„Ég hef oft pælt í því hvernig það er“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. september 2022 09:00 Sveindís Jane Jónsdóttir er ekki kunnug því að missa leikmenn framúr sér. Vísir/Vilhelm „Það er ótrúlega gott að koma heim. Veðrið mætti vera aðeins betra en það er samt alltaf gaman að koma og hitta stelpurnar,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir. Hún verður líklegast í liði Íslands sem mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM á Laugardalsvelli klukkan 17:30 í dag. Sem betur fer hefur veðrið lægt frá því að íslenska liðið var til æfinga í gær og fyrradag og útlitið fínt fyrir leik dagsins. Sveindís segir íslenska liðið hafa farið sérstaklega yfir Evrópumót sumarsins þegar það kom saman og sett það mót endanlega í bakspegilinn. „Stemningin í hópnum er góð og við erum allar búnar að komast yfir EM. Við tókum fund fyrir tveimur dögum, þegar við komum, og lokuðum þessu alveg þannig að EM er bara búið hjá okkur núna,“ segir Sveindís sem segir gott að hafa þetta verkefni í undankeppni HM til að einblína á í kjölfarið. „Jú, auðvitað það væri lang best. Það væri bara klikkað að komast beint á HM og vinna riðilinn sem við erum í. Þetta er alveg erfiður riðill og það er auðvitað markmiðið að vinna þessa tvo leiki sem við eigum eftir og komast beint á HM,“ Klippa: Viðtal við Sveindísi Jane Um verkefni dagsins og hvítrússneska liðið segir Sveindís: „Ef við vinnum hann erum við komnar í mjög góða stöðu. Þá dugar okkur auðvitað jafntefli við Holland [til að fara beint á HM]. En við erum fyrst og fremst að pæla í þessum Hvít-Rússa leik. Þetta getur alveg verið erfitt og ef ég man rétt þá vann Hvíta-Rússland Tékka síðast, það eru geggjuð úrslit og sýnir að Hvíta-Rússland er með fínt lið og geta gert góða hluti,“ Hraðinn meðfæddur Athygli vakti á EM í sumar að Sveindís var með lang hraðasta sprett mótsins, og því hægt að færa rök fyrir því að hún sé sneggsti leikmaður Evrópu. Hún kveðst þó geta hlaupið hraðar en mælingarnar frá EM gáfu til kynna. „Ég held að þetta sé meðfætt. Það er geðveikt að ég geti hlaupið svona hratt og ég er bara mjög sátt með það. Ég náttúrulega hefði alveg getað hlaupið hraðar, þetta er ekki hraðasti spretturinn minn á ævinni. En ég er ánægð með þetta,“ „Ég hef oft pælt í því hvernig það er að láta hlaupa framhjá sér,“ segir Sveindís sem hefur eðli málsins samkvæmt ekki mikla reynslu af því. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Ótrúlega hungraðar í HM eftir það sem gerðist á EM“ Það hefur verið skammt stórra högga á milli hjá Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur í sumar en hún er klár í slaginn við Hvít-Rússa og Hollendinga í síðustu leikjunum í undankeppni HM í fótbolta. 1. september 2022 15:46 „Þykjumst alltaf vera stærstu og bestu stuðningsmenn í heimi“ „Fólk þarf að fara upp úr sófanum og mæta,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, aðspurð hvað þurfi að breytast til að uppselt sé á eins mikilvægan leik og viðureign Íslands og Hvíta-Rússlands í undankeppni HM í fótbolta á morgun. 1. september 2022 14:01 Drullusama um umræðuna um Elínu Mettu Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segist treysta öllum sínum leikmönnum til að vera í byrjunarliðinu gegn Hvíta-Rússlandi og Hollandi í leikjunum sem skera úr um hvort Ísland komist beint á HM kvenna í fótbolta. 1. september 2022 12:58 Ræddu um leikmannarót íslenska landsliðsins:„Gerir þetta ekki nema eitthvað sé virkilega að“ Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM í dag og því var liðið eðlilega til umræðu í seinasta þætti af Bestu mörkunum. Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar þáttarins ræddu um það hversu margir leikmenn liðsins spiluðu á EM í sumar og voru sammála um það að of mikið rót hafi verið á liðinu. 2. september 2022 07:01 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Sem betur fer hefur veðrið lægt frá því að íslenska liðið var til æfinga í gær og fyrradag og útlitið fínt fyrir leik dagsins. Sveindís segir íslenska liðið hafa farið sérstaklega yfir Evrópumót sumarsins þegar það kom saman og sett það mót endanlega í bakspegilinn. „Stemningin í hópnum er góð og við erum allar búnar að komast yfir EM. Við tókum fund fyrir tveimur dögum, þegar við komum, og lokuðum þessu alveg þannig að EM er bara búið hjá okkur núna,“ segir Sveindís sem segir gott að hafa þetta verkefni í undankeppni HM til að einblína á í kjölfarið. „Jú, auðvitað það væri lang best. Það væri bara klikkað að komast beint á HM og vinna riðilinn sem við erum í. Þetta er alveg erfiður riðill og það er auðvitað markmiðið að vinna þessa tvo leiki sem við eigum eftir og komast beint á HM,“ Klippa: Viðtal við Sveindísi Jane Um verkefni dagsins og hvítrússneska liðið segir Sveindís: „Ef við vinnum hann erum við komnar í mjög góða stöðu. Þá dugar okkur auðvitað jafntefli við Holland [til að fara beint á HM]. En við erum fyrst og fremst að pæla í þessum Hvít-Rússa leik. Þetta getur alveg verið erfitt og ef ég man rétt þá vann Hvíta-Rússland Tékka síðast, það eru geggjuð úrslit og sýnir að Hvíta-Rússland er með fínt lið og geta gert góða hluti,“ Hraðinn meðfæddur Athygli vakti á EM í sumar að Sveindís var með lang hraðasta sprett mótsins, og því hægt að færa rök fyrir því að hún sé sneggsti leikmaður Evrópu. Hún kveðst þó geta hlaupið hraðar en mælingarnar frá EM gáfu til kynna. „Ég held að þetta sé meðfætt. Það er geðveikt að ég geti hlaupið svona hratt og ég er bara mjög sátt með það. Ég náttúrulega hefði alveg getað hlaupið hraðar, þetta er ekki hraðasti spretturinn minn á ævinni. En ég er ánægð með þetta,“ „Ég hef oft pælt í því hvernig það er að láta hlaupa framhjá sér,“ segir Sveindís sem hefur eðli málsins samkvæmt ekki mikla reynslu af því.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Ótrúlega hungraðar í HM eftir það sem gerðist á EM“ Það hefur verið skammt stórra högga á milli hjá Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur í sumar en hún er klár í slaginn við Hvít-Rússa og Hollendinga í síðustu leikjunum í undankeppni HM í fótbolta. 1. september 2022 15:46 „Þykjumst alltaf vera stærstu og bestu stuðningsmenn í heimi“ „Fólk þarf að fara upp úr sófanum og mæta,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, aðspurð hvað þurfi að breytast til að uppselt sé á eins mikilvægan leik og viðureign Íslands og Hvíta-Rússlands í undankeppni HM í fótbolta á morgun. 1. september 2022 14:01 Drullusama um umræðuna um Elínu Mettu Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segist treysta öllum sínum leikmönnum til að vera í byrjunarliðinu gegn Hvíta-Rússlandi og Hollandi í leikjunum sem skera úr um hvort Ísland komist beint á HM kvenna í fótbolta. 1. september 2022 12:58 Ræddu um leikmannarót íslenska landsliðsins:„Gerir þetta ekki nema eitthvað sé virkilega að“ Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM í dag og því var liðið eðlilega til umræðu í seinasta þætti af Bestu mörkunum. Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar þáttarins ræddu um það hversu margir leikmenn liðsins spiluðu á EM í sumar og voru sammála um það að of mikið rót hafi verið á liðinu. 2. september 2022 07:01 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
„Ótrúlega hungraðar í HM eftir það sem gerðist á EM“ Það hefur verið skammt stórra högga á milli hjá Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur í sumar en hún er klár í slaginn við Hvít-Rússa og Hollendinga í síðustu leikjunum í undankeppni HM í fótbolta. 1. september 2022 15:46
„Þykjumst alltaf vera stærstu og bestu stuðningsmenn í heimi“ „Fólk þarf að fara upp úr sófanum og mæta,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, aðspurð hvað þurfi að breytast til að uppselt sé á eins mikilvægan leik og viðureign Íslands og Hvíta-Rússlands í undankeppni HM í fótbolta á morgun. 1. september 2022 14:01
Drullusama um umræðuna um Elínu Mettu Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segist treysta öllum sínum leikmönnum til að vera í byrjunarliðinu gegn Hvíta-Rússlandi og Hollandi í leikjunum sem skera úr um hvort Ísland komist beint á HM kvenna í fótbolta. 1. september 2022 12:58
Ræddu um leikmannarót íslenska landsliðsins:„Gerir þetta ekki nema eitthvað sé virkilega að“ Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM í dag og því var liðið eðlilega til umræðu í seinasta þætti af Bestu mörkunum. Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar þáttarins ræddu um það hversu margir leikmenn liðsins spiluðu á EM í sumar og voru sammála um það að of mikið rót hafi verið á liðinu. 2. september 2022 07:01