Ekki líðandi að Zaporizhzhia kjarnorkuverinu sé ógnað Heimir Már Pétursson skrifar 2. september 2022 11:21 Rafael Mariano Grossi forstjóri Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar segir ekki líðandi að Zaporizhzhia kjarnorkuverinu sé ógnað af stríðsátökunum í Úkraínu. AP/Andriy Andriyenko Forstjóri Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar segir ekki líðandi að öryggi kjarnorkuversins í Zaporizhzhia haldi áfram að vera ógnað af stríðandi fylkingum í Úkraínu. Eftirlitsmenn stofnunarinnar væru komnir til að vera í kjarnorkuverinu sem er það stærsta í Evrópu og hefur þegar verið ógnað með sprengjuárásum. Rafael Grossi forstjóri Alþjóðkjarnorkustofnunarinnar er kominn aftur á úkraínskt yfirráðasvæði eftir um fimm klukkustunda leiðangur íZaporizhzhia kjarnorkuverið í gær með hópi samstarfsmanna sem enn eru í kjarnorkuverinu. Hann segist persónulega hafa skoðað alla helstu hluta versins, átt ítarlegar viðræður við starfsfólk sem og íbúa í nálægð orkuversins sem hafi komið til að ræða við hann. Rússneska varnarmálaráðuneytið birti þessa mynd af Rafael Grossi þegar hann skoðaði aðstæður í Zaporizhzhia kjarnorkuverinu við bæinn Enerhodar í gær.AP/rússneska varnarmálaráðuneytið „Það sem ég sagði fólkinu get ég endurtekið hér á yfirráðasvæði Úkraínu; við erum ekki á förum. Fulltrúar Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar eru nú í kjarnorkuverinu, eru ekki á förum og verða þar áfram," sagði Grossi. Mikil vinna væri framundan við að greina allar hliðar á rekstri og stöðu kjarnorkuversins. Hann hefði enn áhyggjur af öryggi þess. „Ég hafði, hef og mun halda áfram að hafa áhyggjur af kjarnorkuverinu þar til ástandið er orðið stöðugra og meira fyrirsjáanlegt. Það er augljóst að öryggi bygginganna hefur verið ógnað. En við höfum ekki getu til að meta hvort það var gert fyrir tilviljun eða meðvilja," segir Grossi. Þetta væri hins vegar staðreynd sem yrði að taka mið af og koma í veg fyrir að endurtæki sig. Rússar hafa ekki hikað við að skjóta eldflaugum á íbúðabyggð og ýmsa innvið eins og skóla. Hér sjást rústir af skóla í bænum Druzhkivka í Donetsk héraði þar sem kjarnorkuverið er einnig og átök eru mjög mikil.AP/Kostiantyn Liberov „Hvað sem hver segir og hver sem afstaða manna er til stríðsins, þá getur þetta ástand ekki fengið að halda áfram. Þess vegna erum við að reyna að koma upp ákveðnu kerfi með viðveru okkar fulltrúa á staðnum til að bæta ástandið," sagði Rafael Grossi í morgun. Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Úkraína Rússland Tengdar fréttir Kjarnorkuverið í Zapoizhzhia ítrekað orðið fyrir hnjaski Formaður eftirlitsnefndar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir byggingu kjarnorkuversins í Zapoizhzhia í Úkraínu hafa orðið fyrir hnjaski ítrekað. Hann hafi áhyggjur af öryggismálum í verinu, sem er undir yfirráðum rússneskra hersveita. 2. september 2022 08:22 Eftirlitsmenn komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar eru komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia í Úkraínu og vonast til að getað skoðað aðstæður þar í dag. Fjöldi barna mætti í rústir grunnskóla í norður hluta landsins í dag. 1. september 2022 13:17 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Rafael Grossi forstjóri Alþjóðkjarnorkustofnunarinnar er kominn aftur á úkraínskt yfirráðasvæði eftir um fimm klukkustunda leiðangur íZaporizhzhia kjarnorkuverið í gær með hópi samstarfsmanna sem enn eru í kjarnorkuverinu. Hann segist persónulega hafa skoðað alla helstu hluta versins, átt ítarlegar viðræður við starfsfólk sem og íbúa í nálægð orkuversins sem hafi komið til að ræða við hann. Rússneska varnarmálaráðuneytið birti þessa mynd af Rafael Grossi þegar hann skoðaði aðstæður í Zaporizhzhia kjarnorkuverinu við bæinn Enerhodar í gær.AP/rússneska varnarmálaráðuneytið „Það sem ég sagði fólkinu get ég endurtekið hér á yfirráðasvæði Úkraínu; við erum ekki á förum. Fulltrúar Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar eru nú í kjarnorkuverinu, eru ekki á förum og verða þar áfram," sagði Grossi. Mikil vinna væri framundan við að greina allar hliðar á rekstri og stöðu kjarnorkuversins. Hann hefði enn áhyggjur af öryggi þess. „Ég hafði, hef og mun halda áfram að hafa áhyggjur af kjarnorkuverinu þar til ástandið er orðið stöðugra og meira fyrirsjáanlegt. Það er augljóst að öryggi bygginganna hefur verið ógnað. En við höfum ekki getu til að meta hvort það var gert fyrir tilviljun eða meðvilja," segir Grossi. Þetta væri hins vegar staðreynd sem yrði að taka mið af og koma í veg fyrir að endurtæki sig. Rússar hafa ekki hikað við að skjóta eldflaugum á íbúðabyggð og ýmsa innvið eins og skóla. Hér sjást rústir af skóla í bænum Druzhkivka í Donetsk héraði þar sem kjarnorkuverið er einnig og átök eru mjög mikil.AP/Kostiantyn Liberov „Hvað sem hver segir og hver sem afstaða manna er til stríðsins, þá getur þetta ástand ekki fengið að halda áfram. Þess vegna erum við að reyna að koma upp ákveðnu kerfi með viðveru okkar fulltrúa á staðnum til að bæta ástandið," sagði Rafael Grossi í morgun.
Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Úkraína Rússland Tengdar fréttir Kjarnorkuverið í Zapoizhzhia ítrekað orðið fyrir hnjaski Formaður eftirlitsnefndar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir byggingu kjarnorkuversins í Zapoizhzhia í Úkraínu hafa orðið fyrir hnjaski ítrekað. Hann hafi áhyggjur af öryggismálum í verinu, sem er undir yfirráðum rússneskra hersveita. 2. september 2022 08:22 Eftirlitsmenn komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar eru komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia í Úkraínu og vonast til að getað skoðað aðstæður þar í dag. Fjöldi barna mætti í rústir grunnskóla í norður hluta landsins í dag. 1. september 2022 13:17 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Kjarnorkuverið í Zapoizhzhia ítrekað orðið fyrir hnjaski Formaður eftirlitsnefndar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir byggingu kjarnorkuversins í Zapoizhzhia í Úkraínu hafa orðið fyrir hnjaski ítrekað. Hann hafi áhyggjur af öryggismálum í verinu, sem er undir yfirráðum rússneskra hersveita. 2. september 2022 08:22
Eftirlitsmenn komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar eru komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia í Úkraínu og vonast til að getað skoðað aðstæður þar í dag. Fjöldi barna mætti í rústir grunnskóla í norður hluta landsins í dag. 1. september 2022 13:17