„Ætla hin liðin bara að láta þetta yfir sig ganga?“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. september 2022 14:30 Valsmenn unnu 37-29 sigur á KA í meistarakeppni HSÍ á laugardaginn var. Vísir/Diego Þrefaldir meistara Vals voru til umræðu í upphitunarþætti Seinni bylgjunnar í gær en óðfluga styttist í að Olís-deild karla fari af stað á ný. Því er velt upp hvort önnur lið muni veita Valsmönnum samkeppni í vetur og hvaða áhrif þátttaka þeirra í Evrópudeildinni muni hafa. Valsmenn hafa unnið sjö síðustu titla sem verið hafa í boði í íslenskum handbolta en liðið varð eftir því þrefaldur meistari í fyrra og þá unnu Valsmenn meistarakeppni HSÍ um helgina. Því er velt upp hvort önnur lið á landinu ætli ekki að taka sig á og veita Hlíðarendapiltum almennilega samkeppni. „Ég fór bara að hugsa, ætla hin liðin bara að láta þetta yfir sig ganga?“ spyr Jóhann Gunnar Einarsson. „Ég veit að Snorri [Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals] er svolítið búinn að breyta leiknum og bara mikið hrós á hann. Þetta er svolítið eins og þegar Golden State komu inn í NBA, þá fóru menn að skjóta þristum [eins og þeir],“ segir Jóhann Gunnar og bætir við: „Ég veit með FH-ingana og önnur lið að það er búið að hlaupa, og hlaupa og hlaupa. Valsmenn eru búnir að reisa rána og það er ánægjulegt að heyra að menn vilja ná Val og vilja bara vinna þá. Hin liðin hljóta að hugsa núna er nóg komið,“ Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Val Hvaða áhrif hefur Evrópukeppnin á gengið heimafyrir? Valsmenn taka þátt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í vetur þar sem þeir verða í sex liða riðli og spila alls tíu leiki, heima og heiman, við hvern andstæðing. Því er velt upp hvaða áhrif það muni hafa á gengið í deildarkeppninni. „Þarna koma inn 600 aukamínútur af handbolta. Er þetta hausverkur fyrir Snorra?“ spurði þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson. „Þetta verða ferðalög og auðvitað er það það. Robbi [Róbert Aron Hostert] er ekkert með besta skrokk í heimi og Magnús Óli [Magnússon] er búinn að missa mikið út. Svo það má ekkert mikið út af bregða að þetta fari í léttan apaskít. Ég veit að þeir vilja standa sig vel í Evrópu, þeir vilja ekkert til Noregs og Þýskalands og tapa með tíu og gera sig að einhverju atlægi. Þeir kannski setja fókusinn þar og geta þar af leiðandi dottið niður í deildinni en þeir munu alltaf ná sér strik,“ segir Jóhann Gunnar. Fleiri þurfi að koma sér í almennilegt stand „Þetta verður klárlega bara til góða. Ég held að þetta búi til momentun hjá þeim og búi til stemningu innan hópsins. Þeir kannski missa einn leik hér og þar í deildinni á milli einhverra erfiðra Evrópuleikja en svona heilt yfir held ég að þetta eigi bara eftir að styrkja þá,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson. Hann greip þá á lofti umræðuna um stífar æfingar annara liða. „Mér hefur fundist lengi fullt af liðum mega vera í miklu, miklu betra standi. Það eru allt of margir leikmenn í deildinni sem eru ekki í neinu ástandi. Þannig að ef þetta er eitthvað sem sparkar í hina leikmennnina þá er það frábært,“ „Lalli bróðir, taktu þetta til þín,“ sagði þá Þorgrímur Smári Ólafsson og beindi til Lárusar Helga Ólafssonar, bróður síns sem leikur með Fram. Lárus Helgi, markvörður Fram, er bróðir Þorgríms Smára sem sagði honum að koma sér í stand.Vísir/Hulda Margrét Allir þrír sérfræðinganna spáðu þá Val efsta sæti deildarinnar en umræðuna í heild má sjá í spilaranum að ofan. Olís-deild karla hefst á fimmtudag með fjórum leikjum. Leikur Fram og Selfoss verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 17:50 og leikur FH og Stjörnunnar í kjölfarið klukkan 19:30 á fimmtudagskvöld. Umferðin klárast með leik Hauka og KA á föstudagskvöld og Seinni bylgjan fer yfir umferðina í heild sinni eftir að þeim leik lýkur. Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Valsmenn hafa unnið sjö síðustu titla sem verið hafa í boði í íslenskum handbolta en liðið varð eftir því þrefaldur meistari í fyrra og þá unnu Valsmenn meistarakeppni HSÍ um helgina. Því er velt upp hvort önnur lið á landinu ætli ekki að taka sig á og veita Hlíðarendapiltum almennilega samkeppni. „Ég fór bara að hugsa, ætla hin liðin bara að láta þetta yfir sig ganga?“ spyr Jóhann Gunnar Einarsson. „Ég veit að Snorri [Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals] er svolítið búinn að breyta leiknum og bara mikið hrós á hann. Þetta er svolítið eins og þegar Golden State komu inn í NBA, þá fóru menn að skjóta þristum [eins og þeir],“ segir Jóhann Gunnar og bætir við: „Ég veit með FH-ingana og önnur lið að það er búið að hlaupa, og hlaupa og hlaupa. Valsmenn eru búnir að reisa rána og það er ánægjulegt að heyra að menn vilja ná Val og vilja bara vinna þá. Hin liðin hljóta að hugsa núna er nóg komið,“ Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Val Hvaða áhrif hefur Evrópukeppnin á gengið heimafyrir? Valsmenn taka þátt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í vetur þar sem þeir verða í sex liða riðli og spila alls tíu leiki, heima og heiman, við hvern andstæðing. Því er velt upp hvaða áhrif það muni hafa á gengið í deildarkeppninni. „Þarna koma inn 600 aukamínútur af handbolta. Er þetta hausverkur fyrir Snorra?“ spurði þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson. „Þetta verða ferðalög og auðvitað er það það. Robbi [Róbert Aron Hostert] er ekkert með besta skrokk í heimi og Magnús Óli [Magnússon] er búinn að missa mikið út. Svo það má ekkert mikið út af bregða að þetta fari í léttan apaskít. Ég veit að þeir vilja standa sig vel í Evrópu, þeir vilja ekkert til Noregs og Þýskalands og tapa með tíu og gera sig að einhverju atlægi. Þeir kannski setja fókusinn þar og geta þar af leiðandi dottið niður í deildinni en þeir munu alltaf ná sér strik,“ segir Jóhann Gunnar. Fleiri þurfi að koma sér í almennilegt stand „Þetta verður klárlega bara til góða. Ég held að þetta búi til momentun hjá þeim og búi til stemningu innan hópsins. Þeir kannski missa einn leik hér og þar í deildinni á milli einhverra erfiðra Evrópuleikja en svona heilt yfir held ég að þetta eigi bara eftir að styrkja þá,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson. Hann greip þá á lofti umræðuna um stífar æfingar annara liða. „Mér hefur fundist lengi fullt af liðum mega vera í miklu, miklu betra standi. Það eru allt of margir leikmenn í deildinni sem eru ekki í neinu ástandi. Þannig að ef þetta er eitthvað sem sparkar í hina leikmennnina þá er það frábært,“ „Lalli bróðir, taktu þetta til þín,“ sagði þá Þorgrímur Smári Ólafsson og beindi til Lárusar Helga Ólafssonar, bróður síns sem leikur með Fram. Lárus Helgi, markvörður Fram, er bróðir Þorgríms Smára sem sagði honum að koma sér í stand.Vísir/Hulda Margrét Allir þrír sérfræðinganna spáðu þá Val efsta sæti deildarinnar en umræðuna í heild má sjá í spilaranum að ofan. Olís-deild karla hefst á fimmtudag með fjórum leikjum. Leikur Fram og Selfoss verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 17:50 og leikur FH og Stjörnunnar í kjölfarið klukkan 19:30 á fimmtudagskvöld. Umferðin klárast með leik Hauka og KA á föstudagskvöld og Seinni bylgjan fer yfir umferðina í heild sinni eftir að þeim leik lýkur.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira