Samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins eru starfsmenn Veitna mættir á svæðið til að gera við lögnina. Þar er haft eftir Ólöfu Snæhólm Baldursdóttur sem segist búast við því að viðgerðir muni klárast í kvöld.
Kaldavatnslaust verður á Rauðalæk 20 til 30 og 27 til 41 í kvöld til miðnættis, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veitum til íbúa götunnar.