Lokaspretturinn framundan í Úrvalsdeildunum í Valorant Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. september 2022 22:31 Undanúrslit og úrslit eru framundan í úrvalsdeildunum í Valorant Komið er að lokaspretti Úrvalsdeilda Rafíþróttasamtaka Íslands í Valorant eftir að riðlaleikjum lauk síðastliðinn sunnudag, en úrslitin verða spiluð laugardaginn 10. september. Dusty var stigahæst í opnum flokki úrvalsdeildanna en í kvennaflokki var það KRAFLA sem bar sigur úr býtum. Dusty vann alla þrjá leiki sína í opna flokkinum og endaði því með sex stig. Í öðru sæti varð liðið EX Icelandic Champs með fjögur stig, Dímon hafnaði í þriðja sæti með tvö stig og Charge E-Sports í fjórða og neðsta sæti án stiga. Dusty mætir því botnliði Charge E-Sports í undanúrslitum næstkomandi föstudag klukkan 18:00 og á sama tíma mætast Dímon og EX Icelandic Champs í hinni undanúrslitaviðureigninni. Í kvennaflokki vann KRAFLA riðilinn með fullt hús stiga, GORLS hafnaði í öðru sæti með fjögur stig, BroFlakez í því þriðja með tvö stig og Pink Express rak lestina án stiga. Undanúrslitin í kvennaflokki verða einnig leikin klukkan 18:00 á föstudaginn, en þar mætast KRAFLA og Pink Express annars vegar og GORLS og BroFlakez hins vegar. Úrslitin sjálf fara svo fram á laugardaginn og verður hægt á fylgjast með þeim frá klukkan 18:00 í beinni útsendingu á Twitch-rás Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti
Dusty var stigahæst í opnum flokki úrvalsdeildanna en í kvennaflokki var það KRAFLA sem bar sigur úr býtum. Dusty vann alla þrjá leiki sína í opna flokkinum og endaði því með sex stig. Í öðru sæti varð liðið EX Icelandic Champs með fjögur stig, Dímon hafnaði í þriðja sæti með tvö stig og Charge E-Sports í fjórða og neðsta sæti án stiga. Dusty mætir því botnliði Charge E-Sports í undanúrslitum næstkomandi föstudag klukkan 18:00 og á sama tíma mætast Dímon og EX Icelandic Champs í hinni undanúrslitaviðureigninni. Í kvennaflokki vann KRAFLA riðilinn með fullt hús stiga, GORLS hafnaði í öðru sæti með fjögur stig, BroFlakez í því þriðja með tvö stig og Pink Express rak lestina án stiga. Undanúrslitin í kvennaflokki verða einnig leikin klukkan 18:00 á föstudaginn, en þar mætast KRAFLA og Pink Express annars vegar og GORLS og BroFlakez hins vegar. Úrslitin sjálf fara svo fram á laugardaginn og verður hægt á fylgjast með þeim frá klukkan 18:00 í beinni útsendingu á Twitch-rás Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti