„Íslenska ríkið er gott í að skrifa skýrslur en svo gerist ekki neitt“ Snorri Másson skrifar 8. september 2022 08:41 Lina Elisabet Hallberg er Svíi sem ólst upp í Sviss en flutti til Íslands árið 2016. Lina starfar sem tannlæknir á Íslandi en þurfti á sínum tíma að minnka verulega við sig í starfi, þar sem hún vildi klára að læra íslensku. Eina leiðin sem hún mat færa var að fara beinlínis í háskólanám, þar sem aðra valkosti skorti. Lina ræddi málefni íslenskukennslu í Íslandi í dag, þar sem hún sagði íslenska ríkið sýna mikið áhugaleysi í innflytjendamálum; og að ekki væri nándar nærri staðið nógu vel að íslenskukennslu fyrir útlendinga. Hér að ofan má sjá viðtalið, sem fer fram á lýtalausri íslensku - nokkuð sem allir geta lært að sögn Linu. „Ég byrjaði á að fara í tungumálaskóla, keypti bækur, en því miður. Eftir fjögur eða fimm námskeið þá var ekkert til að gera. Það er hægt að læra íslensku en það vantar kennslubækur, orðabækur og námskeið," segir Lina. Úrræðaleysið sem blasir við eftir fyrstu grunnnámskeiðin kemur að sögn Linu niður á íslensku samfélagi í praktískum skilningi. Hún sjálf hafi þannig þurft að minnka við sig í vinnu til að klára námið og þar að auki þekki hún fjölda menntaðs fólks sem ekki getur starfað við fag sitt vegna þess að það hefur ekki náð tökum á tungumálinu þrátt fyrir áralanga dvöl. Það sé ekki fjarlægur veruleiki að hér skapist stór hópur fólks sem ekki tali tungumálið, heldur sé sú staða þegar uppi. Lina Hallberg tannlæknir er mikill áhugamaður um íslenska tungu og hefur náð undraverðum tökum á henni á aðeins örfáum árum. Aðrir geta gert hið sama, en þá verða yfirvöld að skapa forsendur til náms.Vísir/Vilhelm „Mér finnst íslenska ríkið mjög gott í að skrifa skýrslur en svo gerist ekki neitt,“ segir Lina. Ég þekki marga sem hafa verið hér í sjö, átta, níu ár og tala varla íslensku af því að tækifærin eru ekki til. Það er ótrúlega erfitt að finna námskeið. Það eru ekki til kennslubækur og kennslubækurnar sem þú átt að skoða til að fá ríkisborgararétt, þær eru bara ekki góðar. Það þarf, að sögn Linu, að gera miklu, miklu betur. Íslensk fræði Innflytjendamál Tengdar fréttir Segir nauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir erlent vinnuafl nauðsynlegt til þess að sinna megi þeim stöfum sem skapist þegar þjóðin eldist og færri verða á vinnumarkaði. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir þá sem komi erlendis frá til landsins og vilji vinna. Hann hafi áhyggjur af íslensku máli. 4. september 2022 00:22 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Fleiri fréttir Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Sjá meira
Lina ræddi málefni íslenskukennslu í Íslandi í dag, þar sem hún sagði íslenska ríkið sýna mikið áhugaleysi í innflytjendamálum; og að ekki væri nándar nærri staðið nógu vel að íslenskukennslu fyrir útlendinga. Hér að ofan má sjá viðtalið, sem fer fram á lýtalausri íslensku - nokkuð sem allir geta lært að sögn Linu. „Ég byrjaði á að fara í tungumálaskóla, keypti bækur, en því miður. Eftir fjögur eða fimm námskeið þá var ekkert til að gera. Það er hægt að læra íslensku en það vantar kennslubækur, orðabækur og námskeið," segir Lina. Úrræðaleysið sem blasir við eftir fyrstu grunnnámskeiðin kemur að sögn Linu niður á íslensku samfélagi í praktískum skilningi. Hún sjálf hafi þannig þurft að minnka við sig í vinnu til að klára námið og þar að auki þekki hún fjölda menntaðs fólks sem ekki getur starfað við fag sitt vegna þess að það hefur ekki náð tökum á tungumálinu þrátt fyrir áralanga dvöl. Það sé ekki fjarlægur veruleiki að hér skapist stór hópur fólks sem ekki tali tungumálið, heldur sé sú staða þegar uppi. Lina Hallberg tannlæknir er mikill áhugamaður um íslenska tungu og hefur náð undraverðum tökum á henni á aðeins örfáum árum. Aðrir geta gert hið sama, en þá verða yfirvöld að skapa forsendur til náms.Vísir/Vilhelm „Mér finnst íslenska ríkið mjög gott í að skrifa skýrslur en svo gerist ekki neitt,“ segir Lina. Ég þekki marga sem hafa verið hér í sjö, átta, níu ár og tala varla íslensku af því að tækifærin eru ekki til. Það er ótrúlega erfitt að finna námskeið. Það eru ekki til kennslubækur og kennslubækurnar sem þú átt að skoða til að fá ríkisborgararétt, þær eru bara ekki góðar. Það þarf, að sögn Linu, að gera miklu, miklu betur.
Íslensk fræði Innflytjendamál Tengdar fréttir Segir nauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir erlent vinnuafl nauðsynlegt til þess að sinna megi þeim stöfum sem skapist þegar þjóðin eldist og færri verða á vinnumarkaði. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir þá sem komi erlendis frá til landsins og vilji vinna. Hann hafi áhyggjur af íslensku máli. 4. september 2022 00:22 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Fleiri fréttir Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Sjá meira
Segir nauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir erlent vinnuafl nauðsynlegt til þess að sinna megi þeim stöfum sem skapist þegar þjóðin eldist og færri verða á vinnumarkaði. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir þá sem komi erlendis frá til landsins og vilji vinna. Hann hafi áhyggjur af íslensku máli. 4. september 2022 00:22