Sjáðu mörkin: Íslendingarnir allt í öllu hjá Norrköping sem komst aftur á sigurbraut Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. september 2022 19:31 Arnór Sigurðsson skoraði tvívegis í dag. Norrköping Norrköping vann frábæran 3-1 sigur á Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Segja má að Íslendingarnir í liðinu hafi verið allt í öllu í leiknum, á báðum endum vallarins. Hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum. Alls voru þrír Íslendingar í byrjunarliði Norrköping. Ari Freyr Skúlason og Arnór Ingvi Traustason voru á miðjunni í 4-3-3 leikkerfi heimamanna. Arnór Sigurðsson var svo á vinstri vængnum og Andri Lucas Guðjohnsen var á varamannabekk liðsins. Jón Guðni Fjóluson er enn frá vegna meiðsla og lék ekki með Hammarby. Það stefndi í markalausan fyrri hálfleik en Ari Freyr varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark undir lok fyrri hálfleiks þó erfitt sé að sjá hver setti boltann í netið. Markið stóð hins vegar og gestirnir í Hammarby því 1-0 yfir er leikmenn gengu til búningsherbergja. Hammarby tar ledningen mot IFK Norrköping! Självmål av Peking.Se matchen på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/M9fxwdNgSB— discovery+ sport (@dplus_sportSE) September 5, 2022 Eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik fékk Norrköping vítaspyrnu. Arnór Sigurðsson fór á punktinn og jafnaði metin. Hann sýndi svo skemmtilega takta skömmu síðar. Arnor Sigurdsson kvitterar från straffpunkten! 1-1 IFK Norrköping - Hammarby IF. pic.twitter.com/eEb2brseqb— discovery+ sport (@dplus_sportSE) September 5, 2022 Axén om Sigurdsson:"Det är mycket Hollywoodgrejer nu." pic.twitter.com/oO7imInl9s— discovery+ sport (@dplus_sportSE) September 5, 2022 Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks þá kom Arnór Ingvi heimamönnum 2-1 yfir og undir lok leiks má segja að Christoffer Nyman hafi gulltryggt sigur Norrköping með þriðja marki þeirra. 2-1 Arnor Traustason! IFK Norrköping har vänt matchen mot Hammarby! pic.twitter.com/KDpVRRyD4d— discovery+ sport (@dplus_sportSE) September 5, 2022 Í uppbótartíma fengu heimamenn aðra vítaspyrnu. Aftur fór Arnór Sigurðsson á punktinn og aftur skoraði hann. Staðan orðin 4-1 og reyndust það lokatölur kvöldsins. Ari Freyr fór af velli á 78. mínútu, Andri Lucas kom inn af bekknum undir lokin á meðan nafnarnir léku allan leikinn. Arnor Sigurdsson sätter 4-1 till IFK Norrköping och blir därmed tvåmålsskytt! pic.twitter.com/oj3rwjQOug— discovery+ sport (@dplus_sportSE) September 5, 2022 Norrköping er nú með 24 stig í 11. sæti deildarinnar eftir 24 leiki á meðan Hammarby er í 3. sæti með 40 stig. Af öðrum Íslendingum í Svíþjóð er það að frétta að Davíð Kristján Ólafsson spilaði allan leikinn í 1-0 sigri Kalmar á Varberg. Davíð Kristján og félagar eru í 6. sæti með 36 stig. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira
Alls voru þrír Íslendingar í byrjunarliði Norrköping. Ari Freyr Skúlason og Arnór Ingvi Traustason voru á miðjunni í 4-3-3 leikkerfi heimamanna. Arnór Sigurðsson var svo á vinstri vængnum og Andri Lucas Guðjohnsen var á varamannabekk liðsins. Jón Guðni Fjóluson er enn frá vegna meiðsla og lék ekki með Hammarby. Það stefndi í markalausan fyrri hálfleik en Ari Freyr varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark undir lok fyrri hálfleiks þó erfitt sé að sjá hver setti boltann í netið. Markið stóð hins vegar og gestirnir í Hammarby því 1-0 yfir er leikmenn gengu til búningsherbergja. Hammarby tar ledningen mot IFK Norrköping! Självmål av Peking.Se matchen på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/M9fxwdNgSB— discovery+ sport (@dplus_sportSE) September 5, 2022 Eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik fékk Norrköping vítaspyrnu. Arnór Sigurðsson fór á punktinn og jafnaði metin. Hann sýndi svo skemmtilega takta skömmu síðar. Arnor Sigurdsson kvitterar från straffpunkten! 1-1 IFK Norrköping - Hammarby IF. pic.twitter.com/eEb2brseqb— discovery+ sport (@dplus_sportSE) September 5, 2022 Axén om Sigurdsson:"Det är mycket Hollywoodgrejer nu." pic.twitter.com/oO7imInl9s— discovery+ sport (@dplus_sportSE) September 5, 2022 Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks þá kom Arnór Ingvi heimamönnum 2-1 yfir og undir lok leiks má segja að Christoffer Nyman hafi gulltryggt sigur Norrköping með þriðja marki þeirra. 2-1 Arnor Traustason! IFK Norrköping har vänt matchen mot Hammarby! pic.twitter.com/KDpVRRyD4d— discovery+ sport (@dplus_sportSE) September 5, 2022 Í uppbótartíma fengu heimamenn aðra vítaspyrnu. Aftur fór Arnór Sigurðsson á punktinn og aftur skoraði hann. Staðan orðin 4-1 og reyndust það lokatölur kvöldsins. Ari Freyr fór af velli á 78. mínútu, Andri Lucas kom inn af bekknum undir lokin á meðan nafnarnir léku allan leikinn. Arnor Sigurdsson sätter 4-1 till IFK Norrköping och blir därmed tvåmålsskytt! pic.twitter.com/oj3rwjQOug— discovery+ sport (@dplus_sportSE) September 5, 2022 Norrköping er nú með 24 stig í 11. sæti deildarinnar eftir 24 leiki á meðan Hammarby er í 3. sæti með 40 stig. Af öðrum Íslendingum í Svíþjóð er það að frétta að Davíð Kristján Ólafsson spilaði allan leikinn í 1-0 sigri Kalmar á Varberg. Davíð Kristján og félagar eru í 6. sæti með 36 stig.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira