Herferðin nefnist „Lífið í nýju ljósi“ og vísar til þess að veruleika fólks er snúið á hvolf þegar það greinist með krabbamein.
„Við erum svona að höfða til hversdagslegu hlutanna sem margir sakna af því að það má segja að þegar einstaklingar greinast þá sjá þeir lífið í nýju ljósi.“
Markmiðið er að safna mánaðarlegum styrktaraðilum, svokölluðum Ljósavinum, því aðsókn í þjónustu hjá Ljósinu hefur stóraukist á undanliðnum árum.
„Bæði hjá þeim sem greinast og svo veitum viðeinnig stuðning fyrir alla aðstandendur þannig að við erum að sinna allri fjölskyldunni líka og núna erum við með um 600 manns í þjónustu í hverjum mánuði og það er 24% aukning bara á milli áranna 2020 og2021. Það er virkilega farið að þrengja að okkur í húsnæðinu okkar og við erum að höfða til þess að fólk gerist ljósavinir bæði svo við getum haldið starfseminni áfram en svo við getum farið að byggja grunn að því að fá nýtt og stærra húsnæði.“

Erna segir að það sé ótalmargt sem breytist í lífi fólks við krabbameinsgreiningu.
„Fólk getur dottið út af vinnumarkaði, það missir hlutverkin sín, það þarf að fara í alls konar meðferðir og aðgerðir, missir orku og þrek og þá er svo nauðsynlegt að eiga svona stað eins og Ljósið endurhæfingarmiðstöð til að geta komið og byggt sig upp andlega, líkamlega og félagslega.“
Þá sé nauðsynlegt að aðstandendur fái líkastuðning og ráðgjöf.
„Þau eru oft í lausu lofti og vita ekki hvernig þau geta stutt við þennan nýgreinda einstakling af því lífinu er snúið á hvolf. Þá erum við bæði með viðtöl og námskeið fyrir aðstandendur á öllum aldri til þess að þau geti fótað sig í þessu nýja hlutverki; hvað má hjálpa mikið? Er ég að gera vitlaust? Hvað má ég segja við viðkomandi? Hvað segi ég við börnin þegar foreldri greinist? hvað má segja mikið og hvað ekki? Það er algjörlega nauðsynlegt að öll fjölskyldan fái stuðning.“