Sverrir á Ystafelli ætlar sér að stækka bílasafnið sitt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. september 2022 21:05 Sverrir á Ystafelli er magnaður maður, sem lætur ekkert stoppa sig þrátt fyrir fötlun sína. Vísir/Magnús Hlynur Þeim fjölgar og fjölgar alltaf bílunum á safninu á Ystafelli í Köldukinn hjá Sverri Ingólfssyni, sem ræður þar ríkjum. Safnið er sprungið og ætlar Sverrir, sem er í hjólastól, að fara að byggja nýjar byggingar til að stækka safnið og koma fleiri bílum þar inn. Sverrir veiktist alvarlega, sem ungur maður og lamaðist og er því í hjólastól. Dugnaðurinn í honum og hans fólki á Ystafelli með Samgönguminjasafnið er með ólíkindum. „Já, þetta er alltaf að þróast og alltaf að koma eitthvað meira. Og já, já, takk fyrir það, við fáum nokkuð góð viðbrögð hjá gestum, sem koma. Þetta er bara allskonar gamalt dót, fólk kemur með ótrúlegustu hluti og færir okkur,“ segir Sverrir. Góð aðsókn hefur verið á safnið í sumar.Vísir/Magnús Hlynur Einn af nýjustu bílum safnsins, vekur mikla athygli gesta. „Þetta er mjög sérstakur bíll, DeLorean 1981 módel og þessi bíll er bara keyrður 8 þúsund og er enn þá á upprifanlegum dekkjunum og er bara eins og ónotaður, eins og nýr.“ En hvað eru margir bílar á safninu? „Það eru eitthvað rúmlega hundrað bílar hérna inni og svo óræður fjöldi úti,“ segir Sverrir. Sverrir segir að safnið sé algjörlega sprungið og að nú verið að fara að byggja til að stækka það og koma fleiri bílum inn. Safnið hjá Sverri er allt hið glæsilegasta.Vísir/Magnús Hlynur En dugnaður Sverris í hjólastólnum, hann er ótrúlegur, það er varla neitt, sem hann getur ekki gert. „Tröppur stoppa mig náttúrulega en það er alltaf hægt að finna einhverja leið, maður reynir það. Stundum þegar maður er með hrokann í botni þá náttúrulega segir maður að þetta var ekkert smíðað með fótunum, þetta er smíðað með höndunum og ég er með aðra hendina í lagi,“ segir Sverrir og glottir út í annað. Bílar Samgöngur Norðurþing Söfn Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Sjá meira
Sverrir veiktist alvarlega, sem ungur maður og lamaðist og er því í hjólastól. Dugnaðurinn í honum og hans fólki á Ystafelli með Samgönguminjasafnið er með ólíkindum. „Já, þetta er alltaf að þróast og alltaf að koma eitthvað meira. Og já, já, takk fyrir það, við fáum nokkuð góð viðbrögð hjá gestum, sem koma. Þetta er bara allskonar gamalt dót, fólk kemur með ótrúlegustu hluti og færir okkur,“ segir Sverrir. Góð aðsókn hefur verið á safnið í sumar.Vísir/Magnús Hlynur Einn af nýjustu bílum safnsins, vekur mikla athygli gesta. „Þetta er mjög sérstakur bíll, DeLorean 1981 módel og þessi bíll er bara keyrður 8 þúsund og er enn þá á upprifanlegum dekkjunum og er bara eins og ónotaður, eins og nýr.“ En hvað eru margir bílar á safninu? „Það eru eitthvað rúmlega hundrað bílar hérna inni og svo óræður fjöldi úti,“ segir Sverrir. Sverrir segir að safnið sé algjörlega sprungið og að nú verið að fara að byggja til að stækka það og koma fleiri bílum inn. Safnið hjá Sverri er allt hið glæsilegasta.Vísir/Magnús Hlynur En dugnaður Sverris í hjólastólnum, hann er ótrúlegur, það er varla neitt, sem hann getur ekki gert. „Tröppur stoppa mig náttúrulega en það er alltaf hægt að finna einhverja leið, maður reynir það. Stundum þegar maður er með hrokann í botni þá náttúrulega segir maður að þetta var ekkert smíðað með fótunum, þetta er smíðað með höndunum og ég er með aðra hendina í lagi,“ segir Sverrir og glottir út í annað.
Bílar Samgöngur Norðurþing Söfn Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Sjá meira