Ný kirkja risin í Grímsey Árni Sæberg skrifar 6. september 2022 17:45 Turni nýju kirkjunnar í Grímsey var komið fyrir á dögunum. Aðsend/Inga Lóa Guðjónsdóttir Á dögunum var ný Miðgarðskirkja í Grímsey orðin fokheld og turninum hafði verið komið fyrir. Í dag kom varðskipið Þór í eyna með stuðlabergsskífur sem fara á þak nýju kirkjunnar. Í fréttatilkynningu frá Miðgarðskirkju segir að byggingarvinna í Grímsey, nyrstu byggð Íslands, krefjist mun meiri fyrirhafnar og kostnaðar en í landi. Til eyjarinnar hafi þurft að flytja allt byggingarefni sjóleiðina og sömuleiðis jarðefni, svo sem möl og sand. Þar lagði Landhelgisgæslan kirkjunni lið með því að flytja timbur og grjót í eyna fyrr í sumar og í morgun flutti hún sextán bretti af stuðlabergsskífum. Í tilkynningu segir að kirkjan sé nú orðin fokheld og næstu dagar fari í að koma granítskífum fyrir á þaki hennar og að klæða hana að utan með lerki. Kirkjan verði svo innréttuð í vetur og næsta vor gengið frá umhverfi hennar. Jarðrask hafi orðið meira en búis var við vegna fornleifafundar og bleytu í sumar. Fyrirhugað sé að vígja nýja Miðgarðakirkju sumarið 2023, en nú sé unnið að því að ljúka fjármögnun hennar. Ár frá brunanum Þann 21. september næstkomandi er ár liðið frá bruna hinnar gömlu Miðgarðakirkju. Í tilkynningu segir að þann dag muni Grímseyingar og gestir koma saman í nýju kirkjunni og minnast þeirrar gömlu og gleðjast yfir vel unnu verki. Friðrik Ómar Hjörleifsson tónlistarmaður, er meðal þeirra sem fram munu koma, en húsið er auk helgihalds, sérstaklega hannað til tónlistar- og menningarviðburða. Kirkjubruni í Grímsey Grímsey Landhelgisgæslan Akureyri Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Miðgarðskirkju segir að byggingarvinna í Grímsey, nyrstu byggð Íslands, krefjist mun meiri fyrirhafnar og kostnaðar en í landi. Til eyjarinnar hafi þurft að flytja allt byggingarefni sjóleiðina og sömuleiðis jarðefni, svo sem möl og sand. Þar lagði Landhelgisgæslan kirkjunni lið með því að flytja timbur og grjót í eyna fyrr í sumar og í morgun flutti hún sextán bretti af stuðlabergsskífum. Í tilkynningu segir að kirkjan sé nú orðin fokheld og næstu dagar fari í að koma granítskífum fyrir á þaki hennar og að klæða hana að utan með lerki. Kirkjan verði svo innréttuð í vetur og næsta vor gengið frá umhverfi hennar. Jarðrask hafi orðið meira en búis var við vegna fornleifafundar og bleytu í sumar. Fyrirhugað sé að vígja nýja Miðgarðakirkju sumarið 2023, en nú sé unnið að því að ljúka fjármögnun hennar. Ár frá brunanum Þann 21. september næstkomandi er ár liðið frá bruna hinnar gömlu Miðgarðakirkju. Í tilkynningu segir að þann dag muni Grímseyingar og gestir koma saman í nýju kirkjunni og minnast þeirrar gömlu og gleðjast yfir vel unnu verki. Friðrik Ómar Hjörleifsson tónlistarmaður, er meðal þeirra sem fram munu koma, en húsið er auk helgihalds, sérstaklega hannað til tónlistar- og menningarviðburða.
Kirkjubruni í Grímsey Grímsey Landhelgisgæslan Akureyri Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira