Skoða hvernig MAST stendur sig í eftirliti með velferð dýra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. september 2022 16:28 Guðmundur Björgvin Helgason er ríkisendurskoðandi. Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja frumkvæðisúttekt á eftirliti Matvælastofnunar með velferð dýra. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar. Tilefni ákvörðunarinnar er ekki tiltekin en hún kemur í beinu framhaldi af háværri gagnrýni á eftirlit MAST með dýravelferð í Borgarbyggð. Guðmundur Björgvin Helgason segir tímasetninguna enga tilviljun. Þó hafi verið lengi á teikniborðinu að gera úttekt á eftirliti MAST með velferð dýra enda slík mál töluvert lengi verið í opinberri umræðu. „Þetta er ekki fyrsta eða annað málið sem kemur upp þar sem stofnunin verður fyrir gagnrýni út af meðferð málaflokksins,“ segir Guðmundur Björgvin. Stjórnsýsluúttekt hafi verið gerð á störfum MAST árið 2013. Það ár fluttist málaflokkurinn dýravelferð frá Umhverfisstofnun til MAST. Fyrir vikið hafi ríkisendurskoðun ekki átt snertiflöt við þennan málaflokk síðan hann fluttist til MAST. „Við höldum alltaf utan um ákveðin úttektartilefni sem við teljum okkur geta ráðist í að eigin frumkvæði,“ segir Guðmundur Björgvin. Um sé að ræða hugmyndavinnu og þetta mál hafi verið á lista í nokkurn tíma. „Þetta er eitt dæmi núna en þau hafa verið önnur tilefnin þar sem eftirlitsstofnunin hefur sætt gagnrýni. Ef það er að ósekju þá hygg ég að úttektin muni leiða það í ljós. Ef þarna eru einhverjir vankantar, agnúar eða skortur á mannafla, peningum eða hvað sem það kann að vera til þess að stofnunin geti axlað ábyrgð á hlutverki sínu lögum samkvæmt þá hygg ég að úttektin muni leiða það í ljós einnig,“ segir Guðmundur Björgvin. Hann telur að úttektin muni ekki taka svo langa tíma, í það minnsta taka mánuði en ekki ár. Vonandi ekki of marga mánuði. Verkefnið sé að fara af stað og umfangið ráðist af því hvernig það verði afmarkað. Niðurstaða úttektarinnar verður birt í opinberri skýrslu til Alþingis. Fréttin hefur verið uppfærð. Dýraheilbrigði Borgarbyggð Tengdar fréttir Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41 Segir eigendur vannærðu hestanna reyna að flytja þá í skjóli nætur Hrossaræktendur í Borgarfirði í nágrenni Borgarness sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum virðast ætla að flytja hestana úr hesthúsi sínu í skjóli nætur. Lögregla hefur verið kölluð til og er á svæðinu. 31. ágúst 2022 22:57 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka vel á móti sendiherraefninu Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira
Guðmundur Björgvin Helgason segir tímasetninguna enga tilviljun. Þó hafi verið lengi á teikniborðinu að gera úttekt á eftirliti MAST með velferð dýra enda slík mál töluvert lengi verið í opinberri umræðu. „Þetta er ekki fyrsta eða annað málið sem kemur upp þar sem stofnunin verður fyrir gagnrýni út af meðferð málaflokksins,“ segir Guðmundur Björgvin. Stjórnsýsluúttekt hafi verið gerð á störfum MAST árið 2013. Það ár fluttist málaflokkurinn dýravelferð frá Umhverfisstofnun til MAST. Fyrir vikið hafi ríkisendurskoðun ekki átt snertiflöt við þennan málaflokk síðan hann fluttist til MAST. „Við höldum alltaf utan um ákveðin úttektartilefni sem við teljum okkur geta ráðist í að eigin frumkvæði,“ segir Guðmundur Björgvin. Um sé að ræða hugmyndavinnu og þetta mál hafi verið á lista í nokkurn tíma. „Þetta er eitt dæmi núna en þau hafa verið önnur tilefnin þar sem eftirlitsstofnunin hefur sætt gagnrýni. Ef það er að ósekju þá hygg ég að úttektin muni leiða það í ljós. Ef þarna eru einhverjir vankantar, agnúar eða skortur á mannafla, peningum eða hvað sem það kann að vera til þess að stofnunin geti axlað ábyrgð á hlutverki sínu lögum samkvæmt þá hygg ég að úttektin muni leiða það í ljós einnig,“ segir Guðmundur Björgvin. Hann telur að úttektin muni ekki taka svo langa tíma, í það minnsta taka mánuði en ekki ár. Vonandi ekki of marga mánuði. Verkefnið sé að fara af stað og umfangið ráðist af því hvernig það verði afmarkað. Niðurstaða úttektarinnar verður birt í opinberri skýrslu til Alþingis. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dýraheilbrigði Borgarbyggð Tengdar fréttir Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41 Segir eigendur vannærðu hestanna reyna að flytja þá í skjóli nætur Hrossaræktendur í Borgarfirði í nágrenni Borgarness sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum virðast ætla að flytja hestana úr hesthúsi sínu í skjóli nætur. Lögregla hefur verið kölluð til og er á svæðinu. 31. ágúst 2022 22:57 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka vel á móti sendiherraefninu Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira
Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41
Segir eigendur vannærðu hestanna reyna að flytja þá í skjóli nætur Hrossaræktendur í Borgarfirði í nágrenni Borgarness sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum virðast ætla að flytja hestana úr hesthúsi sínu í skjóli nætur. Lögregla hefur verið kölluð til og er á svæðinu. 31. ágúst 2022 22:57