnastjóri samfélagshússins á Vitatorgi. Reykjavík Innflytjendamál Úkraína Venesúela Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur aldrei í sögunni veitt eins mörgu flóttafólki þjónustu og í ár eða ríflega þúsund manns. Til samanburðar veitti velferðarsviðið borgarinnar um hundrað og þrjátíu manns þjónustu 2018. Stór hluti fólks sem hefur komið hingað undanfarið er frá Úkraínu en einnig frá Venezúela. Jasmina Vajzovic Crnac, leiðtogi alþjóðateymis velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að vel hafi gengið að útvega fólki húsnæði og vinnu í borginni. „Það eru mörg fyrirtæki að bjóða fólki vinnu þannig að það hefur gengið vonum framar,“ segir Jasmina. Jasmina sem flúði hingað sem barn ásamt fjölskyldu sinni vegna Bosníustríðsins segir afar mikilvægt að taka vel á móti flóttafólki og hjálpa því að samlagast sem fyrst. „Við þurfum að taka mjög vel á móti fólki, vera opin, reyna að spjalla, reyna að fá þau til að vera hluti af samfélaginu, þetta er bara venjulegt fólk eins og hver annar. Þau eru í viðkvæmri stöðu vegna þess að þau misstu allt, þau völdu ekki að vera á flótta en þau þurfa að gera það,“ segir Jasmina. Jasmina segir að starfsfólk velferðarsviðs hafi fundið upp á ýmsum nýjungum til að taka sem best á móti flóttafólki til að mynda hafi félagsmiðstöðin Vitatorg boðið fólk í þessari stöðu velkomið en þar hefur um árabil verið rekið ýmiskonar félagsstarf fyrir fólk á öllum aldri. „Undanfarið þá höfum við verið svona að leggja meiri áherslu á einmitt að bjóða fólk af erlendum uppruna velkomið til okkar og höfum núna verið í samstarfi við Rauða krossinn. Þar sem að starfsmenn og sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum hafa verið að koma inn í starfið hjá okkur og halda viðburði og vera með dagskrá þar sem er svona sérstaklega verið að reyna að höfða til þessa hóps,“ segir Drífa Baldvinsdóttir, verkefnastjóri samfélagshússins á Vitatorgi.
Reykjavík Innflytjendamál Úkraína Venesúela Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira