Ísland eitt landa leggur ekki gjöld á innfluttar unnar landbúnaðarvörur Erna Bjarnadóttir skrifar 6. september 2022 10:30 Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda heldur uppteknum hætti við að þyrla upp moldviðri í umræðu um tolla á innfluttar vörur. Þar hefur hann nýverið nefnt til sögunnar tolla á hráefni í bakkelsi og súkkulaði. Í frétt á www.visir.is, föstudaginn 2. september sl. er hermt að í skriflegu svari fjármálaráðherra til fréttastofunnar um málið segi m.a. „…að stjórnvöld mættu vera virkari í að laga tollasamninga að þörfum nútímans. Það sé til dæmis slæmt að íslenskir bakarar þurfi hráefni til baksturs sem sé tollað inn í landið, á sama tíma og fullunnar bakaðar vörur koma án tolla inn í landi. Með því ívilni tollafyrirkomulagið erlendu vinnuafli umfram innlent og það sé óásættanlegt.“ Enn og aftur er hér farið fram með málflutningi sem þarf að skoða nánar. Þegar íslenska tollskráin er skoðuð og borin saman við önnur EFTA lönd og ESB sést fljótt að ekkert þeirra landa kemst með tærnar þar sem Ísland hefur hælana í að afnema tolla á vörur sem innihalda landbúnaðarhráefni, oft kallað unnar landbúnaðarvörur. Hér er t.d. um að ræða vörur eins og croissant, samlokur og súkkulaði. En einnig getur þetta átt við samlokur, pizzur og aðrar vörur sem innihalda t.d. minna en 20% kjöt eða ost. Noregur – viðskiptakjör með unnar landbúnaðarvörur Unnar landbúnaðarvörur falla undir bókun 3 við EES samninginn en ekki samninginn sjálfan. Því gilda ekki sömu kjör í viðskiptum ESB og Noregs annars vegar og ESB og Íslands hins vegar. Samkvæmt tilkynningu Noregs til EFTA leggur Noregur á verðjöfnunargjöld á ýmsar unnar landbúnaðarvörur sem eru upprunnar í ESB. Álagning þessara verðjöfnunargjalda er þannig uppbyggð að þau eru lögð á landbúnaðarhráefni í unnum landbúnaðarvörum – m.ö.o. gjald er lagt á tiltekin landbúnaðarhráefni sem njóta tollverndar. Hér er hægt að taka dæmi um súkkulaði í tollflokki 1806.9090 sem flutt er til Noregs frá ESB. Á grundvelli norskra verðjöfnunarreglna er lagður tollur á tiltekin innihaldsefni sem teljast landbúnaðarhráefni: Þannig leggst verðjöfnunargjald að fjárhæð 2,34 NOK/kg á súkkulaði í þessum tollflokki við innflutning til Noregs. ESB – viðskiptakjör með unnar landbúnaðarvörur Sambærilegar reglur gilda í ESB um álagningu verðjöfnunargjalda á innflutt unnin matvæli. Um innflutning vara inn á innri markað ESB gildir reglugerð ESB nr. 510/2014 um viðskiptafyrirkomulag sem gildir um tilteknar vörur sem verða til við vinnslu landbúnaðarvara. Samkvæmt þessari reglugerð leggur ESB sérstök gjöld á erlendar innfluttar vörur til að ná frekar markmiðum sameiginlegu landbúnaðarstefnunnar við tollameðferð þessara erlendu landbúnaðarvara. Þannig eru lögð á verðjöfnunargjöld, sem sett eru í sameiginlegu tollskránni, en þau samanstanda af verðtolli og landbúnaðarþætti sem er hluti af verðtollinum. Tollskrá ESB er þannig virkur hluti af landbúnaðarstefnu ESB. Sviss – viðskiptakjör með unnar landbúnaðarvörur Sviss er aðili að EFTA samtökunum en ekki að EES samningum. Engu að síður hefur Sviss sett sambærilegar reglur varðandi álagningu verðjöfnunargjalda og gilda í Noregi og ESB. Þannig hefur Sviss birt sérstaka tilkynningu um það hvernig unnar landbúnaðarvörur verða tollafgreiddar. Í þessari tilkynningu kemur fram að landbúnaðarstefna landsins hafi það að markmiði að tryggja framleiðslu tiltekinna landbúnaðarvara. Með vísan til þess og að teknu tilliti til þess hversu hár framleiðslukostnaðar í Sviss er í alþjóðlegu samhengi sé nauðsynlegt að innleiða verðjöfnunarreglur til hagsbóta fyrir svissneska framleiðendur landbúnaðarvara. Umræðan er á villigötum Eins og rakið er hér að framan tryggja þau lönd sem við berum okkur hvað oftast saman við, með m.a. tollum og verðjöfnunargjöldum, að samkeppnisstaða innlends landbúnaðar sé jöfnuð gagnvart innflutningi. Ísland hefur hins vegar gengið svo langt að afnema tolla á stórum hluta unninna landbúnaðarvara frá ESB og fleiri ríkjum, við gerð tvíhliða samninga um viðskipti. Því mætti allt eins spyrja: Af hverju eru ekki lögð á verðjöfnunargjöld á Íslandi á landbúnaðarhráefni í t.d. innfluttu croissant, súkkulaði og samlokum? Eins og að framan er rakið er það sú aðferð sem umrædd lönd nota til að stuðla að öflugum innlendum landbúnaði og standa við bakið á innlendu vinnuafli. Ef Noregur gerir það, ESB gerir það og líka Sviss, af hverju gerir Ísland það ekki? Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Skattar og tollar Landbúnaður Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda heldur uppteknum hætti við að þyrla upp moldviðri í umræðu um tolla á innfluttar vörur. Þar hefur hann nýverið nefnt til sögunnar tolla á hráefni í bakkelsi og súkkulaði. Í frétt á www.visir.is, föstudaginn 2. september sl. er hermt að í skriflegu svari fjármálaráðherra til fréttastofunnar um málið segi m.a. „…að stjórnvöld mættu vera virkari í að laga tollasamninga að þörfum nútímans. Það sé til dæmis slæmt að íslenskir bakarar þurfi hráefni til baksturs sem sé tollað inn í landið, á sama tíma og fullunnar bakaðar vörur koma án tolla inn í landi. Með því ívilni tollafyrirkomulagið erlendu vinnuafli umfram innlent og það sé óásættanlegt.“ Enn og aftur er hér farið fram með málflutningi sem þarf að skoða nánar. Þegar íslenska tollskráin er skoðuð og borin saman við önnur EFTA lönd og ESB sést fljótt að ekkert þeirra landa kemst með tærnar þar sem Ísland hefur hælana í að afnema tolla á vörur sem innihalda landbúnaðarhráefni, oft kallað unnar landbúnaðarvörur. Hér er t.d. um að ræða vörur eins og croissant, samlokur og súkkulaði. En einnig getur þetta átt við samlokur, pizzur og aðrar vörur sem innihalda t.d. minna en 20% kjöt eða ost. Noregur – viðskiptakjör með unnar landbúnaðarvörur Unnar landbúnaðarvörur falla undir bókun 3 við EES samninginn en ekki samninginn sjálfan. Því gilda ekki sömu kjör í viðskiptum ESB og Noregs annars vegar og ESB og Íslands hins vegar. Samkvæmt tilkynningu Noregs til EFTA leggur Noregur á verðjöfnunargjöld á ýmsar unnar landbúnaðarvörur sem eru upprunnar í ESB. Álagning þessara verðjöfnunargjalda er þannig uppbyggð að þau eru lögð á landbúnaðarhráefni í unnum landbúnaðarvörum – m.ö.o. gjald er lagt á tiltekin landbúnaðarhráefni sem njóta tollverndar. Hér er hægt að taka dæmi um súkkulaði í tollflokki 1806.9090 sem flutt er til Noregs frá ESB. Á grundvelli norskra verðjöfnunarreglna er lagður tollur á tiltekin innihaldsefni sem teljast landbúnaðarhráefni: Þannig leggst verðjöfnunargjald að fjárhæð 2,34 NOK/kg á súkkulaði í þessum tollflokki við innflutning til Noregs. ESB – viðskiptakjör með unnar landbúnaðarvörur Sambærilegar reglur gilda í ESB um álagningu verðjöfnunargjalda á innflutt unnin matvæli. Um innflutning vara inn á innri markað ESB gildir reglugerð ESB nr. 510/2014 um viðskiptafyrirkomulag sem gildir um tilteknar vörur sem verða til við vinnslu landbúnaðarvara. Samkvæmt þessari reglugerð leggur ESB sérstök gjöld á erlendar innfluttar vörur til að ná frekar markmiðum sameiginlegu landbúnaðarstefnunnar við tollameðferð þessara erlendu landbúnaðarvara. Þannig eru lögð á verðjöfnunargjöld, sem sett eru í sameiginlegu tollskránni, en þau samanstanda af verðtolli og landbúnaðarþætti sem er hluti af verðtollinum. Tollskrá ESB er þannig virkur hluti af landbúnaðarstefnu ESB. Sviss – viðskiptakjör með unnar landbúnaðarvörur Sviss er aðili að EFTA samtökunum en ekki að EES samningum. Engu að síður hefur Sviss sett sambærilegar reglur varðandi álagningu verðjöfnunargjalda og gilda í Noregi og ESB. Þannig hefur Sviss birt sérstaka tilkynningu um það hvernig unnar landbúnaðarvörur verða tollafgreiddar. Í þessari tilkynningu kemur fram að landbúnaðarstefna landsins hafi það að markmiði að tryggja framleiðslu tiltekinna landbúnaðarvara. Með vísan til þess og að teknu tilliti til þess hversu hár framleiðslukostnaðar í Sviss er í alþjóðlegu samhengi sé nauðsynlegt að innleiða verðjöfnunarreglur til hagsbóta fyrir svissneska framleiðendur landbúnaðarvara. Umræðan er á villigötum Eins og rakið er hér að framan tryggja þau lönd sem við berum okkur hvað oftast saman við, með m.a. tollum og verðjöfnunargjöldum, að samkeppnisstaða innlends landbúnaðar sé jöfnuð gagnvart innflutningi. Ísland hefur hins vegar gengið svo langt að afnema tolla á stórum hluta unninna landbúnaðarvara frá ESB og fleiri ríkjum, við gerð tvíhliða samninga um viðskipti. Því mætti allt eins spyrja: Af hverju eru ekki lögð á verðjöfnunargjöld á Íslandi á landbúnaðarhráefni í t.d. innfluttu croissant, súkkulaði og samlokum? Eins og að framan er rakið er það sú aðferð sem umrædd lönd nota til að stuðla að öflugum innlendum landbúnaði og standa við bakið á innlendu vinnuafli. Ef Noregur gerir það, ESB gerir það og líka Sviss, af hverju gerir Ísland það ekki? Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun