Lokaspretturinn framundan í Úrvalsdeildunum í Valorant Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. september 2022 22:31 Undanúrslit og úrslit eru framundan í úrvalsdeildunum í Valorant Komið er að lokaspretti Úrvalsdeilda Rafíþróttasamtaka Íslands í Valorant eftir að riðlaleikjum lauk síðastliðinn sunnudag, en úrslitin verða spiluð laugardaginn 10. september. Dusty var stigahæst í opnum flokki úrvalsdeildanna en í kvennaflokki var það KRAFLA sem bar sigur úr býtum. Dusty vann alla þrjá leiki sína í opna flokkinum og endaði því með sex stig. Í öðru sæti varð liðið EX Icelandic Champs með fjögur stig, Dímon hafnaði í þriðja sæti með tvö stig og Charge E-Sports í fjórða og neðsta sæti án stiga. Dusty mætir því botnliði Charge E-Sports í undanúrslitum næstkomandi föstudag klukkan 18:00 og á sama tíma mætast Dímon og EX Icelandic Champs í hinni undanúrslitaviðureigninni. Í kvennaflokki vann KRAFLA riðilinn með fullt hús stiga, GORLS hafnaði í öðru sæti með fjögur stig, BroFlakez í því þriðja með tvö stig og Pink Express rak lestina án stiga. Undanúrslitin í kvennaflokki verða einnig leikin klukkan 18:00 á föstudaginn, en þar mætast KRAFLA og Pink Express annars vegar og GORLS og BroFlakez hins vegar. Úrslitin sjálf fara svo fram á laugardaginn og verður hægt á fylgjast með þeim frá klukkan 18:00 í beinni útsendingu á Twitch-rás Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti
Dusty var stigahæst í opnum flokki úrvalsdeildanna en í kvennaflokki var það KRAFLA sem bar sigur úr býtum. Dusty vann alla þrjá leiki sína í opna flokkinum og endaði því með sex stig. Í öðru sæti varð liðið EX Icelandic Champs með fjögur stig, Dímon hafnaði í þriðja sæti með tvö stig og Charge E-Sports í fjórða og neðsta sæti án stiga. Dusty mætir því botnliði Charge E-Sports í undanúrslitum næstkomandi föstudag klukkan 18:00 og á sama tíma mætast Dímon og EX Icelandic Champs í hinni undanúrslitaviðureigninni. Í kvennaflokki vann KRAFLA riðilinn með fullt hús stiga, GORLS hafnaði í öðru sæti með fjögur stig, BroFlakez í því þriðja með tvö stig og Pink Express rak lestina án stiga. Undanúrslitin í kvennaflokki verða einnig leikin klukkan 18:00 á föstudaginn, en þar mætast KRAFLA og Pink Express annars vegar og GORLS og BroFlakez hins vegar. Úrslitin sjálf fara svo fram á laugardaginn og verður hægt á fylgjast með þeim frá klukkan 18:00 í beinni útsendingu á Twitch-rás Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti