Einn eigenda Shooters fær bætur vegna handtöku Árni Sæberg skrifar 5. september 2022 20:17 Shooters var til húsa í Austurstræti. Vísir/Kolbeinn Tumi Konu, sem var einn eigenda kampavínsklúbbsins Shooters, hafa verið dæmdar miskabætur upp á 350 þúsund krónur vegna þvingunaraðgerða lögreglu í tengslum við rannsókn á meintri umfangsmikilli brotastarfsemi í tengslum við klúbbinn. Konan var handtekin í umfangsmiklum aðgerðum í tengslum við rannsóknina. Lögregla innsiglaði Shooters og gerði húsleit á staðnum og heimili konunnar og þáverandi eiginmanns hennar, sem var einnig meðal eigenda Shooters. Rannsóknin beindist meðal annars að meintri vændisstarfsemi, fjársvikum, skjalafalsi og brotum á lögum um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga. Fór fram á ríflega fjórar milljónir króna Konan var meðal þeirra sem handtekin voru í tengslum við málið þegar lögregla fór inn á Shooters árla morguns þann 9. febrúar árið 2019. Í málsástæðum hennar segir að hún hafi verið látin dúsa í fangaklefa í fjórtán klukkustundir áður en hún var færð til skýrslutöku. Þá hafi hún verið orðin verulega þreytt, enda handtekin árla morguns og henni haldið án skýringa í fangaklefa í heilan dag. Engin skýring hafi verið gefin á þeim seinagangi. Auk þess hafi, án nokkurra skýringa, verið brotið gegn rétti hennar til að hafa samband við lögmann og nánustu aðstandendur. Vegna þessa krafðist hún miskabóta vegna ólögmætrar frelsissviptingar upp á 600 þúsund krónur. Hún krafðist miskabóta að fjárhæð 250 þúsund króna vegna húsleitar á heimili hennar og að sömu fjárhæð vegna húsleitar í bankahólfi hennar. Vegna haldlagningar farsíma, úlpu, skartgripa, bíllykla, hálsmens, úrs, lykla og reiðufjár krafðist konan 250 þúsund króna í miskabætur. Að lokum krafðist konan þriggja milljóna króna í miskabætur vegna þess að gefin hafi verið út ákæra á hendur henni sem hafi verið tilhæfulaus með öllu. Aðeins fallist á hluta Heildarbótakröfur konunnar námu 4,35 milljónum króna en sem áður segir var íslenska ríkið aðeins dæmt til að greiða henni bætur að fjárhæð 350 þúsund krónur. Íslenska ríkið hafði fallist á að greiða konunni bætur vegna handtöku og frelsissviptingar og húsleitanna tveggja. Þó var farið fram á að bætur yrðu lækkaðar frá kröfu konunnar. Dómurinn taldi bætur fegna frelsisviptingar hæfilega metnar 150 þúsund krónur, fimmtíu þúsund krónur vegna vegna húsleitanna tveggja og 150 þúsund krónur vegna haldlagningar á farsíma konunnar. Ekki var talið sannað að hald hafi verið lagt á aðrar eignir konunnar. Þá taldi dómurinn ekki að konan ætti rétt á miskabótum vegna ástæðulausrar ákæru. Konan var ákærð fyrir brot á lögum um atvinnuréttindi útlendinga og lögum um útlendinga. Í ákærunni var hún titluð yfirmaður þeirra kvenna sem starfað höfðu á Shooters. Við meðferð málsins var fallið frá ákæru á hendur henni. Konan bar fyrir sig að ákæran hafi verið með öllu tilhæfulaus að málsmeðferðin hafi verið til skammar í réttarríki. Hún sagði meðal annars að hún hefði ekki verið spurð út í þann hluta rannsóknarinnar sem hún var á endanum ákærð fyrir og að ákæruvaldið hafi litið framhjá því að einfaldar skýringar hafi verið á samskiptum konunnar við þá „listamenn“ sem hafi starfað hverju sinni á Shooters. Dómurinn leit svo á að ekki hafi verið sannað að lögregla hafi sýnt af sér saknæma og ólögmæta hegðun eða að ákæruvaldið hafi ekki farið að lögum. Þess vegna var ríkið sýknað af stærstu kröfu konunnar. Sem áður segir var ríkið dæmt til að greiða konunni 350 þúsund krónur. Málskostnaður milli aðila var felldur niður en þar sem konan hafði fengið gjafsóknarleyfi greiðist lögmannskostnaður hennar, 600 þúsund krónur, úr ríkissjóði. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Sjá meira
Konan var handtekin í umfangsmiklum aðgerðum í tengslum við rannsóknina. Lögregla innsiglaði Shooters og gerði húsleit á staðnum og heimili konunnar og þáverandi eiginmanns hennar, sem var einnig meðal eigenda Shooters. Rannsóknin beindist meðal annars að meintri vændisstarfsemi, fjársvikum, skjalafalsi og brotum á lögum um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga. Fór fram á ríflega fjórar milljónir króna Konan var meðal þeirra sem handtekin voru í tengslum við málið þegar lögregla fór inn á Shooters árla morguns þann 9. febrúar árið 2019. Í málsástæðum hennar segir að hún hafi verið látin dúsa í fangaklefa í fjórtán klukkustundir áður en hún var færð til skýrslutöku. Þá hafi hún verið orðin verulega þreytt, enda handtekin árla morguns og henni haldið án skýringa í fangaklefa í heilan dag. Engin skýring hafi verið gefin á þeim seinagangi. Auk þess hafi, án nokkurra skýringa, verið brotið gegn rétti hennar til að hafa samband við lögmann og nánustu aðstandendur. Vegna þessa krafðist hún miskabóta vegna ólögmætrar frelsissviptingar upp á 600 þúsund krónur. Hún krafðist miskabóta að fjárhæð 250 þúsund króna vegna húsleitar á heimili hennar og að sömu fjárhæð vegna húsleitar í bankahólfi hennar. Vegna haldlagningar farsíma, úlpu, skartgripa, bíllykla, hálsmens, úrs, lykla og reiðufjár krafðist konan 250 þúsund króna í miskabætur. Að lokum krafðist konan þriggja milljóna króna í miskabætur vegna þess að gefin hafi verið út ákæra á hendur henni sem hafi verið tilhæfulaus með öllu. Aðeins fallist á hluta Heildarbótakröfur konunnar námu 4,35 milljónum króna en sem áður segir var íslenska ríkið aðeins dæmt til að greiða henni bætur að fjárhæð 350 þúsund krónur. Íslenska ríkið hafði fallist á að greiða konunni bætur vegna handtöku og frelsissviptingar og húsleitanna tveggja. Þó var farið fram á að bætur yrðu lækkaðar frá kröfu konunnar. Dómurinn taldi bætur fegna frelsisviptingar hæfilega metnar 150 þúsund krónur, fimmtíu þúsund krónur vegna vegna húsleitanna tveggja og 150 þúsund krónur vegna haldlagningar á farsíma konunnar. Ekki var talið sannað að hald hafi verið lagt á aðrar eignir konunnar. Þá taldi dómurinn ekki að konan ætti rétt á miskabótum vegna ástæðulausrar ákæru. Konan var ákærð fyrir brot á lögum um atvinnuréttindi útlendinga og lögum um útlendinga. Í ákærunni var hún titluð yfirmaður þeirra kvenna sem starfað höfðu á Shooters. Við meðferð málsins var fallið frá ákæru á hendur henni. Konan bar fyrir sig að ákæran hafi verið með öllu tilhæfulaus að málsmeðferðin hafi verið til skammar í réttarríki. Hún sagði meðal annars að hún hefði ekki verið spurð út í þann hluta rannsóknarinnar sem hún var á endanum ákærð fyrir og að ákæruvaldið hafi litið framhjá því að einfaldar skýringar hafi verið á samskiptum konunnar við þá „listamenn“ sem hafi starfað hverju sinni á Shooters. Dómurinn leit svo á að ekki hafi verið sannað að lögregla hafi sýnt af sér saknæma og ólögmæta hegðun eða að ákæruvaldið hafi ekki farið að lögum. Þess vegna var ríkið sýknað af stærstu kröfu konunnar. Sem áður segir var ríkið dæmt til að greiða konunni 350 þúsund krónur. Málskostnaður milli aðila var felldur niður en þar sem konan hafði fengið gjafsóknarleyfi greiðist lögmannskostnaður hennar, 600 þúsund krónur, úr ríkissjóði. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Sjá meira