Home: Flóttamenn eru fólk eins og við Heiðar Sumarliðason skrifar 9. september 2022 09:13 Sami flytur inn á fjölskyldu í Dorking. Ríkissjónvarpið á það til að detta inn á skemmtilega breska þætti og eru slíkir nú á dagskrá þar á bænum, þáttaröðin Home frá Channel 4. Katy er fráskilin einstæð móðir sem hefur fundið sér nýjan kærasta og sambýlismann, byggingatækninn Peter. Þegar þau koma heim, ásamt syni hennar John, eftir sumarfrí í Frakklandi, finna þau sköllóttan og feitlaginn Sýrlending í skotti station-bíls síns. Upp úr kafinu kemur að hann er kristinn enskukennari, að nafni Sami, á flótta undan stríðinu í heimalandi sínu. Peter bregst ekki sérlega vel við þessum óboðna gesti, en þar sem hann er nýfluttur inn hjá mæðginunum, og enn hálfpartinn til reynslu, eru frekar rasísk viðbrögð hans við Sami ekki vel séð. Það er að einhverju leyti vegna hegðunar Peters sem Katy býður Sami að búa á heimili sínu á meðan hann bíður eftir svari við umsókn sinni um landvistarleyfi. Peter situr því uppi með annan karlmann á heimilinu, karlmann sem nýi stjúpsonurinn er töluvert hrifnari af. Fjöskyldan er eðlilega í fyrstu smeyk við manninn sem faldi sig í skottinu. Það er oft áhugavert þegar sjónvarpsþættir eru skrifaðir jafn bókstaflega inn í samtímann og Home. Í síðasta dómi mínum, um þáttaröðina This is Going to Hurt, sagði ég m.a. að það væri ekki hlutverk drama að vera samfélagsþjónusta. Það má hins vegar taka þá fullyrðingu mína og gagnrýna, ef litið er á hlutina frá öðru sjónarhorni. Að sjálfsögðu eru sögur kennslutól, þó þær geri það ekki í gegnum t.d. hinar bókstaflegu aðferðir fyrirlestursins. Þær kenna í gegnum samspil heildarinnar; hvernig sögusvið, átök og þroski persóna harmónera saman til að skapa heild. Hér er slíkt sannarlega á boðstólum, þó kannski á heldur einfeldningslegan máta. Home er ekki meistaraverk út frá dramatúrgíu og dæmd með þeim augum fær þáttaröðin ekki sérlega háa einkunn. Það sem ýtir henni þó yfir línuna er hvernig sagan er brotin upp með góðu gríni, sem og sjarmerandi persónum og leikhópi. Grínisti skrifar þætti Við áhorfið hugsaði ég með mér að höfundurinn væri sennilega ekki eiginlegur höfundur, að hann væri mögulega grínisti sem væri að prófa sjónvarpsþáttarformið og ekki alveg kominn með 100% vald á því. Þegar ég kláraði lokaþáttinn smellti ég á Imdb.com-síðu Home og sá að höfundurinn er einn af aðalleikurunum, Rufus Jones, sem leikur nýja kærastann, hann Peter. Jones er fyrst og fremst leikari og bakgrunnur hans er úr sketsa gríni; og hann er mjög fyndinn, það verður ekki tekið af honum. Í hvert skipti sem mér var við það að fara að leiðast, kom góður brandari sem hressti mig við og dró aftur inn í gauraganginn. Það er aðdáunarvert hjá Jones hve óhræddur hann er við að hafa persónu sína ósympatíska, því Peter er í raun algjört fífl. Hann er þessi dæmigerði já-við-Brexit-kjósandi-bjáni sem breskt listafólk elskar að sparka í. Aðalpersónan er þó Sami, elskulegur bangsi, eitthvað sem höfundurinn er mjög meðvitaður um og fá nokkrir Paddington brandarar að fljóta. Sami hefur mikil áhrif á nærumhverfi sitt. Ástæða þess að persóna Sami er nákvæmlega þessi manngerð, er sú að Rufus Jones er ekki aðeins að skemmta, heldur er hann líka að predika. Það var árið 2015 sem straumur sýrlenskra flóttamanna skall á nágrannalöndum og Evrópu, vegna borgarastyrjaldar í landinu. Jones fannst það skylda sín að setja andlit á massann og ákvað að gera gamanþáttaröð um flóttamannaástandið. Hann er í raun aðeins með eitt markmið, að segja okkur að þau eru nákvæmlega eins og við. Þau horfa á bíómyndir, fara á KFC og eiga í hjónabandsvandræðum. Þau eru ekki hryðjuverkamenn og eru sannarlega ekki með ebólu (Peter hefur smá áhyggjur af því að Sami sé smitaður). Þetta tekst hjá Jones, hann nær að færa áhorfandann nær málefnum flóttamanna og skapa stig samhygðar sem e.t.v. var ekki áður til hjá áhorfandanum. Hann minnir okkur á að þó þau líti ekki út alveg eins og við, erum við öll gerð úr sama efninu og eigum miklu meira sameiginlegt en við höldum. Lokaþáttur Home verður sýndur n.k. þriðjudag, en hægt er að streyma þeim öllum á vef Ríkissjónvarpsins. Niðurstaða: Home er sjarmerandi gamanþáttaröð sem menntar um leið og hún skemmtir. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Katy er fráskilin einstæð móðir sem hefur fundið sér nýjan kærasta og sambýlismann, byggingatækninn Peter. Þegar þau koma heim, ásamt syni hennar John, eftir sumarfrí í Frakklandi, finna þau sköllóttan og feitlaginn Sýrlending í skotti station-bíls síns. Upp úr kafinu kemur að hann er kristinn enskukennari, að nafni Sami, á flótta undan stríðinu í heimalandi sínu. Peter bregst ekki sérlega vel við þessum óboðna gesti, en þar sem hann er nýfluttur inn hjá mæðginunum, og enn hálfpartinn til reynslu, eru frekar rasísk viðbrögð hans við Sami ekki vel séð. Það er að einhverju leyti vegna hegðunar Peters sem Katy býður Sami að búa á heimili sínu á meðan hann bíður eftir svari við umsókn sinni um landvistarleyfi. Peter situr því uppi með annan karlmann á heimilinu, karlmann sem nýi stjúpsonurinn er töluvert hrifnari af. Fjöskyldan er eðlilega í fyrstu smeyk við manninn sem faldi sig í skottinu. Það er oft áhugavert þegar sjónvarpsþættir eru skrifaðir jafn bókstaflega inn í samtímann og Home. Í síðasta dómi mínum, um þáttaröðina This is Going to Hurt, sagði ég m.a. að það væri ekki hlutverk drama að vera samfélagsþjónusta. Það má hins vegar taka þá fullyrðingu mína og gagnrýna, ef litið er á hlutina frá öðru sjónarhorni. Að sjálfsögðu eru sögur kennslutól, þó þær geri það ekki í gegnum t.d. hinar bókstaflegu aðferðir fyrirlestursins. Þær kenna í gegnum samspil heildarinnar; hvernig sögusvið, átök og þroski persóna harmónera saman til að skapa heild. Hér er slíkt sannarlega á boðstólum, þó kannski á heldur einfeldningslegan máta. Home er ekki meistaraverk út frá dramatúrgíu og dæmd með þeim augum fær þáttaröðin ekki sérlega háa einkunn. Það sem ýtir henni þó yfir línuna er hvernig sagan er brotin upp með góðu gríni, sem og sjarmerandi persónum og leikhópi. Grínisti skrifar þætti Við áhorfið hugsaði ég með mér að höfundurinn væri sennilega ekki eiginlegur höfundur, að hann væri mögulega grínisti sem væri að prófa sjónvarpsþáttarformið og ekki alveg kominn með 100% vald á því. Þegar ég kláraði lokaþáttinn smellti ég á Imdb.com-síðu Home og sá að höfundurinn er einn af aðalleikurunum, Rufus Jones, sem leikur nýja kærastann, hann Peter. Jones er fyrst og fremst leikari og bakgrunnur hans er úr sketsa gríni; og hann er mjög fyndinn, það verður ekki tekið af honum. Í hvert skipti sem mér var við það að fara að leiðast, kom góður brandari sem hressti mig við og dró aftur inn í gauraganginn. Það er aðdáunarvert hjá Jones hve óhræddur hann er við að hafa persónu sína ósympatíska, því Peter er í raun algjört fífl. Hann er þessi dæmigerði já-við-Brexit-kjósandi-bjáni sem breskt listafólk elskar að sparka í. Aðalpersónan er þó Sami, elskulegur bangsi, eitthvað sem höfundurinn er mjög meðvitaður um og fá nokkrir Paddington brandarar að fljóta. Sami hefur mikil áhrif á nærumhverfi sitt. Ástæða þess að persóna Sami er nákvæmlega þessi manngerð, er sú að Rufus Jones er ekki aðeins að skemmta, heldur er hann líka að predika. Það var árið 2015 sem straumur sýrlenskra flóttamanna skall á nágrannalöndum og Evrópu, vegna borgarastyrjaldar í landinu. Jones fannst það skylda sín að setja andlit á massann og ákvað að gera gamanþáttaröð um flóttamannaástandið. Hann er í raun aðeins með eitt markmið, að segja okkur að þau eru nákvæmlega eins og við. Þau horfa á bíómyndir, fara á KFC og eiga í hjónabandsvandræðum. Þau eru ekki hryðjuverkamenn og eru sannarlega ekki með ebólu (Peter hefur smá áhyggjur af því að Sami sé smitaður). Þetta tekst hjá Jones, hann nær að færa áhorfandann nær málefnum flóttamanna og skapa stig samhygðar sem e.t.v. var ekki áður til hjá áhorfandanum. Hann minnir okkur á að þó þau líti ekki út alveg eins og við, erum við öll gerð úr sama efninu og eigum miklu meira sameiginlegt en við höldum. Lokaþáttur Home verður sýndur n.k. þriðjudag, en hægt er að streyma þeim öllum á vef Ríkissjónvarpsins. Niðurstaða: Home er sjarmerandi gamanþáttaröð sem menntar um leið og hún skemmtir.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira