Kjarnorkuverið í Zapoizhzhia ítrekað orðið fyrir hnjaski Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. september 2022 08:22 Eftirlitsmenn á vegum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar munu vera áfram í kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia til að gæta öryggis þess. AP/Alþjóðakjarnorkumálastofnunin Formaður eftirlitsnefndar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir byggingu kjarnorkuversins í Zapoizhzhia í Úkraínu hafa orðið fyrir hnjaski ítrekað. Hann hafi áhyggjur af öryggismálum í verinu, sem er undir yfirráðum rússneskra hersveita. Eftirlitsnefnd stofnunarinnar kom til Zapozhzhia í gær til að meta aðstæður. Rafael Grossi formaður nefndarinnar sagði í gærkvöldi, eftir að hafa verið í kjarnorkuverinu í nokkra klukkutíma, að aðstæður hafi verið erfiðar og þeir hafi heyrt í skothríð óþægilega nálægt verinu. Reuters greinir frá. Rússneskar hersveitir náðu kjarnorkuverinu á sitt veld stuttu eftir að þær réðust inn í Úkraínu í lok febrúar. Margir hafa haft miklar áhyggjur af stöðu kjarnorkuversins og því að sprengja lendi á því og leiði til stórkostlegs kjarnorkuslyss. Sprengjur falla daglega í nágrenni við verið, sem yfirvöld í Moskvu og Kænugarði kenna hvort öðru um. Úkraínsk yfirvöld saka Rússa um að nota kjarnorkuverið til þess að skýla hersveitum sínum, sem Moskva hefur tekið fyrir þrátt fyrir að vilja ekki kalla hersveitir sínar heim. Úkraínskir starfsmenn halda enn til í verinu til að sjá um eðlilegan gang starfseminnar en rússneskar hersveitir halda þeim í gíslingu. Eftirlitsnefndin sneri aftur á úkraínskt yfirráðasvæði að lokinni skoðun í gær. Grossi sagði að augljóst væri að byggingin hafi orðið fyrir hnjaski ítrekað, sem mætti alls ekki halda áfram. Sérfræðingar á hans vegum verða áfram í kjarnorkuverinu til að tryggja öryggi þess. Grossi sagðist hafa fengið að skoða allt verið, meðal annars stjórnstöðvaherbergi og farið hafi verið yfir viðbragðsáætlanir. Nefndin þurfi nú að leggjast yfir öll gögn til að ljúka starfi sínu. Hann segir að nefndin hafi heyrt sprengingar og skothríð á meðan hún dvaldi í kjarnorkuverinu en fresta þurfti för hennar frá því vegna sprengjuregns í nágrenninu. Nefndin hafi haft miklar áhyggjur en slökkva þurfi á einum kjarnaofninum í gær vegna sprenginga. Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Úkraína Rússland Tengdar fréttir Árangurinn í suðri dýrkeyptur Úkraínumönnum Úkraínskir hermenn sem tekið hafa þátt í gagnárásum Úkraínumanna í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu, segja herinn sækja fram gegn Rússum. Framsóknin hafi þó verið dýrkeypt og bardagar séu gífurlega harðir. 1. september 2022 22:34 Eftirlitsmenn komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar eru komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia í Úkraínu og vonast til að getað skoðað aðstæður þar í dag. Fjöldi barna mætti í rústir grunnskóla í norður hluta landsins í dag. 1. september 2022 13:17 Rússar muni skrúfa fyrir gasflæði um Nord Stream 1 leiðsluna enn á ný Orkurisinn Gazprom er sagður ætla að loka fyrir flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna til Þýskalands á morgun og muni lokunin vara í þrjá daga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gazprom lokar á flæði gass til Þýskalands en gasflæði þangað sem og til annarra Evrópuríkja hefur verið óstöðugt í nokkurn tíma. 30. ágúst 2022 20:25 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Eftirlitsnefnd stofnunarinnar kom til Zapozhzhia í gær til að meta aðstæður. Rafael Grossi formaður nefndarinnar sagði í gærkvöldi, eftir að hafa verið í kjarnorkuverinu í nokkra klukkutíma, að aðstæður hafi verið erfiðar og þeir hafi heyrt í skothríð óþægilega nálægt verinu. Reuters greinir frá. Rússneskar hersveitir náðu kjarnorkuverinu á sitt veld stuttu eftir að þær réðust inn í Úkraínu í lok febrúar. Margir hafa haft miklar áhyggjur af stöðu kjarnorkuversins og því að sprengja lendi á því og leiði til stórkostlegs kjarnorkuslyss. Sprengjur falla daglega í nágrenni við verið, sem yfirvöld í Moskvu og Kænugarði kenna hvort öðru um. Úkraínsk yfirvöld saka Rússa um að nota kjarnorkuverið til þess að skýla hersveitum sínum, sem Moskva hefur tekið fyrir þrátt fyrir að vilja ekki kalla hersveitir sínar heim. Úkraínskir starfsmenn halda enn til í verinu til að sjá um eðlilegan gang starfseminnar en rússneskar hersveitir halda þeim í gíslingu. Eftirlitsnefndin sneri aftur á úkraínskt yfirráðasvæði að lokinni skoðun í gær. Grossi sagði að augljóst væri að byggingin hafi orðið fyrir hnjaski ítrekað, sem mætti alls ekki halda áfram. Sérfræðingar á hans vegum verða áfram í kjarnorkuverinu til að tryggja öryggi þess. Grossi sagðist hafa fengið að skoða allt verið, meðal annars stjórnstöðvaherbergi og farið hafi verið yfir viðbragðsáætlanir. Nefndin þurfi nú að leggjast yfir öll gögn til að ljúka starfi sínu. Hann segir að nefndin hafi heyrt sprengingar og skothríð á meðan hún dvaldi í kjarnorkuverinu en fresta þurfti för hennar frá því vegna sprengjuregns í nágrenninu. Nefndin hafi haft miklar áhyggjur en slökkva þurfi á einum kjarnaofninum í gær vegna sprenginga.
Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Úkraína Rússland Tengdar fréttir Árangurinn í suðri dýrkeyptur Úkraínumönnum Úkraínskir hermenn sem tekið hafa þátt í gagnárásum Úkraínumanna í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu, segja herinn sækja fram gegn Rússum. Framsóknin hafi þó verið dýrkeypt og bardagar séu gífurlega harðir. 1. september 2022 22:34 Eftirlitsmenn komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar eru komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia í Úkraínu og vonast til að getað skoðað aðstæður þar í dag. Fjöldi barna mætti í rústir grunnskóla í norður hluta landsins í dag. 1. september 2022 13:17 Rússar muni skrúfa fyrir gasflæði um Nord Stream 1 leiðsluna enn á ný Orkurisinn Gazprom er sagður ætla að loka fyrir flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna til Þýskalands á morgun og muni lokunin vara í þrjá daga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gazprom lokar á flæði gass til Þýskalands en gasflæði þangað sem og til annarra Evrópuríkja hefur verið óstöðugt í nokkurn tíma. 30. ágúst 2022 20:25 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Árangurinn í suðri dýrkeyptur Úkraínumönnum Úkraínskir hermenn sem tekið hafa þátt í gagnárásum Úkraínumanna í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu, segja herinn sækja fram gegn Rússum. Framsóknin hafi þó verið dýrkeypt og bardagar séu gífurlega harðir. 1. september 2022 22:34
Eftirlitsmenn komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar eru komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia í Úkraínu og vonast til að getað skoðað aðstæður þar í dag. Fjöldi barna mætti í rústir grunnskóla í norður hluta landsins í dag. 1. september 2022 13:17
Rússar muni skrúfa fyrir gasflæði um Nord Stream 1 leiðsluna enn á ný Orkurisinn Gazprom er sagður ætla að loka fyrir flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna til Þýskalands á morgun og muni lokunin vara í þrjá daga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gazprom lokar á flæði gass til Þýskalands en gasflæði þangað sem og til annarra Evrópuríkja hefur verið óstöðugt í nokkurn tíma. 30. ágúst 2022 20:25