Spyr hvort ekki megi endurskilgreina hvenær lax teljist veiddur Snorri Másson skrifar 4. september 2022 10:01 Hvenær telst lax veiddur? Þegar maður er kominn með hann í hendurnar eða þegar hann er kominn alveg upp að bakka eftir viðureign um nokkra stund, og jafnvel þótt hann sleppi þá af önglinum? Borgarfulltrúi, sem jafnframt er mikill veiðimaður, kallar eftir umræðu um nýja talningaraðferð á veiddum löxum. Hví ekki, þegar þeim er nær öllum sleppt hvort eð er. Það kannast flestir veiðimenn við það að vera alveg að landa fisk, þegar hann losnar af og sleppur. Þetta er sár viðskilnaður við bráðina - og þegar hann verður, er ekki litið svo á að þú hafir veitt fisk - en nú er kallað eftir hugarfarsbreytingu í þessu efni. það gerir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, sem hefur viðamikla veiðireynslu í ýmsum tegundum, en hún kveðst ekki líta svo á að þarna sé maður að „missa fisk.“ Í sjónvarpsfréttinni hér að ofan er rætt við Þórdísi Lóu, sem kveðst hafa hugleitt það að undanförnu hvers vegna fiskur þurfi að koma alla leið á land og í hendur leiðsögumanns, félaga eða veiðimanns til þess að hann teljist veiddur. Ljóst er að ný nálgun Lóu er umdeilanleg, enda löngum verið litið á málið með þessum hætti. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi er mikill veiðimaður.Vísir/Arnar Snýst um að fiskurinn taki „Fyrir mér snýst þetta um að fiskurinn taki. Hann tekur fluguna sem ég er búinn að pæla í og setja undir. Ég er búin að vera í viðureign í 10, 20 mínútur, jafnvel hálftíma. Ef ég er búin að standa í því og svo fer hann alveg á síðustu mínútunni, þá líður mér eins og ég hafi veitt. Svo kem ég í hús og þá spyr staðarhaldarinn, hvað komu margir laxar á land? Þá má ég ekki telja minn lax, sem var stórkostlegur,“ segir Þórdís Lóa. Laxastofninn hefur ekki verið ýkja gjöfull við veiðimenn á síðari árum og margir staðarhaldarar vildu heldur að fleiri veiddust á hverju sumri. Lóa var í Langá nýlega, þar sem 16 laxar komu á land en hópurinn missti tólf laxa. Það hefðu verið 28 laxar ef allir hefðu verið taldir með. Skemmtifélagið Dollý fékk 16 laxa á land og missti tólf í veiðiferð í Langá í sumar. Þórdís Lóa segir sífellt fleiri konur sækja í veiðina. Hún hafi prófað bæði blandaða hópa og ekki, og að stemningin sé öðruvísi í kvennahópum. „Það er afslappaðra, skulum við segja. Og svolítil gleði stundum.“Aðsend mynd „Ég bara kalla eftir skemmtilegri umræðu. Ekki segja: Lóa ertu alveg klikk? Þetta gengur ekki. Tökum umræðuna. Af hverju er þetta svona? Er þetta frá því að bændur voru að draga lax upp úr ám og þetta var matarkista? Af því að sannarlega er þetta ekki peningamál fyrir staðarhaldarana af því að ef þetta væri peningamál þá hlytu þau að vilja fleiri laxa í bókina,“ segir Lóa. Lax Stangveiði Tengdar fréttir Ytri Rangá komin yfir 3.000 laxa Ytri Rangá er efst á listanum yfir aflahæstu laxveiðiár landsins og er komin yfir 3.000 laxa en hún fer líklega nálægt 5.000 þetta árið. 29. ágúst 2022 08:57 Laxveiði róleg það sem af er sumri Landsamtök veiðifélaga hafa birt nýjar veiðitölur og þar kemur fram að veiðin er almennt langt frá sínu besta. 5. ágúst 2022 09:02 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Það kannast flestir veiðimenn við það að vera alveg að landa fisk, þegar hann losnar af og sleppur. Þetta er sár viðskilnaður við bráðina - og þegar hann verður, er ekki litið svo á að þú hafir veitt fisk - en nú er kallað eftir hugarfarsbreytingu í þessu efni. það gerir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, sem hefur viðamikla veiðireynslu í ýmsum tegundum, en hún kveðst ekki líta svo á að þarna sé maður að „missa fisk.“ Í sjónvarpsfréttinni hér að ofan er rætt við Þórdísi Lóu, sem kveðst hafa hugleitt það að undanförnu hvers vegna fiskur þurfi að koma alla leið á land og í hendur leiðsögumanns, félaga eða veiðimanns til þess að hann teljist veiddur. Ljóst er að ný nálgun Lóu er umdeilanleg, enda löngum verið litið á málið með þessum hætti. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi er mikill veiðimaður.Vísir/Arnar Snýst um að fiskurinn taki „Fyrir mér snýst þetta um að fiskurinn taki. Hann tekur fluguna sem ég er búinn að pæla í og setja undir. Ég er búin að vera í viðureign í 10, 20 mínútur, jafnvel hálftíma. Ef ég er búin að standa í því og svo fer hann alveg á síðustu mínútunni, þá líður mér eins og ég hafi veitt. Svo kem ég í hús og þá spyr staðarhaldarinn, hvað komu margir laxar á land? Þá má ég ekki telja minn lax, sem var stórkostlegur,“ segir Þórdís Lóa. Laxastofninn hefur ekki verið ýkja gjöfull við veiðimenn á síðari árum og margir staðarhaldarar vildu heldur að fleiri veiddust á hverju sumri. Lóa var í Langá nýlega, þar sem 16 laxar komu á land en hópurinn missti tólf laxa. Það hefðu verið 28 laxar ef allir hefðu verið taldir með. Skemmtifélagið Dollý fékk 16 laxa á land og missti tólf í veiðiferð í Langá í sumar. Þórdís Lóa segir sífellt fleiri konur sækja í veiðina. Hún hafi prófað bæði blandaða hópa og ekki, og að stemningin sé öðruvísi í kvennahópum. „Það er afslappaðra, skulum við segja. Og svolítil gleði stundum.“Aðsend mynd „Ég bara kalla eftir skemmtilegri umræðu. Ekki segja: Lóa ertu alveg klikk? Þetta gengur ekki. Tökum umræðuna. Af hverju er þetta svona? Er þetta frá því að bændur voru að draga lax upp úr ám og þetta var matarkista? Af því að sannarlega er þetta ekki peningamál fyrir staðarhaldarana af því að ef þetta væri peningamál þá hlytu þau að vilja fleiri laxa í bókina,“ segir Lóa.
Lax Stangveiði Tengdar fréttir Ytri Rangá komin yfir 3.000 laxa Ytri Rangá er efst á listanum yfir aflahæstu laxveiðiár landsins og er komin yfir 3.000 laxa en hún fer líklega nálægt 5.000 þetta árið. 29. ágúst 2022 08:57 Laxveiði róleg það sem af er sumri Landsamtök veiðifélaga hafa birt nýjar veiðitölur og þar kemur fram að veiðin er almennt langt frá sínu besta. 5. ágúst 2022 09:02 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Ytri Rangá komin yfir 3.000 laxa Ytri Rangá er efst á listanum yfir aflahæstu laxveiðiár landsins og er komin yfir 3.000 laxa en hún fer líklega nálægt 5.000 þetta árið. 29. ágúst 2022 08:57
Laxveiði róleg það sem af er sumri Landsamtök veiðifélaga hafa birt nýjar veiðitölur og þar kemur fram að veiðin er almennt langt frá sínu besta. 5. ágúst 2022 09:02